Sonntag, September 29, 2002

 
Smá saga af matargerð. Um daginn höfðum við grjónagraut í matinn og bjuggum til rúmlegan skammt með það í huga að nota afganginn í vöfflur eins og Amma Þorbjörg var oft vön að gera með alls kyns afganga. Í fyrsta lagi þá tóku hrísgrónin allt of mikið vatn upp í sig þannig að grauturinn varð nú ekkert svakalegur góður og síðan vissum við auðvitað ekki hvernig best væri að breyta grautnum í vöffludeig, jú smá egg, hveiti, vanilludropa, mjólk og súkkulaðispænir. Niðurstaðan voru vöfflur sem smökkuðust frekar furðulega en þetta var aldeilis skemmtileg tilraunastarfsemi.

Samstag, September 28, 2002

 
Leikurinn fór ekki alveg eins og ég hafði spáð fyrir um en svona er lífið. Enginn er spámaður í sínu heimalandi og ég ekki heldur í örðu landi. Diouf fór þó inn á, átti gott skot í vinstra hornið og kröftugan skalla sem fór því miður beint á markmanninn.

Annað, vöknuðum með andfælum þarsíðustu nótt. Ég hljóp á fætur, kveikti ljósið og fékk grun minn staðfestann... Skjöldur Orri kominn með ælupest. Þurftum að þrífa allt dótið og skipta um náttföt á drenginn og síðan enn aftur klukkutíma síðar. Þetta er ekkert grín en auðvitað bara liður í því að eiga barn og sem betur fer var þetta bara allt og sumt. Skjöldur var svo hress í gær að hann hefði alveg getað mætt í leikskólann en við foreldrarnir ákváðum þó að hafa hann heima ef hann skyldi æla meira.

Mittwoch, September 25, 2002

 
I kvold maetast Liverpool og FC Basel. Thratt fyrir ad Basel se svissneskt lid tha styd eg nu Lifrarpollsmenn ohikad. Min spa: Lifrarpollur sigrar med 1-2 morkum og Owen/Diouf skora..... sjaum til.
 
Baetti vid 2 hlekkjum a vinstri spassiunni. Sa fyrri er a blogg Huldu Katrinar vinkonu en sidari a heimasidu/blogg Kristjans Leifsbrodur og Stellu konu hans, thar ma m.a. fylgjast med thvi hvernig skjaldbokum theirra og sniglinum stridna gengur i sambudinni.

Dienstag, September 24, 2002

 
Var i profi a adan i uppahaldsfaginu minu sem heitir "Adaptive Filter und Neuronale Netzwerke". Allt um NN laerdi eg hja honum Joni Atla en AF var nytt, fjallar um LMS, RLS og FLMS algrim asamt eiginleikum theirra. Virkilega djupur og fraedilegur kurs en thokkalega hagnytur.

Hvad um thad, fekk spurningu um hvernig best vaeri ad eyda truflunum fra merki med AF og tokst vel ad svara thvi og sidan fylgdu margar paelingar tengdri linulegri algebru i kjolfarid og voru thaer ekki mikid vandamal. Borgar sig ad skilja hlutina en eyda minni tima i ad laera ljotar formulur utanbokar. NN hlutinn var kokusneid thvi JAB hafdi krufid thad efni til mergjar heima.

Annad, Skjoldur Orri er alltaf ad laera meiri Germonsku, thad nyjasta er ad hann er farinn ad framleida thyska R-id (svona aftanikoks err) og skemmtir ser prydilega vid thad. Vid foreldrarnir hofum nokkrum sinnum reynt ad herma eftir honum en getum med engu moti leikid sama leikinn.

Freitag, September 20, 2002

 
Nu er proftimabilid hafid med tilheyrandi skemmtilegheitum eins og stressi, slaemum svefni, nidurgangi o.s.frv. Var i fyrsta profinu i morgun sem hafdi tvofalt vaegi og gekk mer thrusuvel tho eg segi sjalfur fra. Svaradi spurningum um Cepstrum, Vektorquantizierung, bera saman DCG og contextsensitive Sprache og Hidden Markov Model an mikilla vandraeda.

