Donnerstag, Juni 27, 2002
Loksins eru mæðginin komin heim og með þeim einhver hellingur af gimsteinum: S&H, moggi, DV, Tyrkish Pebber, hlaup frá Bassets, 5 DVD myndir og svo má lengi telja. Aðalatriðið er að sjálfsögðu að fá þau Elmu og Skjöld Orra heim heil á höldnu.
Annars, vika eftir af misserinu og við hömumst við að klára ritgerðina og útbúa glærurnar fyrir kynninguna. Ég er miklu rólegri yfir þessu öllu saman heldur en á síðasta misseri og er þad gott. Eftir mánuð förum við síðan til Allicante i brúðkaup og sólardýrkun, get varla beðið því það er gott að komast í frí eftir allt stritið.
Annars, vika eftir af misserinu og við hömumst við að klára ritgerðina og útbúa glærurnar fyrir kynninguna. Ég er miklu rólegri yfir þessu öllu saman heldur en á síðasta misseri og er þad gott. Eftir mánuð förum við síðan til Allicante i brúðkaup og sólardýrkun, get varla beðið því það er gott að komast í frí eftir allt stritið.
Dienstag, Juni 25, 2002
HM! Ekkert nema vonbrigði og dómarasukk. Ég meina Þýskaland vs. S-Kórea annars vegar og Brasilía vs. Tyrkland hins vegar, hvers lags úrslitaleikir eru þetta? Hvar eru góðu liðin eins og Portúgal, England, Ítalía, Spánn, hinir skemmtilegu Danir, Senegalir og svo leiðinlegu Frakkar?
Eins og annars staðar í lífinu er það pólitíkin sem heldur á spöðunum bak við tjaldið, hefði heimalandið S-Kórea annars náð svona langt? Held nú ekki eins og sást nú hvað best þegar mörk voru ítrekað tekin af Spánverjum sem skiljanlega eru æfareiðir. Svik og prettir, ég er hættur að fylgjast með HM og EM, a.m.k. næstu tvö árin.
Eins og annars staðar í lífinu er það pólitíkin sem heldur á spöðunum bak við tjaldið, hefði heimalandið S-Kórea annars náð svona langt? Held nú ekki eins og sást nú hvað best þegar mörk voru ítrekað tekin af Spánverjum sem skiljanlega eru æfareiðir. Svik og prettir, ég er hættur að fylgjast með HM og EM, a.m.k. næstu tvö árin.
Enn um Dabba kóng. Hann Bjarni bendir á þennan fína mbl pistil eftir Grím Atlason sem hittir svo sannarlega beint í mark.
Komin hefur upp sú tilgáta að Dao formaður þjáist af persónuleikaröskun:
Af gedhjalp.is:
Persónuleikaröskun
Fjölbreytni mannlífsins býður upp á alls konar manngerðir sem betur fer. Við erum einræn eða mannblendin, örlynd eða jafnlynd, tilfinningasöm eða harðlynd. Það er ekki fyrr en þessi skapgerðareinkenni fara að víkja verulega frá viðteknum umgengnisvenjum í samfélaginu og hafa truflandi áhrif á annað fólk og aðlögun viðkomandi einstaklings að um persónuleikaröskun getur verið að ræða.
Dæmi nú hver fyrir sig.
Annars verður gaman að sjá hvað gerist á næsta landsfundi þeirra sjálfstæðismanna. Verður sprengja eða sér Dao sér leik á borði að leggjast í helgan stein .... áður enn einhver sputnikinn hrindir honum fyrir borð.
Komin hefur upp sú tilgáta að Dao formaður þjáist af persónuleikaröskun:
Af gedhjalp.is:
Persónuleikaröskun
Fjölbreytni mannlífsins býður upp á alls konar manngerðir sem betur fer. Við erum einræn eða mannblendin, örlynd eða jafnlynd, tilfinningasöm eða harðlynd. Það er ekki fyrr en þessi skapgerðareinkenni fara að víkja verulega frá viðteknum umgengnisvenjum í samfélaginu og hafa truflandi áhrif á annað fólk og aðlögun viðkomandi einstaklings að um persónuleikaröskun getur verið að ræða.
Dæmi nú hver fyrir sig.
