Freitag, Januar 31, 2003

 
Loksins er Skjöldur Orri laus við hitann og var honum því skellt í leikskólann í morgun. Sá var nú ekki alveg sáttur við þessa meðferð en undi sér bara vel í leikskólanum og er það hið bezta mál. Hins vegar er ég búinn að ná mér í hita og hef af þeim sökum dvalizt heima siðastliðna 2 daga.

Donnerstag, Januar 30, 2003

 
Ég get ekki annað en tekið af ofan fyrir "strákunum okkar" í íslenska handboltalandsliðinu. Því miður getur maður ekki séð leikina en eftir að við fengum ADSL-ið getum við huggað okkur við íslensku útvarpsstöðvarnar og hlustuðum að sjálfsögðu á strákana sigra Pólverja.

Satt að segja var ég gjörsamlega búinn að afskrifa drengina í hálfleik og sá fram á sögulegan ósigur en þá snéru þeir algjörlega við blaðinu, sýndu almennilegan "character", komu, sáu og sigruðu... veni vidi vici (Julius Caesar eftir Pharsalus?).

Mínir menn og hananú, bara að þeim takist að sigra spanjólana í kvöld en það er svo sem engin minnkun í því að tapa fyrir þeim, að því gefnu að það sé gert með fullri sæmd.

Annars er Skjöldur Orri enn lasinn og er okkur hætt að lítast á blikuna. Ef hann verður enn með hita á morgun er ekki annað að gera en að heimsækja doktorinn sem mun þá líklega taka röntgen og blóðprufu til að athuga hvort stráksi sé með einhvern hvimleiðan vírus. Enn er þó von því að hitinn hefur verið með lægra móti í dag.

Dienstag, Januar 28, 2003

 
I gaerkveldi tok eg mig til og sotti nokkur bradskemmtileg log a .mp3 formati, strangt til tekid er thetta ekki loglegt en eg er bara fataekur namsmadur og leyfi mer ad gera thetta i hofi. Annars ma benda a thad ad eg hef keypt geisladiska eftir ad hafa sott nokkur log af netinu, svo lita ma a thetta sem goda auglysingu.

Hvad um thad, eg fann eftirtalin log i gaer:


Fyrst eg er farinn ad thvaela um musik vil eg ad lokum benda a einn skemmtilegasta disk sem eg veit um og aetti ad fylgja med ollum geislaspilurum sem eru seldir. Thetta er natturulega Getz/Gilberto diskurinn sem a ser enga hlidstaedu thott vida vaeri leitad, serstaklega maeli eg med lagi nr 3 "Para Machuar Meu Coracao" en thad er varla haegt ad segja ad eitt lag se betra en annad thau eru oll einfaldlega frabaer.

Ps. Onafngreind vinkona min segir ad thessi diskur klikki aldrei thegar koma skuli makanum til. Athuga skal tho ad thegar farid er ad hitna i kolunum, er rad ad skipta yfir i eitthvad adeins hradara... t.d. "Been caught stealing" med Jane's Addiction. (Sbr myndirnar Parenthood og Terminator?)

Montag, Januar 27, 2003

 
Helgarnar eru alltaf jafnskemmtilegar hjá okkur og er sökudólgurinn ávallt sá sami: Skjöldur Orri. Það er alveg ótrúlegt hvernig honum tekst ætið að velja þessa 2 daga vikunnar til þess að verða veikur. Auðvitað er ekki hægt að kenna honum um heldur hugsa vel um hann og hlakka til helgarinnar þar á eftir ef svo skemmtilega vildi til að SO yrði nú ekki aftur lasinn.

Annars var hitinn þetta skiptið í hærri kantinum eða 40+°C svo við tókum þá ákvörðun að láta lækni kíkja á hann, sér í lagi eyrun og lungun því hann hafði fengið eyrnabólgu og bronkítis fyrir jól og það er aldrei of varlega farið. Allt reyndist í góðu lagi og sá Dr-inn ekki ástæðu til að gera eitthvað drastískt fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudaginn. Sem betur fer sýnist mér sem þetta sé allt á góðri leið og getur vel verið að við komumst í sund um næstu helgi.

Freitag, Januar 24, 2003

 
I gaer var eg ad reyna ad muna hvar i staerdfraedigreiningunni pola/Polverja-brandarinn fra thvi i gaer a ser saeti. Mig minnir ad thetta se visun i leifasetninguna en eg er ekki alveg 100% pottthettur. Mega their sem eru ferskari i stae III skrifa i ummaelin og stadfesta, eda tha afsanna grun minn.