Thad eina sem eg gat ekki svarad var af hverju slaemt er ad nota Contextsensitive Sprache en thad var bara aukaatridi og aetti thvi ekki ad draga mig nikid nidur. Sem sagt 1/3 af profunum lokid.

Mittwoch, September 18, 2002

 
Grilluðum bleikju í dag, mmmmm, þetta er sko miklu betra en kaninchenragou og annað í þá áttina sem Svissarar éta gjarnan.

Dienstag, September 17, 2002

 
Lærði svo mikið í gær að ég hef verið frekar rólegur í dag, sem merki um yfirlærdóm er þegar mann dreymir eitthvað tengt námsefninu og þá á afbakaðan hátt. Mig dreymdi einhver Hulin Markov líkön og var að reyna að leiða sönnunina út en allt gekk á afturfótunum, þegar ég vaknaði gerði ég mér auðvitað grein fyrir að jöfnurnar í drauminum voru bara bull og vitleysa. Annað dæmi er frá stúdentsprófunum 1995, Gumma vin dreymdi þá fyrir stærðfræðiprófinu að risastórar margliður væru að elta sig... náttúrulega bara bilun.

Svo ég snúi mér að fréttunum, það er farið að kólna í veðri og við vorum í mat hjá Alla á áðan. Hvað var svo á boðstólnum? Auðvitað lambahryggur með sykruðum kartöflum, góðri sósu og soðnu grænmetismixi, næstum því eins gott og hjá Ömmu eða Siggu frænku þegar þær eru upp á sínu besta.

Montag, September 16, 2002

 
4 dagar í fyrsta prófið og mér líður bara ágætlega. Veit nánast allt um Cepstrum, LPC, Viterbi, HMMM, o.s.frv. Eini mínusinn er að Skjöldur Orri hefur verið lasinn síðan í gær, var þá með 39,2 gráður en við keyrðum hitan niður með stíl. Nú er hann að hressast og býst ég því við að hann fari í leikskólann á morgun.

Aðrar fréttir. Alli sem er að flytja til Íslands, snökt, hringdi um daginn og bauð okkur í mat. Gerum því ráð fyrir að fá eitthvað svakalega gott annað kvöld.

Samstag, September 14, 2002

 
Síðastliðinn fimmtudag skrapp Elma til Þýskalands í smá innkaupaleiðangur. Sjáiði til, snickers er t.d. 96% dýrara hér heldur en í Þýskalandi og Mövenpick ís sem er einhver dýrasti og jafnframt besti ísinn sem Svissarar framleiða... takið eftir Svissarar framleiða hann, kostar 9,9 CHF hér í landi en 3 Evrur í Þýskalandi (1 Evra = 1,5 CHF). Sem sagt það margborgar sig að kaupa inn í Germaníu fyrir utan að úrvalið er allt annað, Svissarar hafa einfaldlega ömurlegan smekk þegar um annað en Gruyer ost eða Lindt súkkulaði er að ræða.

Hvað var svo verzlað? Andarbringa, Kjúklingabringur, fullt af sælgæti, morgunmatur sem er ófáanlegur hér, Spy kids DVD, lego fyrir Skjöld og svo má lengi telja. Kostaði bara 60 Evrur en hefði væntanlega farið upp í 200-300 CHF hér.

Til að halda upp á stórinnkaupin eldaði Elma Andarbringu L´Orange og var rauðvínið sem Hugrún og Gísli færðu okkur drukkið með og það var sko ekki af verri endanum.. eitthvað vín frá 1998, ávaxtaríkt með smá sýru og mátti sjá á röndinni að það var a.m.k. 4urra ára gamalt því hún var orðin appelsínugul en ekki fagurbleik eins og þegar um yngri vín er að ræða. Gott vín og færum við þeim skötuhjúum aftur kærar þakkir fyrir það.

