Mittwoch, Februar 22, 2006

 
Fortune dagsins
"You boys lookin' for trouble?"
"Sure. Whaddya got?"
-- Marlon Brando, "The Wild Ones"


Helstu tíðindi
Hlutirnir fara bráðum að róast svolítið því ég er búinn með verðbréfaviðskiptanámið og Elma útskrifast á laugardaginn. Nú erum við að undirbúa veisluna: laga til, hengja upp ljós og myndir og lakka dyrakarmana heima. Það er ekkert grín að lakka og er ekki orðum aukið að venuleg innanhússveggjamálun er hreinn barnaleikur í samanburði. Ef maður setur of lítið lakk verður það rákótt og ljótt en setji maður of mikið rennur það til og myndar dropa sem er eiginlega enn verra. Auk þess nægir lyktin ein til að valda ógleði og svimatilfinningu.

Til að auka pressuna þá tók Skjöldur upp á því að verða veikur og Elma fékk þursabit sem er síður en svo öfundsvert. Ég hef sjálfur 3svar eða fjórum sinnum fengið slíkt og get vel hugsað mér að sleppa frá því að upplifa þann ófögnuð aftur.

Mittwoch, Februar 15, 2006

 
Fortune dagsins
You Earth people glorified organized violence for forty centuries.
But you imprison those who employ it privately.
-- Spock, "Dagger of the Mind", stardate 2715.1

Minnir mig svolítið á BNA.


Helstu tíðindi
Talandi um Star Trek (Sjá fortune dagsins), þá fann ég eintak af Galaxy Quest á DVD í BT um daginn. Þessi mynd, sem er algjör snilld, gerir grín að Star Trek þáttaröðinni með hjálp úrvalsleikara eins og Tim Allen, Alan Rickman, Sigourney Weaver o.fl góðra leikara sem lyfta myndinni upp á hærra plan. Mæli eindregið með henni því það eru örugglega til um það bil 1000 verri leiðir til að eyða 90min.

Sverige á eftir og síðan matur hjá Klakanum á laugardaginn... verður gaman.


MR krókurinn
Síðasti tími vikunnar var í morgun því það er árshátíð hjá þeim á morgun. Verður vonandi mjög gaman því síðan þar að fara í spíttgírinn.

Donnerstag, Februar 09, 2006

 
Fortune dagsins
Once a word has been allowed to escape, it cannot be recalled.
-- Quintus Horatius Flaccus (Horace)

Flest látum við einhvern tímann orð falla sem við vildum síst að væru eftir okkur höfð. Með aldrinum hefur mér sem betur fer tekist að vera varkárari í þessum efnum og er það gott.


Helstu tíðindi
Skjöldur Orri stóð sig eins og algjör hetja í spilatíma dagsins. Hélt út í rúmar 20 mínútur og afrekaði það að spila Kópavogur - hopp - hopp, flugbrautarlendinguna og langt stutt stutt langt stutt stutt bæði án og með undirleik. Á kappinn því von á feitum verðlaunum á eftir.


MR krókurinn
Þessi ágætu ljúfmenni buðu mér í árshátíðarmatinn í næstu viku og eftir mikið sálarstríð afþakkaði ég pent enda erfitt að toppa breikið frá því fyrir áramót. Svona gerist þegar maður spilar út alla ásana strax í byrjun, þá er allt púðrið búið. Ég fékk síðan smá bakþanka en fattaði þá að ég verð í Sverige á sama tíma svo ég hef ekkert val þegar allt kemur til alls. Óska þeim bara góðrar skemmtunar.

Dienstag, Februar 07, 2006

 
Fortune dagsins
Woody: Hey, Mr. Peterson, Jack Frost nipping at your nose?
Norm: Yep, now let's get Joe Beer nipping at my liver, huh?
-- Cheers, Feeble Attraction

Sam: What are you up to Norm?
Norm: My ideal weight if I were eleven feet tall.
-- Cheers, Bar Wars III: The Return of Tecumseh

Woody: Nice cold beer coming up, Mr. Peterson.
Norm: You mean, `Nice cold beer going *down* Mr. Peterson.'
-- Cheers, Loverboyd

Norm er snillingur!


Helstu tíðindi
Ég hef aðeins verið að lesa mér til um pílukastsíþróttina því starfsmenn verðbréfaskráningarinnar eru búnir að bjóða okkur í mót næstkomandi föstudag. Eftir mikla lesningu um parabóluferla, núningsáhrif loftmótstöðu, corioliskraft sem hlýst af völdum snúningi jarðar og sögu íþróttarinnar hef ég komist að því að þessi "íþrótt" er ekkert annað en afsökun fyrir að komast burt frá konunni og drekka bjór með félögunum.

Annars er frekar tíðindalaust á vesturvígstöðvunum. Skjöldur Orri er sjálfum sér líkur og ekkert merkilegt á döfinn í alveg næstu framtíð. Síðar koma atburðir eins og útskrift Elmu árshátíð hjá henni og svo okkur í París o.s.frv.


MR krókurinn
Einhver þreyta virðist vera komin í liðið sem er farið að mæta heldur brösulega. Vona að það sé vorið og fengitíminn frekar en ég sem er ástæðan. Hvað um það, í vor kemur að skuldadögum og munu ungmennin þá uppskera í samræmi við framlag.

Freitag, Februar 03, 2006

 
Fortune dagsins
Shamus: A shamus is a guy who takes care of handyman tasks around the temple, and makes sure everything is in working order. A shamus is at the bottom of the pecking order of synagog functionaries, and there's a joke about that:

A rabbi, to show his humility before God, cries out in the middle of a service,
"Oh, Lord, I am nobody!"

The cantor, not to be bested, also cries out,
"Oh, Lord, I am nobody!"

The shamus, deeply moved, follows suit and cries,
"Oh, Lord, I am nobody!"

The rabbi turns to the cantor and says,
"Look who thinks he's nobody!"


Helstu tíðindi
Handboltaliðinu gekk ekki sem skyldi í næstu leikjum og til þessa að bæta gráu ofan á svart misstum við Dani upp fyrir okkur og í leiðinn af sæti á HM. Verður e.t.v. að spila á móti Svíagrýlunni um réttinn sem boðar ekki gott.

Elma kemur heim í kvöld og ég get varla beðið. Verður ljúft að slappa af um helgina á meðan hún hugsar um drenginn... nei smá jók. Vona bara að eitthvað verði eftir á bankareikningur þegar næsta vísa verður innheimt.

Mittwoch, Februar 01, 2006

 
Fortune dagsins
If you have to ask what jazz is, you'll never know.
-- Louis Armstrong

Ég fíla léttan djass, bendi áhugasömum á Getz&Gilberto plötuna sem er sígilt meistaraverk. Einnig á tónleika Samma&Stórsveitar hans í kvöld.


Helstu tíðindi
Íslenska liðið í handbolta afrekaði hið ótrúlega... sigraði Rússneska björninn og er það í fyrsta skipti í alvörumóti sem við höfum betur á móti þessu sísterka og geysiöfluga liði.


Snillingur Posted by Picasa

Á eftir, kl 17:00 tiltekið, eru það Króatarnir sem bíða okkar. Auðvitað vonar maður það besta en ljóst er að við ramman reip verður að draga. Áfram Ísland!


MR krókurinn
Vegna prófana í Verðbréfamiðlunarnáminu hef ég ekki náð að undirbúa mig fyrir kennslu síðustu daga eins vel og ég hefði viljað en nú verður bætt úr því. Sem betur fer hefur efnið verið það létt að skaðinn var lágmarkaður.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?