Mittwoch, Juni 05, 2002

 
Miðað við hversu hugaður, innan gæsalappa, hann Skjöldur var við ad vaða út í laugina síðastliðinn sunnudag þá bjóst ég nú varla við neinum stórræðum af hans hálfu í gær. Svo sem ekkert skrýtið því vatnið er einungis upphitað með sólargeislum en ekki jarðhita eins og heima og þá ekki nema von að drengurinn eigi erfitt með að skilja hvurs vegna í andskotanum pabbi hans er að pína hann út í þetta jökullón.

Ég veit ekki, e.t.v. er ég bara svona mikill sadisti en lífsspeki mín er sú að börnin hafa gott af smá hvatningu svo framarlega sem hún er í hófi, hættan er auðvitað sú að ef langt er gengið þá gerir maður þau hrædd og útkoman verður öfug við það sem til var ætlast.

Smá úturdúr en nú kem ég mér að punktinum, Elma fór aftur í gær með snáðann í Bad Allenmoos og hvað haldiði, jú sá stutti fór um svæðið eins og stjórnlaus skriðdreki og bara út i vaðlaugina takk fyrir. Hann meira að segja fór svo langt að bleijan blotnaði, hún Elma hafði nefnilega ekki sett hann í sundbleijuna þvi þad hvarflaði náttúrulega ekki að henni að Skjöldur "skræfa" Eyjólfsson myndi hafa þennan kjark.

Gott mál svo að næstu helgi fer ég kannski bara með hann í rennibrautina... held nú samt ekki.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?