Samstag, September 14, 2002
Síðastliðinn fimmtudag skrapp Elma til Þýskalands í smá innkaupaleiðangur. Sjáiði til, snickers er t.d. 96% dýrara hér heldur en í Þýskalandi og Mövenpick ís sem er einhver dýrasti og jafnframt besti ísinn sem Svissarar framleiða... takið eftir Svissarar framleiða hann, kostar 9,9 CHF hér í landi en 3 Evrur í Þýskalandi (1 Evra = 1,5 CHF). Sem sagt það margborgar sig að kaupa inn í Germaníu fyrir utan að úrvalið er allt annað, Svissarar hafa einfaldlega ömurlegan smekk þegar um annað en Gruyer ost eða Lindt súkkulaði er að ræða.
Hvað var svo verzlað? Andarbringa, Kjúklingabringur, fullt af sælgæti, morgunmatur sem er ófáanlegur hér, Spy kids DVD, lego fyrir Skjöld og svo má lengi telja. Kostaði bara 60 Evrur en hefði væntanlega farið upp í 200-300 CHF hér.
Til að halda upp á stórinnkaupin eldaði Elma Andarbringu L´Orange og var rauðvínið sem Hugrún og Gísli færðu okkur drukkið með og það var sko ekki af verri endanum.. eitthvað vín frá 1998, ávaxtaríkt með smá sýru og mátti sjá á röndinni að það var a.m.k. 4urra ára gamalt því hún var orðin appelsínugul en ekki fagurbleik eins og þegar um yngri vín er að ræða. Gott vín og færum við þeim skötuhjúum aftur kærar þakkir fyrir það.
Hvað var svo verzlað? Andarbringa, Kjúklingabringur, fullt af sælgæti, morgunmatur sem er ófáanlegur hér, Spy kids DVD, lego fyrir Skjöld og svo má lengi telja. Kostaði bara 60 Evrur en hefði væntanlega farið upp í 200-300 CHF hér.
Til að halda upp á stórinnkaupin eldaði Elma Andarbringu L´Orange og var rauðvínið sem Hugrún og Gísli færðu okkur drukkið með og það var sko ekki af verri endanum.. eitthvað vín frá 1998, ávaxtaríkt með smá sýru og mátti sjá á röndinni að það var a.m.k. 4urra ára gamalt því hún var orðin appelsínugul en ekki fagurbleik eins og þegar um yngri vín er að ræða. Gott vín og færum við þeim skötuhjúum aftur kærar þakkir fyrir það.