Mittwoch, April 25, 2007

 
Fortune dagsins
Wedding, n:
A ceremony at which two persons undertake to become one, one undertakes to become nothing and nothing undertakes to become supportable.
-- Ambrose Bierce

Helstu tíðindi
Börnin voru að Dimmitera í dag og eins og sést á myndunum hér að neðan höfðu þau ákveðið að dulbúast í gervi Captain Jack Sparrow. Ekkert smá flottur hópur hér á ferð!


Þau tóku mig í gíslingu


En fengu síðan leið á mér (eftir að hafa klyfjað mig með allt of fínum gjöfum) og fóru á vit ævintýranna.

Donnerstag, April 12, 2007

 
Fortune dagsins
I didn't like the play, but I saw it under adverse conditions. The curtain was up.
-- Höf. óþekktur

Helstu tíðindi
Við skruppum í Bláa lónið á sunnudaginn var svona til þess að njóta páskanna í samveru. Byrjuðum á því að keyra yfir í Krýsuvík og að Herdísarvíkinni þar sem ég sýndi Elmu og Skildi hvar við fljúgum á sumrin, þetta er alveg ótrúlega fallegt svæði og hamrabeltið býður upp á langt og skemmtilegt hangflug. Keyrðum síðan inn í Grindavík og þaðan í Lónið. Mjög skemmtilegur dagur og naut Skjöldur þess greinilega að láta sig fljóta á bakinu og fá rigninguna upp í sig.

Aldrei þessu vant þá tókst mér að detta í bók og að þessu sinni var "Viltu vinna milljarð" fyrir valinu.

Ég myndi kannski ekki beint segja að hér séu um heimsbókmenntir að ræða en sagan er í senn fræðandi og mannbætandi sem og skemmtileg. Því get ég hiklaust mælt með að þeir sem hafi ekkert að gera verði sér úti um eintak og gefi þessari skruddu tækifæri.

Samstag, April 07, 2007

 
Fortune dagsins
Carpe Diem

Helstu tíðindi
Föstudagurinn langi 2007 var bara ekkert langur því við notuðum tækifærið í góða veðrinu og skelltum okkur í Bláfjöll á skíði. Nota bene þetta var fyrsta skiptið sem Skjöldur Orri steig á skíði og því um merk tímamót að ræða.


Veðrið var geggjað og færið bara ágætt, að vísu svolítið hart og klakað í gilinu og öxlinni en það skipti ekki máli í barnabrekkunni þar sem drengurinn fékk leiðsögn varðandi hvernig skíða skal í plóg og hvernig nota skuli toglyftuna. Það var alveg hreint dásamlegt að horfa á snáðann renna einan upp í lyftunni og æða síðan niður brekkuna eins og kálfur sem er að fara utandyra í fyrsta skiptið. Ég þurfti að hafa mig allan við til að forða honum frá stórslysi.

Annars var Elma svo dugleg að renna sér með honum því ég stalst tvisvar í stólalyftunna og rifjaði upp gamla takta. Náði einni góðri ferð á carving skíðunum þar sem ég zikk-zakk-aði í stuttum beygjum niður öxlina... þetta var himneskt og er alveg ótrúlegt hvað þetta tók svakalega í lærin miðað við að ég er í fjári góðu formi þótt ég segi sjálfur frá.

Mittwoch, April 04, 2007

 
Fortune dagsins
Kindness is a language which the deaf can hear and the blind can read.
-- Mark Twain

Að lesa svona falleg orð er eins og að hlusta á góða músík.

Helstu tíðindi
Byrja á taflfréttum, æfingin skapar meistarann segir málshátturinn góði og vil ég kannski ekki meina að ég sé beint orðinn meistari en tölfræðin talar sínu máli og er nokkuð greinilegt að æfingarnar hafa gert sitt gagn.

Enn er ég fyrir neðan meðaltalið, sem er í kringum 1500 stig, og þýðir að það er líklegra að ég muni tapa skák á móti Jóni Jónssyni heldur en að ég vinni hana. Engu að síður er þetta skref í rétta átt og þýðir ekkert annað en að halda ótrauður áfram. Spennó!

Kristján Geir Svissvinur kemur til landsins í dag og munum við hjónin að sjálfsögðu taka höfðinglega á móti kappanum. Planið er að bjóða honum í sushi annað kvöld og sjá síðan til með framhaldið. Það er alltaf gaman að hitta Kristján.

Að lokum verð ég að hrósa Herragarðinum þeirri ágætu verzlun. Málið er að á síðustu útsölu keypti ég þessi fínu jakkaföt sem ég hélt mikið upp á enda fyrstu fötin af týpu "Slim Fit" sem ég fjárfesti í... svona er að vera duglegur í ræktinni, smám saman uppsker maður laun erfiðisins.
Hvað um það, ég er sem sagt kominn með þessi fínu jakkaföt og nota þau því nokkuð eða svona 4-5 sinnum fyrsta mánuðinn. Þá fer ég að taka eftir því að efnið er allt farið að slitna og trosna undarlega mikið og verð frekar hissa því þau voru nú ekki beint ódýr. Gerði mér því ferð í Herragarðinn og sýndi verslunarstjóranum hvernig fyrir þessum fötum væri komið og er skemmst frá því að segja að hann bauð mér að skoða mig um og velja hvaða jakkaföt sem hugurinn girntist.
Þetta kalla ég góða þjónustu!

Ég mun vígja nýja settið á árshátíðinni þann 14. apríl.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?