Mittwoch, April 27, 2005

 
Fortune dagsins
The question of whether computers can think is just like
the question of whether submarines can swim.
-- Edsger W. Dijkstra


Helstu tíðindi
Það var hringt í mig á föstudaginn frá blóðbankanum og ég vinsamlegast beðinn um að tappa aðeins úr slagæðinni vegna mikils skorts á blóðflögum. Ég fékk nett sjokk því það hljómaði eins og verið væri að biðja mig um að prófa vélarskrattann aftur sem gekk næstum af mér dauðum síðast. Smá ýkjur kannski en hjartað tók kipp. Hvað um það, um venjulega gjöf var að ræða og er ég nú kominn upp í 11 skipti sem er alveg ágæt frammistaða. Þess ber nú samt að geta að Hemmi collegi er kominn hátt í 40 gjafir ef ég man rétt.

Montag, April 25, 2005

 
Fortune dagsins
Five rules for eternal misery:
(1) Always try to exhort others to look upon you favorably.
(2) Make lots of assumptions about situations and be sure to treat these assumptions as though they are reality.
(3) Then treat each new situation as though it's a crisis.
(4) Live in the past and future only (become obsessed with how much better things might have been or how much worse things might become).
(5) Occasionally stomp on yourself for being so stupid as to follow the first four rules.
-- Höf óþekktur

Alveg er ég sammála, það er fátt vitlausara en að eyða orku í neikvæðar hugsanir og að gera ráð fyrir öllum slæmum möguleikum fyrirfram því hver er sinnar gæfusmiður.

Eins er til lítils að dvelja í fortíðinni, það sem er liðið er liðið og verður ekki breytt. Eina gagnið sem af henni má hafa er að læra af reynslunni. Mig minnir að sagt hafi verið um fleira ein eitt mikilmennið, t.d. skáksnillinginn Casablanca, að þau gerðu jú einstaka sinnum mistök... en bara einu sinni hvert.


Helstu tíðindi
Fór til Köben á miðvikudaginn og notaði tækifærið til þess að heimsækja Geir og Hrefnu, af fenginni dvalarreynslu erlendis hafði ég með mér nýjasta eintakið af Séð og Heyrt og stóra poka af Appolló lakkrís og Góa kúlur. Umræddar vörur voru meðal þess sem við mátum hvað mest þegar við bjuggum í Zürich og sýndist mér af mótttökunum sem sjalda sé ein báran stök.

Alltaf tekst mér að losa mig við fé því skv. skipun frá yfirvaldinu hljóp ég í Illum Bolig og keypti 1 stk. LeKlint UnderCover lampa með nokkrum aukafilmum. Þetta er alveg þrususniðugt dæmi því breyta má um útlit lampans með því að setja nýjar filmur inn í hann, nokkurs konar dúkkulísuleikur.

Svona er þetta hjá okkur Posted by Hello

Svona gæti hann verið Posted by Hello

Eða svona Posted by Hello

Mittwoch, April 20, 2005

 
Fortune dagsins
The good Christian should beware of mathematicians and all those who make empty prophecies. The danger already exists that mathematicians have made a covenant with the devil to darken the spirit and confine man in the bonds of Hell.
-- St. Augustine

Mig grunar að margir nemenda minna hugsa stundum á þennan hátt, sérstaklega eftir 3. skyndiprófið sem ég hélt í dag, eins þegar sum þeirra stara út um gluggann og hugsa: "Skiliggi, geteggi" svo ég vitni nú í einn nemanda minn.


Helstu tíðindi
Pabbi er 51 árs í dag.... til hamingju.

Fótboltinn í gær var alveg þrusugóður og held ég að ég hafi sjaldan spilað betur þrátt fyrir nokkur smávægileg mistök sem ættu að hafa fyrirgefist. Ekki byrjaði það vel því við náðum þeim góða árangri að vera 8 mörkum undir en með þrjósku, baráttu og sterkri vörn tókst okkur að jafna og betur en það því á lokasprettinum tókst okkur að stela sigrinum. Svona á þetta að vera, fyrst að svæfa andstæðinginn og reka svo náðarhöggið í bláendann.

Montag, April 18, 2005

 
Fortune dagsins
One can search the brain with a microscope and not find the mind,
and can search the stars with a telescope and not find God.
-- J. Gustav White


Helstu tíðindi
Nokkrir af lesendum mínum, já ótrúlegt en satt þá virðast einhverjir nenna að lesa bullið sem kemur úr kollinum á mér, hafa verið að velta því fyrir sér hvers vegna ég nota nafnið Greifinn.