Hvada flokk skyldi eg svo kjosa i vor? Nu audvitad Sjalfstaedisflokkinn og hananu, astaedur:

Donnerstag, Januar 23, 2003

 
Thegar eg er kemst ekkert afram i verkefninu, eda mer leidist, tha naegir mer ad skrifa nokkrum sinnum "fortune" i skipanalinu til thess ad koma mer i gott stud. Fortune kallar fram ymsar tilvitnanir sem geta verid misgafulegar en eiga thad oftast sameiginlegt ad vera bradfyndnar. Agaett daemi er eftirfarandi staerdfraedigreiningar-brandari:

"Q: What's the contour integral around Western Europe?
A: Zero, because all the Poles are in Eastern Europe!

Addendum: Actually, there ARE some Poles in Western Europe, but they are removable!"


Annad gullkorn sem eg sa um daginn hljomadi einhvern veginn a thennan veg:
"Their sem eru nogu klarir til thess ad vita ad their seu ekki nogu klarir til ad fara i verkfraedi, fara i vidskiptafraedi."

Addendum:Their sem eru a morkunum fara bara i idnadarverkfraedi. Har har har ... sma pudurskot a syssu.

Mittwoch, Januar 22, 2003

 
Hakarlinn er byrjadur ad blogga (sja hlekk her vinstra megin)! Hver er hakarlinn eiginlega, ju thad er audvitad enginn annar en godvinur minn og fostbrodir hann Halldor Karl Hognason. Brosi hefur stundum verid nefndur hkh og ut fra thvi vaentanlega throast ofangreint randyrsheiti. Annars vita audvitad flestir sem til hans thekkja ad thad er ekki til grimmd i thessum manni og thvi vaeri e.t.v. naer ad nefna hann gullfiskinn.

Neinei, sma stridni hlytur ad vera leyfileg. Hakarlinn er odlingsdrengur og hefur enga galla adra en ad vera of dyggur studningsmadur Daos formanns a.k.a. Blahandarinnar. Svona er thetta med thessa dokk- dokk- dokk-blau sus-ara, their myndu fylgja Forystusaudinum fram af bjargi ef thvi vaeri ad skipta.

Sma leidretting svona i lokin fyrir tha sem hafa lesid bullid sem stendur a sidu gullfisksins. Eg er ekki vinstrisinnadur og adhyllist ekki einhverja Ogmundarhyggju. Heldur er mer betur lyst sem frjalslyndum jafnadarmanni med blau ivafi, thvi midur virdist ekki vera til flokkur a landinu fyrir menn eins og mig en hver veit nema thad eigi eftir ad breytast, t.d. thegar Dao formadur leggst i helgan stein (eda dvala).

Dienstag, Januar 21, 2003

 
Einhver bevitans pest hefur verid ad ganga herna sidustu dagana og urdu allir fjolskyldumedlimir minir ad mer medtoldum fornarlomb hennar. Fyrst Skjoldur Orri, thar a eftir Elma og svo loks eg sjalfur. Var svaka anaegdur ad hafa sloppid en svo byrjadi ballid, flodgattirnar beggja megin opnudust og mer leid alveg skelfilega, er enn frekar slappur en thar sem alltaf styttist i verkefnalok ma eg ekki vid thessu rugli.

I gaer var annars stor dagur, mikilvaegur fundur hja leikskolanum vegna hugsanlegra skipulagsbreytinga. Thar sem eg var enn frekar tuskulegur for Elma sem fulltrui okkar og var ekki adeins thurr fundur thvi gestirnir fengu thetta fina slaeds-show af hversdagsdeginum i skolanum. M.a. matti sja mynd af Skildi asamt odrum felaga sinum med solgleraugu og snud... svaka toffarar. Einnig mynd af okkur foreldrunum i afmaeli drengsins, thad tharf ekki ad taka fram ad vid vorum skaelbrosandi alveg eins og einhverjir halfvitar.

Freitag, Januar 17, 2003

 
Ummælin hjá mér eru alltaf jafnauð, engum þykir vænt um mig. Ég ætla þó ekki að velta mér upp úr því hvort skrif mín séu svona grútleiðinleg eða lesendur almennt ofurfeimnir heldur reyna að finna eitthvað að setja í færslu dagsins... það er nú síður en svo auðvelt að finna eitthvað áhugavert efni.

Mér datt þó eitt í hug þegar ég var á klósettinu í dag, þetta byrjar vel er það ekki. Rétt hjá dýflissunni sem ég er að vinna í er svona dæmigert almenningssalerni, þ.e. með nokkrum hlandskálum fyrir þá sem eru að flýta sér og nokkrum básum fyrir þá sem þurfa að framkvæma stærri verkin. Nú hef ég tekið eftir því að nær undantekningarlaust sækist ég alltaf í sama básinn eða sömu skálina eftir því um hvorn verknaðinn er að ræða og í þau fáu skipti sem einhver hefur gerst svo ósvífinn að fara í mitt pláss á undan mér, þá líður mér bara alls ekki of vel.

