Donnerstag, Juni 13, 2002

 
Loksins loksins, búinn að klára félagsfræðiritgerðina mína. Mér finnst fátt eins leiðinlegt og að skrifa húmaniska ritgerð enda var þetta algjört kjaftædi frá a til ö. Ég ýki nú smávegis þvi eftir á að hyggja er gaman að eiga verkið, svona "Tölvuleikir er ég var yngri, Im memorian".

Þessu lokið og þá á ég bara eftir að gera 6 æfingar í Sprachverarbeitung áður en ég hef uppfyllt allar kröfur til þess að fá próftökuréttinn fyrir haustið, verður lítið mál og rumpa ég þessu af í næstu viku.

Fréttir? Eiginlega ekki, hef verið að fylgjast með Falun Gong skrípaleiknum heima þar sem Davíð og hans undirsátar fara með aðalhlutverk. Lýðveldi Íslands virðist eiga meira sameiginlegt með lýðveldi Kína en við viljum viðurkenna.

Reyndar er ég þeirrar skoðunar að ástæða sé til að gæta fyllstu varúðar þegar um hóp af mótmælendum er að ræða sem er mjög líklega úlfur í sauðargæru en mér finnst Davíð hafi haldið frekar illa á spöðunum. Ætli tíðar heimsóknarferðir ráðamanna til alþýðuveldisins á undanförnum árum spili þarna inn í?
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?