Annars verður gaman að sjá hvað gerist á næsta landsfundi þeirra sjálfstæðismanna. Verður sprengja eða sér Dao sér leik á borði að leggjast í helgan stein .... áður enn einhver sputnikinn hrindir honum fyrir borð.
Sonntag, Juni 23, 2002
Ekkert að frétta af mér, einn heima og get ekki beðið eftir að fá þau mæðginin aftur heim. Heiman frá eru fullt af fréttum!
Nick mágur átti 25 ára afmæli þann 19. júní. Síðan var háskólaútskrift í gær og hreint ótrúlegt hvað maður þekkir, eða kannast við, marga af þeim sem luku háskólanámi. Fyrst skal nefna mömmu og Jón "ríka" Gíslason sem eru nú með MBA í viðskiptafræði. Síðan má nefna Einar Frey sem kláraði læknisfræðina, Edda hans Gumma lyfjafræðina sem og æskuvinur minn hann Atli þeirra Jakobs og Beppu, Kristján Leifsbróðir og bloggari mikill er kominn með meistaragráðu í eðlisfræði og loks skal þess getið að Styrmir bróðir hennar Bjöggu hans Kobba vinar tók út BS í a.m.k. verkfræði ef ekki öðru fagi lika. Sem sagt svaka fjör og óska ég þessu fólki til hamingju með góðan árangur.
Sjálfur klára ég ekki fyrr en einhvern tímann í kringum byrjun mars en það styttist alltaf í þetta.
Nick mágur átti 25 ára afmæli þann 19. júní. Síðan var háskólaútskrift í gær og hreint ótrúlegt hvað maður þekkir, eða kannast við, marga af þeim sem luku háskólanámi. Fyrst skal nefna mömmu og Jón "ríka" Gíslason sem eru nú með MBA í viðskiptafræði. Síðan má nefna Einar Frey sem kláraði læknisfræðina, Edda hans Gumma lyfjafræðina sem og æskuvinur minn hann Atli þeirra Jakobs og Beppu, Kristján Leifsbróðir og bloggari mikill er kominn með meistaragráðu í eðlisfræði og loks skal þess getið að Styrmir bróðir hennar Bjöggu hans Kobba vinar tók út BS í a.m.k. verkfræði ef ekki öðru fagi lika. Sem sagt svaka fjör og óska ég þessu fólki til hamingju með góðan árangur.
Sjálfur klára ég ekki fyrr en einhvern tímann í kringum byrjun mars en það styttist alltaf í þetta.
Mittwoch, Juni 19, 2002
Hei pabbi, manstu eftir rúðustrikaða kappakstrinum sem þú kenndir mér forðum daga. Fann þennan fína Flash-leik (rally) sem byggist á svipuðu prinsippi. Sjá hlekkinn!
Annars svitna ég núna eins og hið feitasta svín. Hitinn er búinn að hanga í kringum 33 gráður og reynir maður að verja eins miklum tíma innandyra eins og mögulegt er, a.m.k. fyrir fimmleytið. þá er hitinn orðinn ansi notarlegur og gott ad fá sér einn mjöð á Polyterrasse, þar sem útsýnið er svo gott yfir borgina og vatnið, og rölta að því búnu heimleiðis.
Ég athugaði hitann heima í mogganum í gær og sýndi Oskari félaga mínum, 8 gráður sagdi hann undrandi, þetta er bara eins og í ískápi. He he, það er alveg rétt þegar maður pælir í því.
Ég athugaði hitann heima í mogganum í gær og sýndi Oskari félaga mínum, 8 gráður sagdi hann undrandi, þetta er bara eins og í ískápi. He he, það er alveg rétt þegar maður pælir í því.
Á sunnudaginn var mér boðið í BBQ teiti að þýskum hætti. Sá sem hafði gerst svona almennilegur við mig var hann Fred Florian Íslendingavinur og gerði ég mér því sérstaka ferð til Meilen, sem er 30min sunnar en Zürich, að mæta í boðið. Fyrir utan mig hafði Freddi einnig boðid 2 pörum og einum stökum, allt hið fínasta fólk og hafði ég mjög gaman af þessu öllu saman. Sátum við niðri við vatnið, sötrudum freyðivín, átum pylsur og drukkum loks Zürchneskan mjöð.
