Montag, Juni 03, 2002

 
Helgin var hreint út sagt mögnuð. Um laugardagskvöldið komu Andri og Guðný í mat og var þetta frábæra kjúklingasalat í matinn sem m.a. samanastóð af: salatblöðum, ristuðum furuhnetum, kryddlegnum kjúklingabitum, sólþurrkuðum tómotum, ætiþislum og svo má lengi telja. Fyrir eftirréttinn hjálpuðumst við Andri að við að grilla ferskar ananassneiðar á meðan okkar ágætu konur útbjuggu karmellusósuna, með þessu alvöru vannilluís... nema hvað.

Ó gleymdi næstum forréttinum, Í forrétt snæddum við mexikanskar smáflatbökur. Þær má framleiða með eftirfarandi hætti: Taka Fajitas braud, smyrja með salza sósu, smá ost yfir og skella þessu svo í ofninn í nokkrar mínútur. Alveg ótrúlega gott miðað við litla fyrirhöfn.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?