Samstag, August 31, 2002

 
Fórum með Skjöld á babú-sýningu í dag (þ.e. brunabílasýningu) og fékk hann m.a. að setjast upp í babú. Honum fannst þetta alveg svakalega gaman og ljómaði bókstaflega af ánægju.

Donnerstag, August 29, 2002

 
Eftir langa bið kom próftaflan mín í póstinum, hér eru hlutir ekki eins tölvuvæddir og heima í háskólanum og því fer alveg ótrúlegt fjármagn í alls kyns póstsendingar, hvað um það:
20.09 Sprachverarbeitung I & II
24.09 Adaptive Filter & Neuronalen Netzwerken
09.10 Computer Vision & Visual Inspection I & II
17.10 Digitale Signalverarbeitung II

AF&NN er létt, einnig DSV II en hin fögin verða strembnari. Einmitt þess vegna er þessi tafla eins og best verður á kosið. Stuð

Í dag á Gummi Haf afmæli og á morgun heldur Eddi frændi upp á fimmtugsafmælið sitt, mér skilst að hann hafi eytt deginum í dag m.a. með að fara í fallhlífarstökk. Ég myndi varla sjálfur þora svoleiðis áhættuleik heldur læt mér rólegri hluti eins og svifdrekaflugið nægja.

Dienstag, August 27, 2002

 
Fórum á myndina "About a boy" með hóruriðlaranum Hugh Grant á áðan. Þetta er bara ansi skemmtileg mynd og held ég að ég hafi hlegið meir en flestir aðrir í salnum. Talað um myndir þá er Directors cut af "Lord of the Rings" að koma út á DVD um þessar mundir, erfitt val... hvort ætti maður að kaupa hana núna og síðan hinar 2 jafnóðum og þær koma út eða... bíða í 3 ár og kaupa allar myndirnar saman, þá væntanlega í voða fínu boxi sem safnútgáfu. Freistandi að kaupa núna en ætli maður geti ekki beðið.

Aðrar fréttir. Skildi gengur bara vel í leikskólanum og virðist bara aðlagast vel. Á föstudaginn kemur Stjáni stuð í mat og verður væntanlega mjög skemmtilegt.

Freitag, August 23, 2002

 
Við lesturinn hef ég stundum kveikt á MTV og hef tekið eftir því að sum lögin virðist ég hafa heyrt áður. Fyrst hélt ég að þetta væri bara ímyndun en eftir frekari rannsóknir sé ég að þetta er alveg rétt, það virðist vera ansi algengt að þegar búa skal til slagara gerir maður eitt af fernu:
1. Taka gamalt lag og rokka það verulega upp. Góð dæmi eru lögin "Smooth Criminal" með Mikka Jackson sem Alien Ant Farm rokkuðu ágætlega upp og síðan A-HA lagið "Take on Me".
2. Taka gamalt lag en breyta textanum. Dæmi um þetta er lagið "Hubba Hulle" úr Eurovision keppninni sem notar sama viðlag og góðkunni slagarinn "Hokey Pokey"
3. Breyta laglínunni örlítið, þ.e. bara nóg til þess að vera enn löglegt. Brandy og Monica eru tvær snotrar negrastúlkur sem eru um þessar mundir með vinsæla lagið "The Boy is Mine". Ekki furða að það fellur strax í kramið, enda næstum eins og "My love don´t cost a thing" með J. Lo.
4. Nota beat og uppbyggingu úr gömlu lagi en hafa það ansi frábrugðið. Hafiði tekið eftir því hvað "Don´t stop movin´" með SClub7 er ótrúlega svipað og "Billy Jean" með Mikka Jackson.

Hvað um það, síminn reynist vel og nú er ég að lesa mér til um tauganet, búinn að læra allt í skriptinu og meira til hjá öndvegiskennaranum Jóni Atla þannig að þetta er bara hálfleiðinlegt, verð víst að bora mig í gegnum þetta til þess að vita hvað getur komið á prófinu. Næst er það DSVII en það er subbuleg blanda af merkjafræði, líkindafræði og Viterbi algrími. stuð það.

Donnerstag, August 22, 2002

 
Nú erum við Elma komin aftur í siðmenninguna, við vorum nefnilega að fjárfesta í eitt stykki gemsa. Sá er af tegundinni Nokia 6510 og er tryggt að maður verði í a.m.k. viku að læra á alla fídusana: Útvarp, hringja með talskipun, tónar, leikir, scedule, o.s.frv. o.s.frv.. Ekki bætir úr skák að með símanum fylgir hugbúnaður svo að megi ráðskast með símann í gegn um innrauða portið eða nota símann sem módem. Við erum mjög lukkuleg með gripinn og vilji einhver prufa að hringja í hann, er númerið: +41 78 8898117

Annars gengur allt bara vel, veðrið er gott og mér gengur ágætlega að lesa.

Mittwoch, August 21, 2002

 
Eitthvað mun aðlögunin á leikskólanum dragast því að Skjöldur Orri fékk stutta flensu og fékk því ekki að fara út á mánudag og þriðjudag. Í dag var hann sem betur fer heill heilsu og hélt því prógraminu áfram, eitthvað hefur hann róast því enginn var sleginn sem má teljast framför af jákvæðari taginu.

Elma kom heim með 2 DVD myndir af bókasafninu og horfðum við á þá fyrri "Space Cowboys" sem fjallar um hóp af hrukkudýrum sem send eru upp í geim til þess að laga skaddaðan "fjarskiptahnött". Prýðis afþreying með góðum bröndurum en varast skal að taka myndina of alvarlega þar sem hún er full ótrúverðug.

Samstag, August 17, 2002

 
Komin heim eftir ferðina sem var i nær alla staði öldungis skemmtileg. Eini svarti bletturinn var að einhverjir óprúttnir, óheiðarlegir og eflaust illa lyktandi aðilar brutust inn í húsið þar sem við dvöldum og rændu ýmsum munum sem voru okkur mjög kærir. M.a. stafræna myndavélin, verða því ekki nýjar myndir settar inn í bráð, og úrið mitt góða sem ég hef átt í næstum 10 ár. Vona bara að þessir munir endi að lokum hjá góðu fólki sem kann að meta þessa góðu gripi.

Nú er mánuður í prófin og er maður óðum að komast í fluggír í lestrinum, þessa stundina er ég að lesa Adaptive filters eða aðlagaðar síur og er hin mesta skemmtun. Get samt ekki beðið eftir því að ljúka þessum prófum.

Skjöldur er að stíga sín fyrstu spor í heimi kerfisins því hann var að hefja þátttöku í leikskólanum. Sem sannur víkingur hefur hann verið iðinn við að sýna Svissneskum börnum hvar Davíð eða Dao keypti ölið, slær frá sér og hendir munum út um allt, fóstrurnar vilja meina að þetta séu eðlileg varnarviðbrögð gagnvart nýjum aðstæðum, þ.e. tungumáli, umhverfi, aðskilnaði frá foreldrum og nýjum félögum. Við vonum að það sé rétt.

Dienstag, August 06, 2002

 
Jaeja her er sol og steikjandi hiti, brudkaupid var rosalega skemmtilegt. A fimmtudaginn verdur liklega gokart keppni innan fjolskyldunnar og forum vid Nick thvi i gaer til ad fa sma tilfinningu fyrir bilunum og forskot a saeluna. Allt gott so far og bidjum vid ad heilsa heim.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?