Dienstag, Juni 18, 2002
Ég segi bara eins og Totti hjá Ítalska liðinu er óþekktur starfsmaður einhvers fjólmiðils spurði hann hvað honum þætti um að vera kallaður mömmudrengur: "Mamma er og verður alltaf Mamma". Greinilega veit Totti hvað hann syngur því einu ummælin enn sem komið er á hún mamma.
Enn er eftir að lýsa síðustu helginni. Þegar ég var kominn heim úr sundlaugarferðinni ömurlegu þá hringdi síminn, já er þad ekki, strax að hringja og biðjast afsökunar... Nei! mun betra, þetta var hún Tóta vinkona og var erindið að bjóða mér í kvöldmat. Nú á við orðtækið um að á eftir illu fylgir oft eitthvað sem er mun betra. Maturinn sem samanstóð af grilluðu svínakjöti, kartöflusalati, hrísgrjónum, soya og salati með mozarella var alveg himneskur og var þetta svo sannarlega fín byrjun á góðu kveldi.
Eftir góðan eftirrétt og létt kurteisishjal dreif ég mig í partí sem Kristján og Ju voru stödd í, ágætt í sjálfu sér en alltaf svolítið skrýtið þegar maður þekkir nánast engann. Vorum þar í nokkra tíma en héldum svo á Nelson þar sem ég rifjaði upp Jive- og Mambó-spor með misjöfnum árangri.
Enn er eftir að lýsa síðustu helginni. Þegar ég var kominn heim úr sundlaugarferðinni ömurlegu þá hringdi síminn, já er þad ekki, strax að hringja og biðjast afsökunar... Nei! mun betra, þetta var hún Tóta vinkona og var erindið að bjóða mér í kvöldmat. Nú á við orðtækið um að á eftir illu fylgir oft eitthvað sem er mun betra. Maturinn sem samanstóð af grilluðu svínakjöti, kartöflusalati, hrísgrjónum, soya og salati með mozarella var alveg himneskur og var þetta svo sannarlega fín byrjun á góðu kveldi.
Eftir góðan eftirrétt og létt kurteisishjal dreif ég mig í partí sem Kristján og Ju voru stödd í, ágætt í sjálfu sér en alltaf svolítið skrýtið þegar maður þekkir nánast engann. Vorum þar í nokkra tíma en héldum svo á Nelson þar sem ég rifjaði upp Jive- og Mambó-spor með misjöfnum árangri.
Montag, Juni 17, 2002
Ætli nokkur lesi blogginn minn? Ummælin standa ávallt auð svo mér finnst ég vera einn og yfirgefinn talandi upp í vindinn. Ef einhver les þessar línur má sá hinn sami skrifa eitthvað hnyttið í ummælin.
Ég bíð spenntur.
Ég bíð spenntur.
HM hefur verið fullt af vonbrigðum. Skiptir engu máli með hvaða liði ég held þau detta bara úr keppninni hvert á fætur öðru, guð er sennilega eitthvað að stríða mér því ég hef á tilfinningunni að fyrst merki ég mín lið og síðan kalli hann "TIMBUR" og þá falla þau úr keppni.
Svo ég snúi mér að ödru, það er skelfingar leiðinlegt að vera svona einn heima, maður hlakkar ekkert til að koma heim og þar er bara svo tómlegt og hljóðlátt. Sem betur fer er bara vika þangað til Elma og Skjöldur Orri koma heim og getur maður farið að telja sekúndurnar sem eftir eru.
Á laugardaginn var ég búinn að mæla mér mót með ónafngreindum hjónum í Freibad Allenmoos. Var ætlunin að fá okkur nokkrar dýfur þess á milli sem við horfðum á viðureign Engilsaxa og náfrændur okkar Dani. Ég mætti, beið og beið en hvergi bólaði á þeim vinum mínum. Var ég þokkalega pirraður á þessum "svikum" en ákvað að ég skyldi a.m.k. fara eina salibunu fyrst ég væri kominn á staðinn (tekur u.þ.b. 40 min að fara hvora leið). Var kominn heim um 4 leytið og dottaði enda líklega kominn með snert af sólsting í hitanum.
Svo ég snúi mér að ödru, það er skelfingar leiðinlegt að vera svona einn heima, maður hlakkar ekkert til að koma heim og þar er bara svo tómlegt og hljóðlátt. Sem betur fer er bara vika þangað til Elma og Skjöldur Orri koma heim og getur maður farið að telja sekúndurnar sem eftir eru.
