Dienstag, Juni 11, 2002

 
Nú er ég og verð einmana kleina næstu vikurnar því Elma og Skjöldur eru bókstaflega í skýjunum um þessar mundir. Vona ég að þau skemmti sér sem best og komi með eitthvað spennandi til baka, t.d. Shrek, hlaup eða svoleiðis gúmmulaði. Annars reyni ég bara að leiða hugann að einhverju öðru eins og námi, fara i Allenmoos (Elma gerðist svo góð að skilja sundpassan eftir), horfa á HM og taka til.

Aðrar fréttir, Stína Kata frænka og Hái kærasti hennar eignuðust stúlku, á sunnudaginn held ég að það hafi verið. 14 merkur og hraust eins og fílsungi, gott mál. Það væri gaman að skreppa heim og sjá krílið en verður víst að bída fram að jólum a.m.k. Einnig á ég eftir að líta frumburð Toggu og Kristjáns augum sem og þeirra Einars vinar og Gyðu.... svona er þetta, allir að eignast börn.

Síðast en ekki síst, Danir fóru illa með Frakkana í HM á áðan, ekki nóg með að þeir hafi unnið Frakkana og riðilinn í leiðinni heldur eru þeir, ásamt Senegalbúum, búnir að senda froskalappaæturnar heim til Parísar með skottið á milli lappanna. Gott mál það. Nú er bara að sjá hvernig fer fyrir Þjóðverjum, Englendingu, Svíjum og Portúgölum.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?