Sonntag, Juni 16, 2002
Í gær flutti ríkisstjórnin síðasta þátt sinn i harmleiknum um Falun Gong. Atriðið að þessu sinni var síðasta kvöldmátíðin en þvi miður skorti menn í hlutverk Jesú Krists og postula hans. Í staðinn var nóg framboð í hlutverk Júdasar og Rómverjana. Nefnilega vildi öll ríkisstjórnin ásamt kærum forseta vorum leika júdas á meðan skáeygðu vinir okkar fóru með hlutverk rómverja.
Ég tel mig svo sannarlega vera svikinn og skiptir þá engu máli hvort haninn gali einu sinni, tvisvar eða þrisvar, svik eru svik. Enn meir sárnar mér þau ummæli forsætisráðerra að ekki sé mark takandi á þeim mönnum sem skrifa undir mótmælalista því þeir skrifi hvort sem er undir alla mótmælalista. Hvernig er það þá með kjósendur, er ekkert mark á þeim takandi vegna þess að þeir kósa hvort sem er alltaf sömu flokkana?
Ég tel mig svo sannarlega vera svikinn og skiptir þá engu máli hvort haninn gali einu sinni, tvisvar eða þrisvar, svik eru svik. Enn meir sárnar mér þau ummæli forsætisráðerra að ekki sé mark takandi á þeim mönnum sem skrifa undir mótmælalista því þeir skrifi hvort sem er undir alla mótmælalista. Hvernig er það þá með kjósendur, er ekkert mark á þeim takandi vegna þess að þeir kósa hvort sem er alltaf sömu flokkana?