Donnerstag, Juni 06, 2002

 
HM í fótbolta, allir að fylgjast með. Hvort sem þetta er svona rosalega skemmtilegt eða einfaldlega múgæsing á háu stigi er virðist ná yfir allan hnöttinn, fyrir utan N-Kóreu auðvitað, þá tilheyri ég þessum stóra hópi. Mínir menn eru í eftirtalinni forgangsröð: Portúgalir, Danir, Senegal, USA, England og Argentína.

Til marks um hversu alvarlegar ég tek þessa keppni þá lenti ég í smá slysi, nei var ekki að slást við aðdáanda annars liðs. Þarsíðustu nótt dreymdi mig að ég væri orðinn landsliðsmarkvörður Portúgals, við vorum að etja kappi við Baguette-æturnar frá Frakklandi og skyndilega kom þetta þrususkot frá sjálfum Zinedine Zidane í vinstra bláhornið.

það hefði betur verið hægra hornið því ekki bara skutlaði ég mér svona fagmannlega á eftir boltanum heldur fleygði ég mér fram af rúminu og vaknaði skelfingu lostinn með verk í sídunni. Tel mig bara vera heppinn að hafa ekki hálsbrotnað við þetta athæfi!
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?