Þetta er náttúrulega bara bilun en gaman væri að vita hvort ég sé sá eini sem er svona vanafastur.

Donnerstag, Januar 16, 2003

 
Um thessar mundir er onefndur fyrrv. bekkjarbrodir minn og sessunautur ad utskrifast med Ms. gradu ur vidskiptafraedinni. I thau skipti sem eg hugsa til hans fer eg osjalfratt ad hlaeja og tha helst vegna eftirfarandi storatburdar ur lifi thessa manns:

Kaudi atti adur einhern thann flottasta sportbil sem fannst a hofudborgarsvaedinu... Nissan MXC 2000 eda eitthvad alika ad mig minnir. Nema hvad, hann er ad keyra nidur gotuna sem fer ur efra Breidholti yfir i Hofdahverfid, the frekar kropp haegribeygja nidur a vid, og er a thokkalegri ferd en jafnframt ad velja utvarpsstod. Eitthvad virdist beygjan hafa nalgast med meiri hrada heldur en Dengsi gerdi rad fyrir og fer hann thvi yfir umferdareyjuna og beint inn i hlidina a Vikingarsveitarbil sem er a leidinni i ofuga att. Held thad hafi verid Econoline bus. Sersveitarmennirnir aeda ut ur bilnum ollu vidbunir ... var thetta aras? En maeta tha minum manni sem skellihlaer bara og segir "Va madur sjaidi bilinn minn! (audvitad alveg i koku)".

Mittwoch, Januar 15, 2003

 
Hann Skjoldur Orri veitti okkur foreldrunum alveg einstakan gladning i nott. Vid forum ovenjulega snemma i hattinn i gaer og var eg mjog anaegdur yfir theirri tilhugsun ad vera fullkomnlega utsofinn i dag. Eg a thad nefnilega til ad fara ekki ad sofa fyrr en eftir midnaetti sem er natturulega allt allt of seint thegar vakna tharf milli 7 og 8.

Jaeja, vid liggjum sem sagt steinsofandi en hrokkvum upp um thrjuleytid vid einhver undarleg hljod... juju drengurinn er ad aela. Skipt um rumaklaedi, sa stutti thveginn og settur i onnur nattfot og aeludotid skolad burt. Nema hvad stuttu seinna kemur svo lota 2. Greyid drengurinn madur finnur svo til med honum thegar svona lagad gerist. Auk thess er sofid svo laust thad sem er eftir naetur thvi thad verdur ad vera a vardbergi ef leiknum skyldi halda afram.

Thvi er enginn leikskoli hja straksa i dag og aetla maedginin saman i baejarferd eftir thvi sem eg best veit.

Dienstag, Januar 14, 2003

 
Einn gladningur sem beid okkar thegar heim var komid var kassi med ADSL utbunadi. Vid erum nefnilega buin ad vera med 33.6kb/s tengingu sidastlidin 2 ar og longu ordin leid a thessu. Astaedurnar eru audvitad eftirfarandi:
1. Enginn gat hringt i okkur (tha sjaldan thad gerdist) a medan vid vorum tengd.
2. Kostnadurinn var allt of har sem stafadi af hluta til af netfikn Elmu... nei bara ad gantanst, sokin var u.th.b. 80% min. Venjulega var hann i kringum 50-70 CHF sem gerir 3000-4200 kr.

Nema hvad, nuna er hradinn 256kb/s vid nidurtoku og 125kb/s vid uppkast (skiptir saralitlu mali thar sem madur er naer alltaf ad nidurtaka). Th.e. eitthvad um 8x hradar en fyrr. Auk thess sem:
1. Nu er haegt ad hringja i okkur hvenaer sem er solarhrings ad thvi gefnu ad einhver se heima.
2. Verdid er fast i 50 CHF eda 3000 kr. Sama thott vid seum tengd allan solarhringinn!

Lengi lifi taeknibyltingin!

Montag, Januar 13, 2003

 
I fluginu hryllilega reyndi madur ad drepa timann eins vel og vol var a. M.a. las eg, ad eg held, hverja einustu linu i Morgunbladinu thann daginn (5. jan). Thar rak eg augun i frekar skondna atvinnuauglysingu fra Franska sendiradinu.

Franska sendiradid auglysir eftir bilstjora....bla bla bla.... Haefniskrofur: Bilprof teg. B og god ENSKUkunnatta aeskileg.