Eins og með svo margt annað þá er heillöng og stórmerkileg saga sem býr þar að baki. Raunverulegt nafn mitt er... Eyjólfur og má rekja upptökin að Greifanafninu til þess að Héðinn móðurbróðir átti það til að kalla mig "Eyfa greifa" þegar ég var lítill snáði. Lengi vel var ég þó oftast kallaður Eyjó en í sveitinni var farið aftur farið að nota Eyfi og varð ég að gjöra svo vel að venjast því þar sem bóndinn var í tíma og ótíma að öskra "EYYYYFI!". Nei það er ekki alveg satt því okkur kom vel saman og voru þau hjónin á Hurðarbaki alveg frábær.

Hvað um það, árið 1995 fer ég í verkfræði í HÍ ásamt nokkrum félögum sem var skemmtun hin bezta. Sérstaklega gaman var þó þegar við hópuðumst í tölvuverið til að spila Quake sem er fyrsta persónu drápsleikur. Þetta fór oftast þannig fram að við sátum sveitt við að framleiða hin fjölbreytilegustu reikniverkefni í tölvustofunni þegar e-r djarfur samnemandi minn kallaði: "Eigum við að Quake-a" og við það var óstöðvandi skriðu komið af stað, því málið er að ef allir HINIR taka þátt líka þá fær maður ekki eins mikið samviskubit þar sem afleiðingin verður að allir synda í sömu súpunni. Gott dæmi um hjarðhegðun ef þú spyrð mig.

Og um hvað snýst leikurinn svo? Jú að hlaupa um eins og óður maður um ranghala sýndartilverunnar og murka lífið úr keppinautunum. Leikurinn byggist að miklu leyti á færni en sálfræðiþátturinn er ekki síður mikilvægur, bæði að "lesa" andstæðinginn og hitt að ná sálrænum tökum á honum með því að vera nógu yfirlýsingaglaður og ógnandi, m.a. með því að hafa nógu voldugt "Nick". Ég og félagarnir prufuðum ýmis nöfn eins og: Slick Camper, Killer, Eyfi, Eyjó en smám saman festist ég í Greifanafninu....
Greifinn var fæddur.

Dienstag, April 12, 2005

 
Fortune dagsins
A doctor calls his patient to give him the results of his tests. "I have some bad news," says the doctor, "and some worse news." The bad news is that you only have six weeks to live."

"Oh, no," says the patient. "What could possibly be worse than that?"
"Well," the doctor replies, "I've been trying to reach you since last Monday."


Helstu tíðindi
Ekki gengur sem skyldi í átakinu. Óopinbert markmið mitt er að komast í stúdentsjakkafötin og vera með sömu hárgreiðsluna á 10 ára reunioninu eins og þegar ég kláraði Menntaskólann. Hárgreiðslan er minnsta málið því ég þurfti bara að safna smá til þess að geta skipt aftur í miðju... ég veit það er frekar hallærislegt en fyrir eina kvöldstund þess virði og bara frekar fyndið.

Vandamálið er hins vegar að komast í fjandans fötin. Eitthvað hef ég verið spengilegri þegar ég var 19 ára því þrátt fyrir 1 og hálft lokað karlaátak með breyttu matarræði og kvenkyns sadista sem öskrar yfir okkur, og þrátt fyrir að mittismálið þegar bumban og síðuspikið er talið með sé farið úr 108 í 101 cm, þá lít ég enn út eins og fjandans rúllupylsa í buxunum. Enn er þó smátími til stefnu og verð ég að auka brennsluna eigi mér að takast ætlunarverkið.

Montag, April 11, 2005

 
Fortune dagsins
Every morning in Africa, a gazelle wakes up. It knows it must run faster than the fastest lion or it will be killed. Every morning a lion wakes up. It knows it must outrun the slowest gazelle or it will starve to death.

It doesn't matter whether you are a lion or a gazelle: when the sun comes up, you'd better be running.
--Höf óþekktur


Helstu tíðindi
Fór á alveg hreint út sagt frábæra tónleika frímúrarareglukórsins á laugardaginn var. Kórinn er hinn fjölmennasti og greinilega skipaður vel hæfu fólki og ekki skemmir fyrir að æft er samviskusamlega 5 stundir á viku. Hins vegar var það ekki kórinn sem gerði útslagið heldur er stefna þeirra að bjóða ungu og efnilegu tónlistarfólki sem tengist reglunni með einum eða öðrum hætti að spila einir eða með kórnum á þessum árlegu tónleikum og voru að þessu sinni þeir Hjörleifur fiðluleikari og Harmonikkugaurinn úr Rússibönum með í hópnum.