Á laugardaginn var ég búinn að mæla mér mót með ónafngreindum hjónum í Freibad Allenmoos. Var ætlunin að fá okkur nokkrar dýfur þess á milli sem við horfðum á viðureign Engilsaxa og náfrændur okkar Dani. Ég mætti, beið og beið en hvergi bólaði á þeim vinum mínum. Var ég þokkalega pirraður á þessum "svikum" en ákvað að ég skyldi a.m.k. fara eina salibunu fyrst ég væri kominn á staðinn (tekur u.þ.b. 40 min að fara hvora leið). Var kominn heim um 4 leytið og dottaði enda líklega kominn með snert af sólsting í hitanum.
Sonntag, Juni 16, 2002
Í gær flutti ríkisstjórnin síðasta þátt sinn i harmleiknum um Falun Gong. Atriðið að þessu sinni var síðasta kvöldmátíðin en þvi miður skorti menn í hlutverk Jesú Krists og postula hans. Í staðinn var nóg framboð í hlutverk Júdasar og Rómverjana. Nefnilega vildi öll ríkisstjórnin ásamt kærum forseta vorum leika júdas á meðan skáeygðu vinir okkar fóru með hlutverk rómverja.
Ég tel mig svo sannarlega vera svikinn og skiptir þá engu máli hvort haninn gali einu sinni, tvisvar eða þrisvar, svik eru svik. Enn meir sárnar mér þau ummæli forsætisráðerra að ekki sé mark takandi á þeim mönnum sem skrifa undir mótmælalista því þeir skrifi hvort sem er undir alla mótmælalista. Hvernig er það þá með kjósendur, er ekkert mark á þeim takandi vegna þess að þeir kósa hvort sem er alltaf sömu flokkana?
Ég tel mig svo sannarlega vera svikinn og skiptir þá engu máli hvort haninn gali einu sinni, tvisvar eða þrisvar, svik eru svik. Enn meir sárnar mér þau ummæli forsætisráðerra að ekki sé mark takandi á þeim mönnum sem skrifa undir mótmælalista því þeir skrifi hvort sem er undir alla mótmælalista. Hvernig er það þá með kjósendur, er ekkert mark á þeim takandi vegna þess að þeir kósa hvort sem er alltaf sömu flokkana?
Freitag, Juni 14, 2002
Veðrið er um þessar mundir eins og best verður á kosið, ekki sést ský á himni, 29 gráðu hiti og smá gola svona til þess að fullkomna ástandið. Miðað við hvernig veðurspáin er fyrir helgina lítur út fyrir að ég muni eyða miklum tíma í Freibad Allenmoos, hver veit nema mér takist að plata Andra með mér í rennibrautina.
Aðrar fréttir, var í röntgenmyndatöku í morgun. Mál er þannig með vexti að sídastliðinn sunnudag spilaði eg fótbolta með strákunum í hverfinu (strákarnir í hverfinu er samtíningur af Júkkum, Spanjólum og öðrum útlendingum). Ég stóð mig eins og hetja en vegna þess hve lélegir skórnir voru þá rann ég til í grasinu og small á rassinn. Allt í lagi með rassinn og bakið en ég fékk þennan rosalega sting i hægri stórutá og eftir nokkrar mínútur hafði hún tekið að bólgna allverulega auk þess sem greinilega blæddi innvortis.
Ég taldi engar líkur á því að um brot væri að ræða sökum þess að táin sjálf hafði ekki lent í neinu hnjaski en verkurinn hefur ekkert minnkað og tók ég því ákvörðun um að skreppa í tékk. Skoðun og síðan röntgen en beinin reyndust vera heil. Skýring fagmannsins var að liðurinn hefði rofnað og þess vegna blætt inn á tána. Ekkert gert en ég má ekki stunda neinar íþróttir næstu þrjár vikurnar. Mannvonska!
