Freitag, Juni 07, 2002

 
Í gær fórum við Elma á tónleika með Kylie Minogue og var þad svo sannarlega hin besta skemmtun. Sérstaklega er gaman að bera þessa tónleika saman við þá sem þungarokkshljómsveitin Rammstein hélt fyrir u.þ.b. ári síðan. Ágæt myndlíking er skoða moggann annars vegar og skrauttímaritið Séð og heyrt hins vegar. Mogginn er grár, hrár en kemur sér beint að kjarna málsins á meðan Séð og heyrt er fullt af litum, fallegum myndum og glansyfirborði.

Sem sagt það var mikið um litadýrd, sveitta kroppa og mismunandi skemmtiatriði á milli laga eins og t.d. kata æfingar, fimleika á bogahesti og geislasverðaleikfimi. Tilgangurinn með þessum atriðum var eingöngu að halda áheyrendum heitum á meðan Kylie skipti um búning. þessir listamenn eiga mikið hrós skilið og var greinilegt að söngkonan sjálf skildi vel verðgildi þeirra, því hún bað sérstaklega um að klappað yrði fyrir þesum akrobötum.

Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?