Freitag, Juni 14, 2002

 
Veðrið er um þessar mundir eins og best verður á kosið, ekki sést ský á himni, 29 gráðu hiti og smá gola svona til þess að fullkomna ástandið. Miðað við hvernig veðurspáin er fyrir helgina lítur út fyrir að ég muni eyða miklum tíma í Freibad Allenmoos, hver veit nema mér takist að plata Andra með mér í rennibrautina.

Aðrar fréttir, var í röntgenmyndatöku í morgun. Mál er þannig með vexti að sídastliðinn sunnudag spilaði eg fótbolta með strákunum í hverfinu (strákarnir í hverfinu er samtíningur af Júkkum, Spanjólum og öðrum útlendingum). Ég stóð mig eins og hetja en vegna þess hve lélegir skórnir voru þá rann ég til í grasinu og small á rassinn. Allt í lagi með rassinn og bakið en ég fékk þennan rosalega sting i hægri stórutá og eftir nokkrar mínútur hafði hún tekið að bólgna allverulega auk þess sem greinilega blæddi innvortis.

Ég taldi engar líkur á því að um brot væri að ræða sökum þess að táin sjálf hafði ekki lent í neinu hnjaski en verkurinn hefur ekkert minnkað og tók ég því ákvörðun um að skreppa í tékk. Skoðun og síðan röntgen en beinin reyndust vera heil. Skýring fagmannsins var að liðurinn hefði rofnað og þess vegna blætt inn á tána. Ekkert gert en ég má ekki stunda neinar íþróttir næstu þrjár vikurnar. Mannvonska!
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?