Mittwoch, Mai 30, 2007

 
Fortune dagsins
Lifðu í lukku en ekki í krukku
-- Höf. óþekktur

Skilaboð til minna stúdentsefna.

Helstu tíðindi
Kennarar eru þrælar dauðans. Eftir að hafa upplifað þá vinnu sem fylgir þessum blessuðu stúdentsprófum og orðið vitni af álaginu sem fylgir samkennurum mínum, þá er ekki hægt að komast að annari niðurstöðu en að þetta sé ekki öfundsvert starf miðað við þau laun sem fást í bransanum. Ekki furða að það er ekki á færi allra að endast í þessu starfi.
Kostirnir hins vegar eru sennilega þrír... júní, júlí og ágúst :+)
(Gamall brandari)

Ég er allavega búinn að sinna skyldu minni og af 25 nemendum fengu 2 ágætiseinkunn og 1 féll sem var því miður ekki alveg óviðbúið. Ég uni því sáttur við þessa niðurstöðu.


Nú er ég 2svar búinn að prófa vélina. Fyrsta tilraunin endaði næstum því með hörmungum því batteríin sem fylgdu í pakkanum, og fóru beina leið í fjarstýringuna, reyndust vera svo gott sem búin og ollu því að ég missti allt samband við vélina í hvert skipti sem hún fór úr 10m færi. Ég neitaði samt að deyja ráðalaus og keypti því alvöru Duracell rafhlöður í gær. Flug no2 gekk því eins og í sögu og tókst mér meira að segja að láta vélina fara í 2 loop-ur. Þetta er ekkert smá gaman.

Donnerstag, Mai 24, 2007

 
Fortune dagsins
Er eitthvað skylt með japönsku og stærðfræði?
-- Greifinn


Helstu tíðindi
Á þriðjudaginn fóru börnin í munnlegt stærðfræðistúdentspróf og hafði ég Friðrik Diego mér til aðstoðar við að meta kunnáttu krakkanna. Nokkrir sýndu framúrskarandi kunnáttu, flestir sýndu allnokkra kunnáttu og síðan voru örfáir sem sýndu frekar takmarkaða kunnáttu eins og gengur og gerist. Besta komment dagsins var sennilega frá einum sem vildi ekki kannast neitt við efnið og sagði að þetta væri bara japanska í hans augum!

Hvað um það. Sem betur fer eru þetta allt saman góðir krakkar þótt stærðfræðiáhuginn hafi e.t.v. í einstaka tilfellum fengið að víkja fyrir öðrum greinum, skólatengdum eða ekki.


Nú er ég á leiðinni heim frá London eftir stutta sendiferð og líður hrikalega vel eftir sushimáltíðina sem ég borðaði í gær, ég rakst nefnilega á þenna fína sushistað "Miyabi" og át mig sælan og saddan.

Mittwoch, Mai 09, 2007

 
Fortune dagsins
Madison's Inquiry: If you have to travel on the Titanic, why not go first class?

Ætli íslenska útgáfan sé ekki eitthvað á þessa leið: "Ef þú veist að allt er að fara til fjandans, af hverju ekki gera það með stæl!"

Helstu tíðindi
Vinnan byrjuð á fullu, fyrstu 2 dagarnir fóru að mestu í að fá öll nauðsynleg tæki og tól, skoða excel módel og kynnast því aðeins hvað vinnufélagarnir eru að gera en nú er ég farinn að sökkva mér ofan í faglegar markaðsúttektir. Maður er smám saman á ná áttum hérna og er maður allavega búinn að kynnast hinum sæmilega eftir grillpartíið sem okkur var boðið í síðastliðinn laugardag.

Ég fann alveg stórsniðugt púsluspil um daginn og er um að ræða svokallað "Puzzleball". Bitarnir eru allir kúptir og því verður afurðin í formi kúlulaga skeljar þegar maður hefur lokið við að koma öllum stykkjunum saman.




Púslið sem ég er að glíma við núna er 960 bita og kemur með þessum líka flotta standi...



Bara gaman!

Donnerstag, Mai 03, 2007

 
Fortune dagsins
Who moved my cheese?
-- Titill á ágætri bók

Helstu tíðindi
Í fyrsta lagi skal nefna að ég hóf störf hjá Askar Capital í gær og líst bara mjög vel á. Það var svolítið erfitt að kveðja starfsfólk Kauphallarinnar því ég hafði unnið þar í næstum því 4 ár en ef allt fer að óskum þá mun mín bíða skemmtilegir og spennandi tímar á nýjum vettvangi.

Til að fagna þessum tímamótum sem og komandi sumri þá skellti ég pöntun á 1stk fjarstýrðri flugvél sem er væntanleg til landsins laust eftir helgi. Þetta er rafmagndrifin 3ja rása flugvél sem hefur innbyggða "anti-crash technology" sem ætti að lengja væntan líftíma vélarinnar til muna.


Hobbyzone Super Cub

Eins og flestir muna þá brotlenti Eddi frændi fyrstu vélinni minni með stæl!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?