Montag, Januar 31, 2005

 
Fortune dagsins
Marriage is the process of finding out what kind of man your wife would have preferred.

Helstu tíðindi
Kobbi og Bjögga komu hér við í síðustu viku, hún að skoða atvinnumarkaðinn og hann að finna íbúð fyrir þau hjónakornin. Við Elma buðum þeim í mat og matreiddi ég í því tilefni laxaréttinn góða sem M&P bjóða nær alltaf útlenskum gestum sínum upp á. Því miður geta fleiri karlmenn en ég verið bölvaðir sauðir því að Klakinn steingleymdi að láta Bjöggu vita af boðinu sem hafði þær hvimleiðu afleiðingar að hún kom ekki. Maturinn var samt sem áður mjög góður.

Ekkert varð úr boltaferðinni því vindhraðinn var svo mikill að ekki var flogið til Akureyrar. Þetta var auðvitað alveg hrikalega svekkjandi en í sárabætur opnuðum við Elma Saint Joseph rauðvínið sem við keyptum í Rónardalnum 2002 (1999 árgerð) og hef ég sjaldan smakkað önnur eins herligheit... svona karamellukeimur og afar gott eftirbragð.

Freitag, Januar 21, 2005

 
Fortune dagsins
You can learn many things from children. How much patience you have, for instance.


Helstu tíðindi
Búinn að jafna mig eftir blóðtökuna og er bara orðinn skrambi hress, verst að ég komst ekkert á skíði þessa vikuna þrátt fyrir geggjað færi og fínasta veður. Þetta er einfaldlega einum of dýrt þegar maður á ekki útbúnað og svo tekur þetta a.m.k. 4 tíma frá fjölskyldunni. Fer til Akureyrar næstu helgi og kemst þá vonandi í Hlíðarfjallið.

Púlið á áðan var ansi gott og svo spjallaði ég aðeins við Kobba góðvin í síma... gott mál.

Donnerstag, Januar 20, 2005

 
Fortune dagsins
Q. Did you ever stay all night with this man in New York?
A. I refuse to answer that question.
Q. Did you ever stay all night with this man in Chicago?
A. I refuse to answer that question.
Q. Did you ever stay all night with this man in Miami?
A. No.

Helstu tíðindi
Fór í blóðbankann í morgun til að gefa blóðflögur. Ég hef 9 sinnum gefið blóð en þetta er nýtt, þ.e. í grófum dráttum þannig að fyrst eru 200ml af blóði tekið út og saltlausn sprautað í líkamann. Þetta veldur kulda og saltbragðstilfinningu en þar að auki olli það ógleði og miklum svima og hélt ég um tíma að lífið væri að fjara út.... Þegar hjúkkan sá hve hvítur ég var orðinn og ég hafði sagt henni að mér liði nú ekki allt of vel var allt blásið af og læknir kallaður til, frekar dramatískt allt saman og var ég nokkra klukkutíma að jafna mig. Er reyndar enn svolítið furðulegur í hausnum.

Hvað um það, allt gott sem endar vel og fæ ég e.t.v. að reyna aftur eftir 12 mánuði, maður er nú svo vinsæll með þetta O- blóð, er svona allramannahóra í blóðmálum.

Mittwoch, Januar 19, 2005

 
Fortune dagsins
[He] has all the virtues I dislike and none of the vices I admire.
-- Churchill


Helstu tíðindi
Vegna þess að forsýna skal stórmyndina Alexander í kvöld og að ég fæ 400kr afslátt hef ég tekið þá ákvörðun að sleppa trimminu að sinni. Hef þá oggulitlu afsökun að ég reyndi vel á mig í boltanum í gær og ætla að gera eitthvað í málunum á morgun... vonandi. Haukur og Hjölli hinn nýgifti ætla að kíkja á myndina með mér.

Dienstag, Januar 18, 2005

 
Fortune dagsins
An Israeli soldier was checking travelers' papers on a road, when a man and a heavily pregnant woman on a donkey came by.

