Freitag, Dezember 30, 2005

 
Fortune dagsins
This guy runs into his house and yells to his wife, "Kathy, pack up your bags! I just won the California lottery!"
"Honey!", Kathy exclaims, "Shall I pack for warm weather or cold?"
"I don't care," responds the husband. "just so long as you're out of the house by dinner!"

Þessi hefur greinilega gifst til fjár... og gengið vel á féð.


Helstu tíðindi
M&P komu í snæðing til okkar í gær. Á boðstólnum voru nokkur mismunandi paté, hráverkað kjöt, 1999 rioca og annað meðlæti. Á heildina litið mjög góður matur. Eftir matinn mætti síðan Kristján Svissvinur í heimsókn til þess að kveðja okkur, snökt. Það er alltaf gaman að hitta Stjána kallinn, sem er nú orðinn Senior Engineer hjá Alstom, en því miður þýðir það að hann mun líklega ekki flytja heim í bráð :+(


Ég er að verða búinn að læra fyrsta kaflann í tunglskinssónötunni utanbókar og því farinn að svipast eftir öðrum verkum. Mér til mikillar ánægju barst mér tölvupóstur þess efnis að ég hefði fengið jólagjöf frá everynote.com í formi 5$ inneignar. Ég skellti mér því á síðuna og prentaði út eintaki af "Für Elise" sem er einnig eftir meistara Beethoven. Þótt ég sé tiltölulega nýbyrjaður að líta á verkið þá sé ég strax mikinn mun á eðli verkanna.

Tunglskinssónatan
Er mjög hæg og einsleit þar sem vinstri hendin leikur undirliggjandi hljóma á meðan sú hægri sér um mesta vinnuna. Fjórir fyrstu puttarnir leika meira og minna endurtekningar og lillinn sér oftast um "laglínuna" sem þýðir að krafturinn þarf að vera aðeins meiri þar. Á þessu eru nokkrar undantekningar, sérstaklega í lokin þegar vinstri hendin sér um laglínuna en þrátt fyrir það er sú hægri með krúsidúllurnar.

Für Elise
Við fyrstu sýn virðist sem um miklu meiri samleik vinstri og hægri handar sé að ræða. Minnir mig á tvo kolkrabba sem takast á en mynda samt eina heild. Fyrst kemur hægri hendin með inngang og síðan skiptast hendurnar á að halda laginu gangandi, tengjast og mynda samanhangandi keðju. Um leið og önnur hendin slær síðustu nótuna í sínum hlekk slær hin hendin sína fyrstu nótu í næsta hlekk og svo koll af kolli. Þetta stykki hefur þess fyrir utan meiri rythmabreytingar og fjölbreytni en Tunglskinssónatan því síðar verða hraðir hljómar áberandi en ég er ekki enn kominn svo langt til að geta greint það.

Dienstag, Dezember 27, 2005

 
Fortune dagsins
Lady Nancy Astor: "Winston, if you were my husband, I'd put poison in your coffee."
Winston Churchill: "Nancy, if you were my wife, I'd drink it."

Alltaf jafnbeittur hann Churchill kallinn.


Helstu tíðindi
Reyndar gömul tíðindi en ég átti alltaf eftir að setja þessa ágætu mynd, sem ég tók með farsímanum mínum, inn á síðuna mína. Mér finnst að fólk sem að leggur svona snilldarlega ætti að taka ökuprófið aftur. Það nær engri átt hvað sumir eru sjálfselskir.


Hnakkinn Posted by Picasa

Eins og sjá má eru þessi tvö stæði sem Hnakkinn lagði undir sig stödd nánæst beint fyrir framan Hagkaup í Skeifunni. Eina leiðin til að toppa þetta er að leggja með svipuðum hætti yfir tvö hjólastólastæði.


Jólagjafir, jólagjafir. Þessi jól voru alveg prýðileg. Fék t.a.m. fínan Strellson jakka frá "gamla settinu", draum gólfarans og bókina við enda hringsins frá Elmu og Star Wars IV til VI frá mágum mínum svo eitthvað sé nefnt. Allt fínar gjafir og mikið étið af hangikjöti.