Har har har, their sem eru thekktir fyrir ad neita ad tala ensku og tha serstaklega thegar um opinbera starfsmenn franska rikisins er ad raeda.


Annars gengur lifid sinn vanagang nu thegar madur er buinn ad jafna sig eftir thessa hrikulegu ferd og Skjoldur Orri hefur adlagast leikskolanum sinum a nyjan leik. Thad er skemmtilegt ad sja hversu mikid bornin hafa throskast sidan hopurinn byrjadi saman. Nu eru krakkarnir farnir ad leika ser saman og hafa ae meiri samskipti sin a milli.

Freitag, Januar 10, 2003

 
Hvad er madur lengi ad fljuga fra Islandi til Sviss? Venjulega er thad eitthvad a thessa leid:
1. Keflavik->Koben 3 stundir
2. Bid i Koben 1.5 stundir
3. Koben->Zuerich 1.75 stundir
---------------------------------
Samtals 6.5 stundir


Eg atti ad leggja af stad kl 14:20 til Zuerich sidastlidinn sunnudag. I thetta skiptid leit ferlid hins vegar adeins odruvisi ut:
1. Keflavik->Koben 11 stundir
2. Bid i Koben 31 stundir
3. Koben->Zuerich 2 stundir
------------------------------
Samtals 44 stundir

Th.e.a.s. 7X lengur en venjulega auk thess sem eg fekk ekki farangurinn fyrr en rumum solarhring eftir ad eg kom heim.


Byrjum a fluginu. Til ad byrja med tha var seinkun a fluginu sem var upphafid ad thessu ollu saman thvi vid vorum med fyrstu velunum sem gatu ekki lent a Kastrup. Thegar utsed var um ad ekki vaeri haegt ad lenda a Kastrup velli flugum vid til Billund, thid vitid thar sem Legoland er. I velinni fengu vid ekki neitt ad borda i ca 9 tima sem er ansi hart, serstaklega thegar madur hugsar til litlu barnanna sem voru i velinni. Ekki skorti matinn en setid var a bokkunum, sem utdeila atti a bakaleidinni, eins og ormar a gulli thvi hugsa vard um veslings farthegana sem attu flug heim. Loksins var tho farid med okkur i Kastrup thar sem okkur var varpad fra bordi an allra upplysinga likt sem vaerum vid med pestina eda verra. Seinna fretti eg ad ahafnir annarra felaga hefdu verid otul vid ad dreifa matarmidum svo folkid myndi nu ekki deyja ur hungri... ekki neitt svoleidis hja okkar agaeta flugfelagi.

Flugstodin. Okkur var hent ur velinni kl 03 ad morgni og sagt ad handan hornsins myndum vid fa upplysingar um hvernig vid aettum ad haga malum. Neinei, thar er einn islenskur sem byrjar a thvi ad segja okkur ad fara i service deskinn og firrir Flugleidi allri abyrgd sokum vedurs. Nema hvad, service deskinn var lokadur og thad til 7 um morguninn. Er thetta haegt, folk med born buid ad vera i velinni i 11 tima og a bara ad sofa a hordu golfinu, an matar undir skaerum ljosakronum og faer ekki ad vita naestu 4 timana hvernig halda skuli ferdinni afram.

Nu fyrst byrjadi ballid. 5 tima bid i rod ad fa nyjan flugmida, hefdi getad verid styttri bid vaeru allir basar fullmannadir. Flugi aflyst og thvi aftur bid eftir ad fa mida. Sidan 2ja tima bid eftir ad fa mida i taxa og a hotel... fyrir tha sem voru svo heppnir ad fa hotelvist. Til allrar hamingju var Asta fraenka svo god ad veita mer husaskjol thessa seinni nottina thvi annars hefdi eg radist a einhvern embaettismanninn og tha helst einhvern a vegum Flugleida.

Thetta var hryllileg upplifun en vil eg taka fram ad flugfreyjurnar i velinni stodu sig med prydi og bullid ur flugstjoranum bjargadi deginum: "Icelandair would like to thank you for this delay and hope you had a pleasant flight"... nema hvad. Thad sem ergir mig er i fyrsta lagi maturinn, hvad ma lata folk hungra lengi i flugvel? og i odru lagi hvernig okkur var hent ut ur velinni bjargarlaus, radalaus og allslaus. Thad hefdi matt setja a.m.k. einn starfsmann i ad hjalpa theim sem attu annad flug. Einnig hefdu matarmidar komid ser vel thvi thad er ekki odyrt ad halda ser uppi a Kastrup.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?