"Your names please?" said the the soldier.
"My name is Mary," said the woman.
"And mine is Joseph," said the man.

"Oh," said the soldier, a little taken aback, "And where are you going?"
"To Bethlehem."

"Your reason for going there?"
"To pay our taxes to the government."

"Tell me," said the soldier, "are you going to name the baby Jesus?"
"Of course not," said the woman, "What do you think we are, Puerto Ricans?"


Helstu tíðindi
Jared er búinn að bjóða í nýtt kaffi "Stærsta og mesta laugardsagsmogunkaffi allra tíma"
Ég hlakka þegar til enda prýðisfólk sem hann umgengst.

Montag, Januar 17, 2005

 
Fortune dagsins
"By the time they had diminished from 50 to 8, the other dwarves beganto suspect 'Hungry' ..." -- Gary Larson, "The Far Side"

Ég geri ráð fyrir að hinir sjö sem eftir voru hafi kálað Hungry.


Helstu tíðindi
Ég er stöðugt svangur þessa dagana og hugsa ekki um annað en snickers, lakkrís, kók o.s.frv. Enn sem komið er er ég þó fjandi stöðugur og læt mig hafa það að narta í venjulegt Cheerios og drekka vatn og diet kók á víxl. Mittismálið er strax farið úr 107 í 105 cm. Lengi lifi leikfimin!

Freitag, Januar 14, 2005

 
Fortune dagsins
In a literature class, the students were given an assignment to write a short story involving all the important ingredients - Nobility, Emotion,Sex, Religion and Mystery.

One student allegedly handed in the following story:
"My god!" cried the duchess. "I'm pregnant. Who did it?"


Helstu tíðindi
Byrjaði s.l. mánudag 8vikna átak í Laugum. Þetta eru púltímar hinir verstu 3svar í viku þar sem mér ásamt 39 heiðursmönnum er þrælað út af "sadistanum" Ellenu Elsu.... en þetta er soldið gott, svona eftirá. Meðal þess sem við eigum að gera er að halda matardagbók til þess að sjá hvort við séum að borða rétt og byrjaði bókhaldið ekki vel hjá mér: Afmæliskaka, KFC og morgunkaffi fyrsta daginn! Ég er þegar kominn með samviskubit og er stanslaust svangur þar sem ég þori ekki að borða mikið.

Mittwoch, Januar 12, 2005

 
Fortune dagsins
An American scientist once visited the offices of the great Nobel prize winning physicist, Niels Bohr, in Copenhagen. He was amazed to find that over Bohr's desk was a horseshoe, securely nailed to the wall, with the open end up in the approved manner (so it would catch the good luck and not let it spill out).

The American said with a nervous laugh:
"Surely you don't believe the horseshoe will bring you good luck, do you, Professor Bohr? After all, as a scientist--"

Bohr chuckled:
"I believe no such thing, my good friend. Not at all. I am scarcely likely to believe in such foolish nonsense. However, I am told that a horseshoe will bring you good luck whether you believe in it or not."


Ég kannast ágætlega við þessa afstöðu Bohr, ég er alls ekki hjátrúarfullur en forðast samt eins og heitan eldinn að ganga undir stiga... just in case.


Hvað er annars að frétta?
Jú Kobbi góðvinur er að flytja aftur á klakann og fagna ég því af öllu hjarta... 1.5 mánuðir og counting. Fór í laugardagskaffi til Jared Ameríkana og líkaði stórvel, kom m.a. í ljós að hann er líka sucker fyrir fjarstýrð farartæki (sjálfur keypti ég fjarstýrða rafmagnsflugvél fyrir tæpu ári síðan) og hefur einnig sótt svifdrekanámskeið. Erum við að spá í að fara á paraglidingnámskeið hjá svifdrekafélaginu komandi vor.

Mittwoch, Januar 05, 2005

 
Langt síðan ég hef eitthvað bloggað en nú er tími til kominn að taka upp þráðinn á nýjan leik.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?