Þeir gjörsamlega stálu senunni! Þeir byrjuðu vel sem bakkupp fyrir kórinn en ballið byrjaði fyrst þegar Rúsibaninn fór að spila sólóstykkið sitt, hraðinn og fimin var slík að mér fannst sem hann væri með kolkrabbaanga í stað putta sem iðuðu yfir takkabrettin. Nú fór aldeilis að hitna í kolunum því Hjölli mátti ekki vera minni maður og hætti við að spila fyrirfram auglýst verk (Meditation eftir Thais) og hóf að töfra fram alveg frábæra túlkun á ungverska þjóðlaginu Szardas. Í lok tónleikanna fluttu þeir snillingar svo saman gjörning sem fékk mig til að hlæja af gleði og undrun í senn. Ótrúlegt hvað hægt er að gera marga hluti með fiðluna að vopni.

Dienstag, April 05, 2005

 
Fortune dagsins
Science does not have a moral dimension. It is like a knife.
If you give it to a surgeon or a murderer, each will use it differently.
-- Wernher von Braun

Eins og allir sem séð hafa hina frábæru mynd October Sky muna, þá var Hr. Wernher Von Braun idolið hans Homer Hickam.


Helstu tíðindi
Fórum í 3. og síðustu fermingarveisluna um helgina og var hún.... sérstök að því leyti að fermingarbarnið sjálft sá um skemmtiatriði dagsins með því að flytja nokkur vel valin karaoki-lög á milli fastra dagskrárliða. Marsipantertan fék 8.5 í einkunn af tíu mögulegum og var það eina sem vantaði smá special-vökvi sem gerir þær svo sérstaklega góðar.

Ef ég ber saman veislurnar þrjár þá eru sigurvegararnir þessir:
Besta tertan: Ferming #3
Besta kranskakakan: Ferming #2
Besta skemmtiatriði fermingarbarns: Ferming #1
Besta barnaaðstaðan: Ferming #2
Besti matur: Jafntefli
Bestu húsakynnin: Ferming #2 nema hvað.


Hetja vikunnar er Eiður Smári fyrir mörkin sín tvö um helgina sem hafa vonandi gulltryggt honum sæti í byrjunarliði Chelsea á móti Þýsku leiðindapúkunu frá Bayern í Meistarakeppninni.

Freitag, April 01, 2005

 
Fortune dagsins
After an evening at the theatre and several nightcaps at an intimate little bistro, the young man whispered to his date,
"How do you feel about making love to men?"
"That's MY business," she snapped.

"Ah," he said. "A professional."


Helstu tíðindi
Berta uppáhaldsfrænka Skjaldar fermdist um helgina og var veislan haldin í glæsihöllinni í Furugerðinu. Fyrir utan stórfínu veisluna þá fengum við að sjá nýjustu breytingarnar: Skemmtilegur ljósastokkur í stofunni sem hefur innbyggð ljós og gefur auk þess ambient lýsingu á einn veginn og svo sérstakt loftljós sem samanstendur af ljósi... nema hvað... og strekktum tjalddúk sem dreifir lýsingunni svo að ekki glampi á sjónvarpið. Rúsínan í pylsuendanum var síðan glæsileg forstofan (Ég er farinn að hljóma eins og Vala Matt).

Heima er einnig verið að umturna öllu og verður gaman að sjá þegar allt er tilbúið.


Kristján góðvinur, sem býr úti í Sviss, kom í mat í gær og eldaði ég af því tilefni Kjúklingaeggjanúðlurétt sem er alveg þrælgóður miðað við lítla fyrirhöfn sem kostar að búa hann til. Maður sker kjúlla í strimla og léttsteikir, saxar grænmeti og steikir upp úr eggjahræru, undirbýr eggjanúðlur samkv. leiðbeiningum á pakka og hræri svo öllu saman. Að lokum er slatta af soya-sósu, smá sykri og salti skellt saman við eftir smekk. Best bragðast rétturinn með ísköldum öllara.

Kristján færði okkur langþráða gjöf: Achtung, fertig, Charlie!
Þetta er svissnesk satíra á svissþýsku sem er helst þekkt fyrir að sjá megi afturendann á Melanie Winiger sem er fyrrv. ungfrú Sviss. Við ætlum að kíkja á myndina annaðkvöld og athuga hvort við skiljum enn eitthvað í hrognamálinu.

Toppuðum svo kvöldið með því að fara á Wembleys og taka nokkra poolara.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?