Freitag, September 13, 2002

 
Byrjum færsluna á tveim leikskólasögum af honum Skildi Orra. Fyrri er um lag nokkuð sem er vanalega sungið á leikskólum hér í landi en var tekið tímabundið af dagskrá vegna viðbragða Skjaldar þegar það var sungið. Textinn er einhvern veginn á þessa leið:
3 litilir fiskar syntu í sjónum
MAMMA segir að einn komi ekki aftur
2 litilir fiskar syntu í sjónum
MAMMA segir að einn komi ekki aftur
o.s.frv.
Málið er að í hvert skipti sem orðið MAMMA var sungið þá fóru tárin svoleiðis að streyma niður vanga Skjaldar. Að vísu fór hann ekki að grenja en fóstrunum fannst það vera svo grimmdarlegt að gera drengnum þetta að lagið hefur verið sett á hilluna, a.m.k. í bili.

Hin sagan tengist samskiptahæfileikum Snáðans. Áður en börnin eru látin sofna þá fá þau sér að borða, eðlilegt því börn þurfa náttúrulega að fá einhverja næringu eins og aðrir. Við borðhaldið hafa þau föst sæti og er sessunautur Skjaldar Orra hann Ramon (ég kalla hann bara Amon Ra sem var Egypskur sólguð að mig minnir) og í gær voru fóstrurnar vitni að fyrstu samræðum drengjanna sem voru u.þ.b. á þessa leið:
Skjöldur: Pabbi, pabbi, pabbi. (skælbrosandi)
Ramon: Pabbi, pabba, mamma (einnig skælbrosandi)
Skjöldur: Pabbi, mammi, pabbi. (brosir enn meir)
o.s.frv.
Ekki mjög vitrænar samræður þetta en engu að síður stórt skref inn í siðmenninguna!

Mittwoch, September 11, 2002

 
Þegar við vorum hérna sumarið ´98 var veðrið alveg frábært. Einnig var það mjög gott 2000, sumarið 01 var svona bærilegt en þetta árið var það vægast sagt ömurlegt. Ég man eftir kannski 2-3 vikum sem veðrið var mjög gott og aðeins vikuna sem Elma og Skjöldur Orri voru heima á Íslandi varð virkilega heitt. Maður bara rétt vonar að sumarið 2003 verði gott enda vitum við ekki hvort við verðum hér mikið lengur en fram á næsta haust.

Í afmælisgjöf frá Helgu og Nick fengum við þessa fínu Wok pönnu. Hingað til vorum við búin að nota hana einu sinni, þegar við elduðum einhvern kjúklingaréttinn í bókinni sem fylgdi en síðan hefur hún legið í dái. Nú var kominn tími til þess að taka hana upp aftur og fyrir valinu... djúpsteiktur þorskur. Elma bjó til orly-deig og ég steikti síðan bitana á Wokinu, styst er frá því að segja að það myndaðist alveg viðbjóðsleg bræla í eldhúsinu með tilheyrandi reik og sökum þess hve blautur fiskurinn var að innan þá spyttust litlir olíudropar í allar áttir. Nú skil ég hvers vegna alvöru djúpsteikingarpottar, eins og t.d. amma og afi eiga, eru með þykku loki! Annars var þetta bara gott á bragðið því Skjöldur Orri hakkaði í sig fiskmetið... gott fyrir heilann.

Sonntag, September 08, 2002

 
Á morgun er Knabenschiessen sem er hátíð fyrir krakka og þá sérstaklega pilta. Knabenschiessen snýst um að allir strákar sem eru ca 14 ára gamlir keppa í skotfimi á alvöru herriffli og fær sigurvegarinn vegleg verðlaun sem eru sambærileg við fínustu fermingargjafir, reyndar mega stúlkur einnig taka þátt nú á dögum og hefur það a.m.k. einu sinni komið fyrir að ein af þeim bar sigur úr býtum.

