Mittwoch, Juni 19, 2002
Á sunnudaginn var mér boðið í BBQ teiti að þýskum hætti. Sá sem hafði gerst svona almennilegur við mig var hann Fred Florian Íslendingavinur og gerði ég mér því sérstaka ferð til Meilen, sem er 30min sunnar en Zürich, að mæta í boðið. Fyrir utan mig hafði Freddi einnig boðid 2 pörum og einum stökum, allt hið fínasta fólk og hafði ég mjög gaman af þessu öllu saman. Sátum við niðri við vatnið, sötrudum freyðivín, átum pylsur og drukkum loks Zürchneskan mjöð.