Aðrar fréttir, var í röntgenmyndatöku í morgun. Mál er þannig með vexti að sídastliðinn sunnudag spilaði eg fótbolta með strákunum í hverfinu (strákarnir í hverfinu er samtíningur af Júkkum, Spanjólum og öðrum útlendingum). Ég stóð mig eins og hetja en vegna þess hve lélegir skórnir voru þá rann ég til í grasinu og small á rassinn. Allt í lagi með rassinn og bakið en ég fékk þennan rosalega sting i hægri stórutá og eftir nokkrar mínútur hafði hún tekið að bólgna allverulega auk þess sem greinilega blæddi innvortis.
Ég taldi engar líkur á því að um brot væri að ræða sökum þess að táin sjálf hafði ekki lent í neinu hnjaski en verkurinn hefur ekkert minnkað og tók ég því ákvörðun um að skreppa í tékk. Skoðun og síðan röntgen en beinin reyndust vera heil. Skýring fagmannsins var að liðurinn hefði rofnað og þess vegna blætt inn á tána. Ekkert gert en ég má ekki stunda neinar íþróttir næstu þrjár vikurnar. Mannvonska!
Donnerstag, Juni 13, 2002
Loksins loksins, búinn að klára félagsfræðiritgerðina mína. Mér finnst fátt eins leiðinlegt og að skrifa húmaniska ritgerð enda var þetta algjört kjaftædi frá a til ö. Ég ýki nú smávegis þvi eftir á að hyggja er gaman að eiga verkið, svona "Tölvuleikir er ég var yngri, Im memorian".
Þessu lokið og þá á ég bara eftir að gera 6 æfingar í Sprachverarbeitung áður en ég hef uppfyllt allar kröfur til þess að fá próftökuréttinn fyrir haustið, verður lítið mál og rumpa ég þessu af í næstu viku.
Fréttir? Eiginlega ekki, hef verið að fylgjast með Falun Gong skrípaleiknum heima þar sem Davíð og hans undirsátar fara með aðalhlutverk. Lýðveldi Íslands virðist eiga meira sameiginlegt með lýðveldi Kína en við viljum viðurkenna.
Reyndar er ég þeirrar skoðunar að ástæða sé til að gæta fyllstu varúðar þegar um hóp af mótmælendum er að ræða sem er mjög líklega úlfur í sauðargæru en mér finnst Davíð hafi haldið frekar illa á spöðunum. Ætli tíðar heimsóknarferðir ráðamanna til alþýðuveldisins á undanförnum árum spili þarna inn í?
Þessu lokið og þá á ég bara eftir að gera 6 æfingar í Sprachverarbeitung áður en ég hef uppfyllt allar kröfur til þess að fá próftökuréttinn fyrir haustið, verður lítið mál og rumpa ég þessu af í næstu viku.
Fréttir? Eiginlega ekki, hef verið að fylgjast með Falun Gong skrípaleiknum heima þar sem Davíð og hans undirsátar fara með aðalhlutverk. Lýðveldi Íslands virðist eiga meira sameiginlegt með lýðveldi Kína en við viljum viðurkenna.
Reyndar er ég þeirrar skoðunar að ástæða sé til að gæta fyllstu varúðar þegar um hóp af mótmælendum er að ræða sem er mjög líklega úlfur í sauðargæru en mér finnst Davíð hafi haldið frekar illa á spöðunum. Ætli tíðar heimsóknarferðir ráðamanna til alþýðuveldisins á undanförnum árum spili þarna inn í?
Dienstag, Juni 11, 2002
Nú er ég og verð einmana kleina næstu vikurnar því Elma og Skjöldur eru bókstaflega í skýjunum um þessar mundir. Vona ég að þau skemmti sér sem best og komi með eitthvað spennandi til baka, t.d. Shrek, hlaup eða svoleiðis gúmmulaði. Annars reyni ég bara að leiða hugann að einhverju öðru eins og námi, fara i Allenmoos (Elma gerðist svo góð að skilja sundpassan eftir), horfa á HM og taka til.
Aðrar fréttir, Stína Kata frænka og Hái kærasti hennar eignuðust stúlku, á sunnudaginn held ég að það hafi verið. 14 merkur og hraust eins og fílsungi, gott mál. Það væri gaman að skreppa heim og sjá krílið en verður víst að bída fram að jólum a.m.k. Einnig á ég eftir að líta frumburð Toggu og Kristjáns augum sem og þeirra Einars vinar og Gyðu.... svona er þetta, allir að eignast börn.