Vissulega er Skjöldur Orri enn of ungur til þess að taka þátt en það góða við þessa hátíð er að risastórt ferðatívolí kemur í bæinn og fórum við með strákinn í nokkur tæki á áðan. Til að byrja með var Skjöldur við sama heygarðshornið, þ.e. fór að væla þegar ég ætlaði að setja hann í ofursakleysislega hringekju. Honum til stuðnings stóð ég því hjá honum ofan á hringekjunni þótt það hafi sennilega ekki verið leyfilegt, eftir nokkrar sek sá pilturinn þó ljósið og fór að brosa. Síðan kom tæki 2 og hringekja 3 alltaf aðeins rosalegri en það sem á undan fór og toppuðum við daginn á því að skella okkur saman í risastóra rennibraut og hvað haldiði, stráksi varð alveg trítilóður þegar við héldum heim á leið. Svona er lífið, annað hvort er það í eyra eða ökkla.

Reyndar voru strákarnir ekki þeir einu sem munduðu byssurnar, á tívolísvæðinu voru nefnilegar alls kyns tegundir af skotbökkum og þar af einn sem virkaði þannig að ef maður hitti í miðjuna, þá var sjálfkrafa tekin mynd af manni. Sem sagt rosalega flott. Ég byrjaði fullur sjálfstrausts og borgaði fyrir 2 skot... hvers vegna? ... jú sjáiði til, Í þeim tilgangi að fá sem mest út úr fávitum sem eru nógu vitlausir að borga, þá er miðið auðvitað still skakkt svo að a.m.k. eitt skot lendi langt frá markinu, þannig að maður þarf eitt skot til að finna út miðskekkjuna og síðan annað til þess að hitta í miðjuna. Planið var fullkomið en annað skotið hitti rétt fyrir utan og endaði ég því á að borga 3 skot ... hitti þó að lokum og fékk mína mynd.

Nú þegar ég lít á myndina, og þarf ekki að taka fram að ég lít út eins og algjör hálfviti á henni, sé ég ekki að strákurinn fyrir aftan mig er eitthvað að hlæja að mér. Sjálfsagt Svissari sem hefur verið í hernum og því vitað að líkamsstaðan mín var út í hött en hvað get ég gert að því, ekki hef ég gegnt herþjónustu. Það fyndna er að ég fylgdist með honum reyna að skjóta af sér mynd og var hann enn ekki búinn að hitta eftir 5 skot. Sá hlær best sem síðast hlær enda er ég enn glottandi.

Donnerstag, September 05, 2002

 
TSCHÜSS! Það er fyrsta orðið sem Skjöldur Orri lærði á þýsku. Þetta ásamt öðru(m) germönskum orðum sem pilturinn hefur tekið upp á að sjálfsögðu rætur sínar að rekja til leikskólans þar sem hann unir sér eins vel og hægt væri að óska sér. Við foreldrarnir vorum að sjálfsagðir afar stoltir þegar við heyrðum orðið fyrst af vörum Skjaldar og fengum hann til þess að endurtaka það (ekki er hægt að tala um endurtekningu þar sem við fengum um 20 afbrigði) þar til hann hélt að við værum eitthvað skrýtin.

Allt á fullu í heimboðum um þessar mundir sem er nú ekki amalegt. Annað kvöld förum við í ostaveislu til Kristjáns og Juliana í Baden, það minnti mig á að Ju spilar á píanó og fór ég því í gegn um nóturnar mínar til þess að sjá hvort við gætum spilað eitthvað saman (hún stakk upp á þessu svo ég varð nú a.m.k. að athuga málið). Jú fann flott stykki eftir Franz Dradla en þarf meiri æfingu til þess að komast verkinu skammlaust frá mér, og hvað gerir maður þá, tekur upp fiðluna og.... damn D-strengurinn slitinn. Keypti því einn af synoxa tegund í dag (oliv sem er betri því það er gull í honum kostaði 40 CHF!!! og fátækir námsmenn geta því bara leyft sér Synoxa) og prufaði að spila verkið. Að sjálfsögðu var frammistaða mín til bágborinnar skammar og er þetta eitthvað sem ég þarf að bæta.

