Montag, Juli 23, 2007

 
Fortune dagsins
Christmas: If you don't give, you don't get it.
-- Höf. óþekktur

Helstu tíðindi
Palmer var bara snilld. Það eina sem hefur mögulega verið skemmtilegra og eftirminnilegra er tvennt: brúðkaup okkar Elmu og fæðing Skjaldar Orra. En hér er maður að reyna að bera saman epli og appelsínur sem er einfaldlega ekki hægt. Myndin segir meir en 1000 orð!


Greifinn í ham

Í stuttu máli það var þetta alveg æðislegt. Af þeim ökutækjum sem ég prófaði þá get ég sagt að ég hafi brillerað á Porsche 911, Reunault Clio og Caterham (topp 10 af 70+ keppendum) en var ekki að gera neina sérstaka hluti á Jaguar bílunum tveimur (botn 50 af 70+ keppendum), kannski var það dagsformið eða þá að "minni bílarnir" hafi bara átt betur við mig. Ég verð því að æfa mig betur í tölvunni áður en pakkinn verður tekinn aftur.

Mittwoch, Juli 18, 2007

 
Fortune dagsins
Any married man should forget his mistakes. No need for two people remembering the same things.
-- Höf. óþekktur

Helstu tíðindi
Í gær var flogið og heldur betur flogið. Þetta var magnaðasta flug sem ég hef átt frá því að ég byrjaði í sportinu, bæði vegna lengdarinnar (í tíma talið) og vegna þess að þetta var í fyrsta sinn sem ég var í loftinu á sama tíma og 3 aðrir sem gerði mig svolítið nervösan til að byrja með. En hvílík sæla. Í öllum æsingnum gleymdi ég að kveikja á gps tækinu fyrr en ég var búinn að vera í loftinu í 10min eða svo og því má aðeins sjá síðasta hlutann af hanginu og aðflugið á myndinni hér að neðan.


Gaman gaman

Annars erum við pabbi á leið til Bretlandseyja á morgun að taka þátt í kappakstri. Þ.e. á einum degi munum við keyra 7 gerðir af tryllitækjum þar til við verðum örmagna. Sjá http://www.palmersport.com/ fyrir frekari upplýsingar.

Bruuummm!

Dienstag, Juli 17, 2007

 
Fortune dagsins
Jeg önsker mig en himmelseng
en himmelseng með spejl i
hvor jeg kan ligge og spejle mig
aah gud, hvor jeg er dejlig!

Tileinkað Frú Victoriu Beckham sem finnst soldið erfitt að vera ómótstæðileg.

Helstu tíðindi
Best að koma með smá flugfréttir. Eins og ég hef líklega sagt frá í fyrri færslu þá seldi ég fisfélaginu flugdótið mitt í vor, bæði vegna þess að vængurinn var að nálgast síðasta söludag og að mig langaði til þess að verða frambærilegur í golfi. Planið var því að selja vænginn til að fá positive cashflow um tíma og kaupa nýjan útbúnað næsta vor. Nota þetta sumar í golftíma og spila með konunni. Flott plan en hvernig virkar það svo í praktíkinni?

Ég stóð við mitt og seldi vænginn, skellti mér að því búnu í golftíma og spilaði eins og óður maður í nokkrar vikur enda árangurinn bara nokkuð sæmilegur en konan var ekki alveg eins áfjáð. Síðan förum við til Sviss og þar "fell ég" eins og góðum alka sæmir. Það nefnilega alveg það sama með flugið og aðra frábæra hluti að þegar maður hefur einu sinni bragðað hinn forboðna ávöxt þá verður ekki aftur snúið, maður vill bara meira og meira og meira og meira. Ég stóðst einfaldlega ekki freistinguna og leigði mér útbúnað í smábænum Emmetten þar sem ég flaug úr 1600 metra hæð! Alveg kolgeggjað. Ég verð að viðurkenna að ég var alveg hrikalega stressaður á leiðinni upp í kláfnum og ekki batnaði það þegar ég var að taka græjurnar til innan um 20 baulandi beljur með stórar klingjandi bjöllur um hálsinn, en þegar ég var búinn að spenna á mig útbúnaðinn fylltist ég þessari sælutilfinningu þegar ég tók á loft, og fullyrði ég að nánast ekkert jafnist á við þá tilfinningu.

Þegar heim var komið hafði ég strax samband við gjaldkera fisfélagsins og samdi um sumarleigu á mínum gamla útbúnaði. Ég groundaði aðeins fyrst svona til þess að fá tilfinninguna fyrir græjunni minni aftur og í gær tók ég mitt fyrsta flug hér á landi þetta sumarið í Herdísarvíkinni.