Síðast en ekki síst, Danir fóru illa með Frakkana í HM á áðan, ekki nóg með að þeir hafi unnið Frakkana og riðilinn í leiðinni heldur eru þeir, ásamt Senegalbúum, búnir að senda froskalappaæturnar heim til Parísar með skottið á milli lappanna. Gott mál það. Nú er bara að sjá hvernig fer fyrir Þjóðverjum, Englendingu, Svíjum og Portúgölum.
Aðrar fréttir, Stína Kata frænka og Hái kærasti hennar eignuðust stúlku, á sunnudaginn held ég að það hafi verið. 14 merkur og hraust eins og fílsungi, gott mál. Það væri gaman að skreppa heim og sjá krílið en verður víst að bída fram að jólum a.m.k. Einnig á ég eftir að líta frumburð Toggu og Kristjáns augum sem og þeirra Einars vinar og Gyðu.... svona er þetta, allir að eignast börn.
Síðast en ekki síst, Danir fóru illa með Frakkana í HM á áðan, ekki nóg með að þeir hafi unnið Frakkana og riðilinn í leiðinni heldur eru þeir, ásamt Senegalbúum, búnir að senda froskalappaæturnar heim til Parísar með skottið á milli lappanna. Gott mál það. Nú er bara að sjá hvernig fer fyrir Þjóðverjum, Englendingu, Svíjum og Portúgölum.
Freitag, Juni 07, 2002
Bandaríki Norður Ameríku og hryðjuverk, nei ég ætla nú ekki að koma með einhverja speki varðandi fyrrgreint umræðuefni heldur langar mig til þess að benda á grein sem vitnað er í á heimasiðu þattar Egils Helgasonar "Silfur Egils". Umræddan pistling ritaði Ameríkaninn, nota bene, Patrik J. Buchanan og í honum reynir hann að finna rót vandans í staðinn fyrir að skýla sig á bakvið alkunnar klisjur eins og "Við erum verndarar lýðræðis", "Múslimir eru illir" og "Öxulveldi hins illa". Mér finnast skrif Pats hitta beint í mark og er þad nokkuð athyglisvert í ljósi þess að sjálfur er hann Kani.
Sem sagt endilega lesið greinina
Sem sagt endilega lesið greinina
Í gær fórum við Elma á tónleika með Kylie Minogue og var þad svo sannarlega hin besta skemmtun. Sérstaklega er gaman að bera þessa tónleika saman við þá sem þungarokkshljómsveitin Rammstein hélt fyrir u.þ.b. ári síðan. Ágæt myndlíking er skoða moggann annars vegar og skrauttímaritið Séð og heyrt hins vegar. Mogginn er grár, hrár en kemur sér beint að kjarna málsins á meðan Séð og heyrt er fullt af litum, fallegum myndum og glansyfirborði.
Sem sagt það var mikið um litadýrd, sveitta kroppa og mismunandi skemmtiatriði á milli laga eins og t.d. kata æfingar, fimleika á bogahesti og geislasverðaleikfimi. Tilgangurinn með þessum atriðum var eingöngu að halda áheyrendum heitum á meðan Kylie skipti um búning. þessir listamenn eiga mikið hrós skilið og var greinilegt að söngkonan sjálf skildi vel verðgildi þeirra, því hún bað sérstaklega um að klappað yrði fyrir þesum akrobötum.
Sem sagt það var mikið um litadýrd, sveitta kroppa og mismunandi skemmtiatriði á milli laga eins og t.d. kata æfingar, fimleika á bogahesti og geislasverðaleikfimi. Tilgangurinn með þessum atriðum var eingöngu að halda áheyrendum heitum á meðan Kylie skipti um búning. þessir listamenn eiga mikið hrós skilið og var greinilegt að söngkonan sjálf skildi vel verðgildi þeirra, því hún bað sérstaklega um að klappað yrði fyrir þesum akrobötum.
Donnerstag, Juni 06, 2002
HM í fótbolta, allir að fylgjast með. Hvort sem þetta er svona rosalega skemmtilegt eða einfaldlega múgæsing á háu stigi er virðist ná yfir allan hnöttinn, fyrir utan N-Kóreu auðvitað, þá tilheyri ég þessum stóra hópi. Mínir menn eru í eftirtalinni forgangsröð: Portúgalir, Danir, Senegal, USA, England og Argentína.
