Dienstag, Juni 04, 2002

 
Á sunnudaginn var farið í Freibad Allenmoos, reyndar varla um annað að ræða í 30 gráðu hita auk þess sem við vorum búin að mæla okkur mót með þeim Andra, Guðný, Gunna og börn. Til þess að kórona daginn býður Freibaðid upp fría útsendingu frá HM í fótbolta og fúlsar maður varla við slíku eðalboði, sér í lagi þegar náfrændur okkar Svíar etja kappi við hina okkur ekki svo náskylda engilsaxa.

Svo ég komi mér að efninu, þarna í Freibadinu er þessi risastóra vaðlaug fyrir börn og annað smávaxið fólk, önnur mun dýpri laug með stökkbrettum, vellir fyrir strandablak, fleiri hektarar af graslendi fyrir sólbaðsdýrkendur og síðast en ekki síst þessi svakafína vatnsrennibraut úr áli. Þetta er náttúrulega ekkert annað en uppskrift að fullkomnum degi og skemmtum við okkur öll prýðilega, að vísu fór nú lítið fyrir fótboltaáhorfi vegna þess hve gaman var að busla með börnunum.

Náði síðan skemmtunin hámarki þegar mér tókst að plata Garðar Inga með mér í vatnsrennibrautina, svaka stuð og ætlum vid bara aftur næstu helgi.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?