Tugkílómetra hraunkambur

Þvílík sæla! Golfið er skemmtilegt en þetta er einfaldlega svo miklu miklu betra. Ég vil þó ekki alveg taka svo djúpt í árinni og segja "Golf Sucks" eins og félagi minn sem var í svona bol.


Spurning hvort ég ætti að fá mér einn slíkan? Nei ég ætla að gefa golfinu meira tækifæri og mun að öllum líkindum spila með pabba í Bedford UK á fimmtudaginn.

Freitag, Juli 13, 2007

 
Fortune dagsins
He gets lost on random walks.
-- Höf. óþekktur

Þessi er lúmskt óborganlegur.

Helstu tíðindi
Skjöldur Orri brá sér til rakarans um daginn og var alveg harðákveðinn í að fá sér "kívíklippingu". Við vorum í fyrstu ekkert sérlega hrifin af hugmyndinni en létum til leiðast og hér má líta afraksturinn.

Ekkert smá ánægður með breytinguna

Eftir á að hyggja erum við foreldrarnir mjög ánægðir og furðum okkur á því hvers vegna við vorum ekki búin að þessu fyrr í vor. Þetta er svo miklu betra! Við munum samt láta drenginn safna svo hann verði prúðmannslegur um jólin.

Mittwoch, Juli 11, 2007

 
Fortune dagsins
The less you bet, the more you lose when you win.
-- Höf. óþekktur

Þetta eru nokkurn veginn sömu tilfinningar og spilað er með þegar verið er að véla konur á útsölur.

Helstu tíðindi
Vegna þess að sumarið 2007 á Íslandi verður hið besta í mörg ár, þá lögðum við leið okkar í útileguvöruverzlun um helgina og fjárfestum í 4urra manna tjaldi sem og tveimur svefnpokum. Mikið var pælt og gruflað og að lokum var sú ákvörðun tekin að veðja á Khyam Sherpa tjald sem hefur þann kost að það þolir alveg hellings úrkomu auk þess sem opna má í alla enda til að viðra á sólríkum dögum.


Khyam Sherpa 4

Nú er bara að krossa fingur og vonast eftir góðum dögum um helgina!

Donnerstag, Juli 05, 2007

 
Fortune dagsins
Hell is filled with amateur musicians, all playing their ghetto blasters louder than the one next to them.
-- Höf. óþekktur

Er hægt að hugsa sér verri þjáningu en þessa, enda ekki af ástæðulausu sem Skjöldur er að læra á píanó en ekki fiðlu!

Helstu tíðindi
Í gær var "fourth of July" sem er alveg ofbóðslega merkilegur dagur því fyrir utan að vera afmælistdagur BNA þá er hann einnig afmælisdagur eiginkonu minnar. Í tilefni þessa stórmerkilega atburðar var haldið upp á daginn með því að grilla úrvalsfiskafurðir frá Fylgifiskum og stóð vel undir væntingum okkar. Nú er sem sagt Elma orðin 32ja en ég er enn 31... allavega næstu 2 vikurnar.

Í kvöld er grill hjá fisfélaginu upp í félagsheimili og verður gaman að hitta og spjalla við kollegana, maður er manns gaman og svo framvegis. Bara að hann hangi þurr fram eftir kvöldi.

Dienstag, Juli 03, 2007

 
Fortune dagsins
Cocaine is God's way of telling you that you have too much money to spend. You are not using it for the benefit of others, so you will pay for your selfishness.
-- Höf. óþekktur

Helstu tíðindi
Svissfríið var alveg stórkostlegt, að vísu var veðrið í Zürich ekkert til að hrópa húrra fyrir en það virkaði bara sem vítamínsprauta í rassinn á okkur því við ferðuðumst í staðinn fyrir að vera kyrr í borginni, þangað sem veðrið var betra. Í þetta skiptið fórum við fyrst til Zermatt að kíkja á Matterhorn, sem var þrátt fyrir um 3klst ferð hvora leið, algjörlega þess virði.

Soldið kalt en æðislega fallegt

Tveim dögum síðar fórum við til Lugano (Rio de Janiero Evrópu) þar sem við fengum einhvera bestu pizzur sem við höfum lengi smakkað og undir lokin borðuðum við alveg eðal-sushi í Zürich og hef ég aldrei fengið betri forrétt en á þessum stað. Um var að ræða 4 nigiri bita þar sem allir fiskbitarnir voru af túnfiski en mismunandi hluta búksins. Einn bitinn var þessi týpiski dökkrauði sem fá má hér á landi.

En sá sem ég kaus að innbyrða síðast í röðinn vara af gerð otoro (fitumikill neðan úr kviðnum) og fæst því miður ekki hér á landi og var hann alveg hreint út sagt himneskur.


Eins og sést vel á litarmuninum er otoro mun ljósara kjöt vegna hins háa fituhlutfalls sem er í bitanum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?