Til marks um hversu alvarlegar ég tek þessa keppni þá lenti ég í smá slysi, nei var ekki að slást við aðdáanda annars liðs. Þarsíðustu nótt dreymdi mig að ég væri orðinn landsliðsmarkvörður Portúgals, við vorum að etja kappi við Baguette-æturnar frá Frakklandi og skyndilega kom þetta þrususkot frá sjálfum Zinedine Zidane í vinstra bláhornið.
það hefði betur verið hægra hornið því ekki bara skutlaði ég mér svona fagmannlega á eftir boltanum heldur fleygði ég mér fram af rúminu og vaknaði skelfingu lostinn með verk í sídunni. Tel mig bara vera heppinn að hafa ekki hálsbrotnað við þetta athæfi!
Til marks um hversu alvarlegar ég tek þessa keppni þá lenti ég í smá slysi, nei var ekki að slást við aðdáanda annars liðs. Þarsíðustu nótt dreymdi mig að ég væri orðinn landsliðsmarkvörður Portúgals, við vorum að etja kappi við Baguette-æturnar frá Frakklandi og skyndilega kom þetta þrususkot frá sjálfum Zinedine Zidane í vinstra bláhornið.
það hefði betur verið hægra hornið því ekki bara skutlaði ég mér svona fagmannlega á eftir boltanum heldur fleygði ég mér fram af rúminu og vaknaði skelfingu lostinn með verk í sídunni. Tel mig bara vera heppinn að hafa ekki hálsbrotnað við þetta athæfi!
Mittwoch, Juni 05, 2002
Hneyksli!
Eitt af betri liðum sem þátt tekur á HM í fótbolta þ.e. Portúgal var yfirbugað af baráttuglöðum Ameríkönum. Ég bara rétt vona að hamborgaraæturnar tapi öllum hinum leikjum sínum í riðlinum en Portúgal sýni sitt rétta andlit og merji Pólland og þá sérstaklega hrísgrjónaæturnar frá Suður Kóreu.
Ég er satt að segja hálfniðurdreginn í kjölfar þessarar hræðilegu niðurstödu.
Eitt af betri liðum sem þátt tekur á HM í fótbolta þ.e. Portúgal var yfirbugað af baráttuglöðum Ameríkönum. Ég bara rétt vona að hamborgaraæturnar tapi öllum hinum leikjum sínum í riðlinum en Portúgal sýni sitt rétta andlit og merji Pólland og þá sérstaklega hrísgrjónaæturnar frá Suður Kóreu.
Ég er satt að segja hálfniðurdreginn í kjölfar þessarar hræðilegu niðurstödu.
Miðað við hversu hugaður, innan gæsalappa, hann Skjöldur var við ad vaða út í laugina síðastliðinn sunnudag þá bjóst ég nú varla við neinum stórræðum af hans hálfu í gær. Svo sem ekkert skrýtið því vatnið er einungis upphitað með sólargeislum en ekki jarðhita eins og heima og þá ekki nema von að drengurinn eigi erfitt með að skilja hvurs vegna í andskotanum pabbi hans er að pína hann út í þetta jökullón.
Ég veit ekki, e.t.v. er ég bara svona mikill sadisti en lífsspeki mín er sú að börnin hafa gott af smá hvatningu svo framarlega sem hún er í hófi, hættan er auðvitað sú að ef langt er gengið þá gerir maður þau hrædd og útkoman verður öfug við það sem til var ætlast.
Smá úturdúr en nú kem ég mér að punktinum, Elma fór aftur í gær með snáðann í Bad Allenmoos og hvað haldiði, jú sá stutti fór um svæðið eins og stjórnlaus skriðdreki og bara út i vaðlaugina takk fyrir. Hann meira að segja fór svo langt að bleijan blotnaði, hún Elma hafði nefnilega ekki sett hann í sundbleijuna þvi þad hvarflaði náttúrulega ekki að henni að Skjöldur "skræfa" Eyjólfsson myndi hafa þennan kjark.
Gott mál svo að næstu helgi fer ég kannski bara með hann í rennibrautina... held nú samt ekki.
Ég veit ekki, e.t.v. er ég bara svona mikill sadisti en lífsspeki mín er sú að börnin hafa gott af smá hvatningu svo framarlega sem hún er í hófi, hættan er auðvitað sú að ef langt er gengið þá gerir maður þau hrædd og útkoman verður öfug við það sem til var ætlast.