Donnerstag, Dezember 22, 2005

 
Fortune dagsins
Að þessu sinni skipt í tvo flokka.

Fyrir 20 ára og eldri (lesist á eigin ábyrgð):
Fjarlægt eftir ritskoðun, mér fannst þessi fyndinn vegna andstæðnanna en m.t.t. aldurs margra lesenda er ég þeirrar skoðunar að svona húmor sé ekki viðeigandi hér.

Fyrir hina:
Real-Life Courtroom Quote...
Q: Doctor, how many autopsies have you performed on dead people?
A: All my autopsies have been performed on dead people.


Helstu tíðindi
Ég fór í uppáhaldsvídeóleiguna okkar, Heimamynd á Langholtsveginum, í gær og tók DVD til að drepa tímann með. Eftir að hafa þulið upp kennitöluna við afgreiðslukonuna sagði hún: "Ert þú Eyjólfur Snjólfsson"? Ég játti því og var mér þá sagt að það biði mín jólagjöf þar sem ég væri í hópi vildarkúnna. Nú er ég í smá klemmu því ég er bæði mjög ánægður með að fá gjöfina en einnig skammast maður sín svolítið fyrir að vera hluti af þessum öndvegiskúnnahópi. Ég er augljóslega þræll vídeómenningarinnar.

Loksins er Smallville byrjað aftur á imbanum. Ég viðurkenni fúslega að þættirnir eru klisjukenndir, illa leiknir og fyrirsjáanlegir en það er bara eitthvað svo heillandi við Supermann. Held því miður að Y-kynslóðin, sem hefur nær alveg farið á mis við að alast upp innan um teiknimyndablöðin góðu, fatti ekki hvað sé svona skemmtilegt við allar þessar klassísku ofurhetjur eins og: Batman, X-men, Superman, Avengers, Ofurhugann o.sv.frv. Y-fólkið þekkir þær líklega bara út frá Hollywood myndunum sem hefur misvel tekist að glæða hetjurnar lífi.


MR krókurinn
2 Tíur, sem er tveimur fleiri en hjá gamla bekknum mínum. Það var frekar að nokkrir hafi komið skemmtilega á óvart heldur en að valda vonbrigðum svo ég er meir en sáttur. Þegar ég lít yfir önnina má helst gagnrýna að ég hef ekki verið nógu skipulagður í að setja fyrir dæmi og lesefni og síðan voru nokkur heimadæmi of erfið. Mun reyna eftir fremsta megni að bæta úr þessum anmörkum á komandi önn.

Freitag, Dezember 16, 2005

 
Fortune dagsins
No house is childproofed unless the little darlings are in straitjackets.


Helstu tíðindi
Ég er frekar þreytulegur og vankaður í dag. Ástæðan að flugið heim í gær frá Köben seinkaði og í ofanálag þurftu flugmennirnir að sneiða fram hjá stormi. Vélin lenti því rúmlega klukkutíma seinna en áætlað var sem þýddi að Elma og Skjöldur þurftu að bíða ansi ansi lengi. Notaði tímann í vélinni vel við að fara yfir jólaprófin og gekk það ágætlega.

Fundirnir í Stockhólmi voru góðir og sérstaklega gaman var að jólahlaðborðinu þar sem boðið var upp á ferskum rækjum, skelfiski og risakrabbarækjum á ís sem jafnaðist á við besta nammi. Hlaðborðið sjálft var ágætt og toppaði með eftirréttaborðinu. Eplakaka með vanillusósu og sænsk ostakaka með ávaxtasósu...Mmmm fékk nett deja-vu af ostakökunni sem þýðir að ég hlýt að hafa borðað svoleiðis þegar ég bjó í Sverige í denn.

Helgin verður vonandi róleg en ég verð að sjá alfarið um drenginn næstu tvo dagana eða svo því Elma var í lasersjónsaðgerð í morgun. Nú er ég eini gleraugnaglámurinn í fjölskyldunni!

