Montag, Juni 17, 2002
HM hefur verið fullt af vonbrigðum. Skiptir engu máli með hvaða liði ég held þau detta bara úr keppninni hvert á fætur öðru, guð er sennilega eitthvað að stríða mér því ég hef á tilfinningunni að fyrst merki ég mín lið og síðan kalli hann "TIMBUR" og þá falla þau úr keppni.
Svo ég snúi mér að ödru, það er skelfingar leiðinlegt að vera svona einn heima, maður hlakkar ekkert til að koma heim og þar er bara svo tómlegt og hljóðlátt. Sem betur fer er bara vika þangað til Elma og Skjöldur Orri koma heim og getur maður farið að telja sekúndurnar sem eftir eru.
Á laugardaginn var ég búinn að mæla mér mót með ónafngreindum hjónum í Freibad Allenmoos. Var ætlunin að fá okkur nokkrar dýfur þess á milli sem við horfðum á viðureign Engilsaxa og náfrændur okkar Dani. Ég mætti, beið og beið en hvergi bólaði á þeim vinum mínum. Var ég þokkalega pirraður á þessum "svikum" en ákvað að ég skyldi a.m.k. fara eina salibunu fyrst ég væri kominn á staðinn (tekur u.þ.b. 40 min að fara hvora leið). Var kominn heim um 4 leytið og dottaði enda líklega kominn með snert af sólsting í hitanum.
Svo ég snúi mér að ödru, það er skelfingar leiðinlegt að vera svona einn heima, maður hlakkar ekkert til að koma heim og þar er bara svo tómlegt og hljóðlátt. Sem betur fer er bara vika þangað til Elma og Skjöldur Orri koma heim og getur maður farið að telja sekúndurnar sem eftir eru.
Á laugardaginn var ég búinn að mæla mér mót með ónafngreindum hjónum í Freibad Allenmoos. Var ætlunin að fá okkur nokkrar dýfur þess á milli sem við horfðum á viðureign Engilsaxa og náfrændur okkar Dani. Ég mætti, beið og beið en hvergi bólaði á þeim vinum mínum. Var ég þokkalega pirraður á þessum "svikum" en ákvað að ég skyldi a.m.k. fara eina salibunu fyrst ég væri kominn á staðinn (tekur u.þ.b. 40 min að fara hvora leið). Var kominn heim um 4 leytið og dottaði enda líklega kominn með snert af sólsting í hitanum.