Smá úturdúr en nú kem ég mér að punktinum, Elma fór aftur í gær með snáðann í Bad Allenmoos og hvað haldiði, jú sá stutti fór um svæðið eins og stjórnlaus skriðdreki og bara út i vaðlaugina takk fyrir. Hann meira að segja fór svo langt að bleijan blotnaði, hún Elma hafði nefnilega ekki sett hann í sundbleijuna þvi þad hvarflaði náttúrulega ekki að henni að Skjöldur "skræfa" Eyjólfsson myndi hafa þennan kjark.
Gott mál svo að næstu helgi fer ég kannski bara með hann í rennibrautina... held nú samt ekki.
Dienstag, Juni 04, 2002
Á sunnudaginn var farið í Freibad Allenmoos, reyndar varla um annað að ræða í 30 gráðu hita auk þess sem við vorum búin að mæla okkur mót með þeim Andra, Guðný, Gunna og börn. Til þess að kórona daginn býður Freibaðid upp fría útsendingu frá HM í fótbolta og fúlsar maður varla við slíku eðalboði, sér í lagi þegar náfrændur okkar Svíar etja kappi við hina okkur ekki svo náskylda engilsaxa.
Svo ég komi mér að efninu, þarna í Freibadinu er þessi risastóra vaðlaug fyrir börn og annað smávaxið fólk, önnur mun dýpri laug með stökkbrettum, vellir fyrir strandablak, fleiri hektarar af graslendi fyrir sólbaðsdýrkendur og síðast en ekki síst þessi svakafína vatnsrennibraut úr áli. Þetta er náttúrulega ekkert annað en uppskrift að fullkomnum degi og skemmtum við okkur öll prýðilega, að vísu fór nú lítið fyrir fótboltaáhorfi vegna þess hve gaman var að busla með börnunum.
Náði síðan skemmtunin hámarki þegar mér tókst að plata Garðar Inga með mér í vatnsrennibrautina, svaka stuð og ætlum vid bara aftur næstu helgi.
Svo ég komi mér að efninu, þarna í Freibadinu er þessi risastóra vaðlaug fyrir börn og annað smávaxið fólk, önnur mun dýpri laug með stökkbrettum, vellir fyrir strandablak, fleiri hektarar af graslendi fyrir sólbaðsdýrkendur og síðast en ekki síst þessi svakafína vatnsrennibraut úr áli. Þetta er náttúrulega ekkert annað en uppskrift að fullkomnum degi og skemmtum við okkur öll prýðilega, að vísu fór nú lítið fyrir fótboltaáhorfi vegna þess hve gaman var að busla með börnunum.
Náði síðan skemmtunin hámarki þegar mér tókst að plata Garðar Inga með mér í vatnsrennibrautina, svaka stuð og ætlum vid bara aftur næstu helgi.
Montag, Juni 03, 2002
Helgin var hreint út sagt mögnuð. Um laugardagskvöldið komu Andri og Guðný í mat og var þetta frábæra kjúklingasalat í matinn sem m.a. samanastóð af: salatblöðum, ristuðum furuhnetum, kryddlegnum kjúklingabitum, sólþurrkuðum tómotum, ætiþislum og svo má lengi telja. Fyrir eftirréttinn hjálpuðumst við Andri að við að grilla ferskar ananassneiðar á meðan okkar ágætu konur útbjuggu karmellusósuna, með þessu alvöru vannilluís... nema hvað.
Ó gleymdi næstum forréttinum, Í forrétt snæddum við mexikanskar smáflatbökur. Þær má framleiða með eftirfarandi hætti: Taka Fajitas braud, smyrja með salza sósu, smá ost yfir og skella þessu svo í ofninn í nokkrar mínútur. Alveg ótrúlega gott miðað við litla fyrirhöfn.
Ó gleymdi næstum forréttinum, Í forrétt snæddum við mexikanskar smáflatbökur. Þær má framleiða með eftirfarandi hætti: Taka Fajitas braud, smyrja með salza sósu, smá ost yfir og skella þessu svo í ofninn í nokkrar mínútur. Alveg ótrúlega gott miðað við litla fyrirhöfn.