Dienstag, September 03, 2002
September 11. Ótrúlegt hvað hægt er að velta sér upp úr þessum degi. Við náum 48 sjónvarpsrásum hérna úti og þær eru óðum að fyllast af efni tengum þessum degi. Algeng buzzorð eru: "16 acres", "Ground zero", "USA after the attack" etc etc. Þessi atburður var vissulega hræðilegur en öllu má nú ofgera, greinilegt er að BNA eru mikið merkilegri og heilagari heldur en önnur lönd.
Hvað um það, eins og einhverjir hafa e.t.v. tekið eftir þá var skorað á mig í netskák á ummælunum. Hélt þetta væri kannski Geiri, Hrannar, Kristján eða Valdi en nei, reyndist vera einhver gaukur úr Sandgerði sem hafði slysast inn á síðuna mína frá Google. Svo ég geri langa sögu stutta þá var skákin mjög tvísýn og spennandi og hafði ég sigur að lokum. Þess skal þó getið að litlu munaði að annar hrókurinn hefði farið fyrir ekkert.
Aðrar fréttir. Við hjónakornin vorum orðin fullleið á að glápa á imbann kvöld eftir kvöld og tókum því til þess bragðs að fjárfesta í 1000 bita púsli. Ég verð nú að segja að þetta er breyting til batnaðar... a.m.k. þegar ekki eru neinar skemmtilegar bíómyndir í sjónvarpinu.
Hvað um það, eins og einhverjir hafa e.t.v. tekið eftir þá var skorað á mig í netskák á ummælunum. Hélt þetta væri kannski Geiri, Hrannar, Kristján eða Valdi en nei, reyndist vera einhver gaukur úr Sandgerði sem hafði slysast inn á síðuna mína frá Google. Svo ég geri langa sögu stutta þá var skákin mjög tvísýn og spennandi og hafði ég sigur að lokum. Þess skal þó getið að litlu munaði að annar hrókurinn hefði farið fyrir ekkert.
Aðrar fréttir. Við hjónakornin vorum orðin fullleið á að glápa á imbann kvöld eftir kvöld og tókum því til þess bragðs að fjárfesta í 1000 bita púsli. Ég verð nú að segja að þetta er breyting til batnaðar... a.m.k. þegar ekki eru neinar skemmtilegar bíómyndir í sjónvarpinu.