Montag, Dezember 12, 2005

 
Fortune dagsins
During the Reagan-Mondale debates:
Q: "Do you feel that a person's age affects his ability to perform as president?"
Reagan: "I refuse to make an issue out of my opponent's youth and inexperience."

Snillingur!


Helstu tíðindi
Stóratburður. Ég er búinn að kaupa jólatré af gerðinni Norðmannsþinur og skreyta það með hvorki meira né minna en 150 ljósum. Þetta er eitthvað annað en í denn þegar pabbi skreytti gerfitréð með einni 20 ljósa og einni 35 ljósa seríu. Honum til varnaðar þá kostuðu seríurnar morð fjár í gamla daga en með tilkomu betri tækni, fjöldaframleiðslu, nýtingu ódýrs vinnuafls (oftast indverjar eða kínverjar) hafa þessar vörur orðið margfalt ódýrari.

Elma og Skjöldur Orri eru himinlifandi enda jákvæð breyting frá því í fyrra þegar það eina sem ég nennti að gera var að setja upp 1stk gyðingaljósastiku.


Mér tókst einnig að fá frábær sæti fyrir okkur á Katie Melua tónleikana. Sitjum í 3ju röð og hlakka ég því mikið til að njóta kvöldsins.


MR krókurinn
Prófið var á áðan og sé ég tvennt sem var að valda erfiðleikum. Fyrra atriðið er að skuldabréfadæmið, sem ég samdi N.b. ekki, var illa orðað og notaði hugtök sem nemendurnir þekktu sennilega ekki eins og "nafnvirði". Eftir betri útskýringar held ég samt að flestum hafi tekist að tækla það.

Síðara atriðið var þegar beðið var um TVÆR framsetningar á diffurkvóta. Flestir týndu sér í að skilgreina diffurleika falla og áttuðu sig ekki á að einfaldlega var nóg að skrifa tvö markgildi sem eru jafngild... allt annað var óþarfi. Betra er að lesa spurningarnar vel og hugleiða hvað verið sé að biðja um áður en maður æðir hugsunarlaust af stað með pennann á lofti.

Sýnist samt að þau hafi almennt staðið sig með miklum sóma.

Freitag, Dezember 09, 2005

 
Fortune dagsins
Two golfers were being held up as the twosome of women in front of them whiffed shots, hunted for lost balls and stood over putts for what seemed like hours.

"I'll ask if we can play through," Bill said as he strode toward the women. Twenty yards from the green, however, he turned on his heel and went back to where his companion was waiting.
"Can't do it," he explained, sheepishly. "One of them's my wife and the other's my mistress!"

"I'll ask," said Jim. He started off, only to turn and come back before reaching the green.
"What's wrong?" Bill asked.
"Small world, isn't it?"


Helstu tíðindi
Skjöldur Orri spilaði allt lagið "A-B-C-D" með 5 puttum í fyrsta skiptið í einum rykk í tímanum á fimmtudaginn. Ég næstum táraðist af stolti og er þetta vafalaust lítið skref fyrir mannkyn en stórt skref fyrir drenginn.

Á eftir er jóladinner með æskufélögunum og verður vonandi fjör og gaman.


MR krókurinn
Prófið tilbúið og bíður þess að vera þreytt á mánudaginn kemur og er ég bara nokkuð sáttur við, fékk helst þá gagnrýni að það væri of þungt en eftir smá lýtalækningar hefur verið aðeins bætt úr því. Reyni að senda unglingunum jákvæða strauma en þau munu vonandi standa sig með ágætum

Donnerstag, Dezember 01, 2005

 
Helstu tíðindi
Ég hata að fá þursabit. Verð að fara að stunda reglulegar bakæfingar. E-r sagði mér að bakvandamál væri þekkt fyrirbæri hjá þeim sem hafa stundað skíðaíþróttir af kappi. Það var samt vel þess virði því mér finnst fátt skemmtilegra en að fara á skíði.


MR krókurinn
Var með síðasta skyndiprófið í vikunni og er þetta sennilega eitt af mínum bestu prófum. Nokkrir komu skemmtilega á óvart og er ég almennt sáttur með hvað þau hafa lært.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?