Dienstag, August 29, 2006

 
Fortune dagsins
Ashes to ashes, dust to dust,
If God won't have you, the devil must.
-- Höf. óþekktur

Mér fannst við hæfi að hafa þennan eftir að Skjöldur Orri kom með þá gáfulegu kenningu að þeir sem eru góðir "gufa upp" en þeir sem eru vondir "gufa niður" og verða litlir púkar... og það er ekki gaman.


Helstu tíðindi
Ég og familían dvöldumst í Albufeira Portúgal í tvær vikur og var það síður en svo leiðinlegt. Hvað stóð svo upp úr:
1. Allir góðu veitingastaðirnir
2. Heimsókn í Aqualand
3. Busl með Skildi Orra í lauginni
4. Að keyra og heimsækja hina ýmsu staði sem voru allir skemmtilegir.
5. Og að sjálfsögðu að fljúga heilmikið, bæði með kennara og einn með radíósambandi


Þetta er lífið! (Skjöldur er þarna neðst)


Hróshornið
Hrós dagsins fær Eiður Smári fyrir að stimpla sig ærlega inn!

Donnerstag, August 03, 2006

 
Fortune dagsins
Any fool can paint a picture, but it takes a wise person to be able to sell it.
-- Höf. óþekktur

Þetta virðist oft vera kjarni málsins.


Helstu tíðindi
Loksins er ég kominn í langþráð sumarfrí og byrjaði það síður en svo með slæmum hætti. Veðrið frábært og mælti ég mér mót með þeim Hansa og Róberti á Þingvöll þar sem ætlunin var að fljúga aðeins í Ármannsfellinu fyrir aftan þjónustuskálann. Til þess að gera þetta soldið fjölskylduvænt plataði ég Elmu og Skjöld með. Þau skutluðu mér síðan að rótum fjallsins og fóru að því búnu í pikk-nikk nálægt Almannagjá á meðan ég labbaði sveittur upp fleiri hundruð metra því ekki var næg gola neðarlega til að ná almennilegu lifti.

Upp, upp og upp gekk ég. Sveittur, þreyttur og reyndi að halda góðu tempói svo mér tækist að ná félögunum því þeir höfðu lagt af stað vel á undan mér þar sem við urðum að finna til nesti, skipta um föt og svoleiðis áður en haldið var af stað. Þetta var helvítis púl en svo innilega þess virði því flugtakið var eins og best verður á kosið, flugið æðislegt og lendingin algjör draumur. Sjá ofanvarp af leiðinni sem ég flaug hér að neðan.


Sennilega best að smella á myndina til að sjá vel

Það áhugaverðasta er lykkjan sem ég flaug til hægri í byrjun, þá lyfti uppstreymið mér það mikið upp að mér var nóg um... aldrei farið eins hátt áður... að ég ákvað að cruisa aðeins um og prufa ýmsar aðgerðir til þess að kynnast vængum betur. Þetta var draumur og útsýnið frábært, bílarnir voru eins og litlir maurar og skyggnið eins og best verður á kosið.

Eitthvað segir mér að ég eigi eftir að fljúga þarna oftar!


Hróshornið
Hrósið fær Margrét Lára fótboltasnillingur sem virðist vera of góð fyrir Ísland. Er soldið eins og að kasta perlum fyrir svín.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?