Þar á eftir, einhvern tímann á næstu dögum, munum við líklegast fara í hangikjöt og fleiri íslenskar kræsingar til Alla og Söndru sem eru því miður að flytja heim á klakann í næsta mánuði. Svona er lífið.

Að lokum vil ég minna lesendur, ef einhverjir eru, að ummæli eru alltaf vel þegin. Þurfa hvorki að vera fyndin, snjöll né skemmtileg.

Mittwoch, September 04, 2002

 
Um daginn keyptum við nýja diskinn með hljómsveitinni Red Hot Chili Peppers sem ber heitið "By the Way". Ólíkt hinum sem ég á (Blood Sugar Sex Magic) þá er sá nýi ansi rólegur en engu að síður þrælgóður, einhvers staðar las ég að hljómsveitarmeðlimir hefðu setið og stúderað lög Beach Boys til þess að ná góðu valdi á þeirri röddun sem strandarstrákarnir höfðu. Á öllu heyrist mér sem þeim hafi tekist það vel og eru röddunin alveg brilliant, eftir 6-7 hlustanir verð ég að segja að lög nr. 5 og 16 höfða best til mín en það er alls ekki auðvelt að gera upp á milli þeirra... eru bara frábær.

Fótboltinn loksins byrjaður aftur. Eftir að Senegalinn Diouf gekk í raðir þeirra Lifrarpollsmanna verð ég að segja að það er vel inni hjá mér, með tvíeykið Owen-Diouf í framlínunni spái ég að þeir muni sigra ófáa leikina og jafnvel enda ofar en ManUn í lok vertíðar. Annað lið sem er athyglisvert er auðvitað Real Madrid sem skartar helstu stjörnum heims eins og Figo, Zidane og nú einnig Ronaldo. Ég er nú ekkert sérstaklega hrifinn af þessu liði, sýnir einfaldlega hvað gerist þegar upphæðirnar sem fara í kaup eru komnar út í öfgar.

Í dag skrapp ég í bæinn að verzla afmælisgjöf handa konunni, jú hún átti að vísu afmæli 4. júli, og já ég mundi eftir því. Keypti á sínum tíma handa henni Swatch "Skin" úr en það reyndist ekki góð gjöf þegar upp var staðið (skífan of stór fyrir únliðinn) svo henni var skilað. Góð ráð dýr.... keypti því alla fyrstu þáttaröðina af "Friends" á DVD og féll það bara mjög vel í kramið. Sjálfur hef ég auðvitað líka gaman af Vinum en langar miklu frekar í "Band of Brothers" þættina, þeir eru hrein snilld.

Dienstag, September 03, 2002

 
September 11. Ótrúlegt hvað hægt er að velta sér upp úr þessum degi. Við náum 48 sjónvarpsrásum hérna úti og þær eru óðum að fyllast af efni tengum þessum degi. Algeng buzzorð eru: "16 acres", "Ground zero", "USA after the attack" etc etc. Þessi atburður var vissulega hræðilegur en öllu má nú ofgera, greinilegt er að BNA eru mikið merkilegri og heilagari heldur en önnur lönd.

Hvað um það, eins og einhverjir hafa e.t.v. tekið eftir þá var skorað á mig í netskák á ummælunum. Hélt þetta væri kannski Geiri, Hrannar, Kristján eða Valdi en nei, reyndist vera einhver gaukur úr Sandgerði sem hafði slysast inn á síðuna mína frá Google. Svo ég geri langa sögu stutta þá var skákin mjög tvísýn og spennandi og hafði ég sigur að lokum. Þess skal þó getið að litlu munaði að annar hrókurinn hefði farið fyrir ekkert.

Aðrar fréttir. Við hjónakornin vorum orðin fullleið á að glápa á imbann kvöld eftir kvöld og tókum því til þess bragðs að fjárfesta í 1000 bita púsli. Ég verð nú að segja að þetta er breyting til batnaðar... a.m.k. þegar ekki eru neinar skemmtilegar bíómyndir í sjónvarpinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?