Samstag, September 28, 2002
Leikurinn fór ekki alveg eins og ég hafði spáð fyrir um en svona er lífið. Enginn er spámaður í sínu heimalandi og ég ekki heldur í örðu landi. Diouf fór þó inn á, átti gott skot í vinstra hornið og kröftugan skalla sem fór því miður beint á markmanninn.
Annað, vöknuðum með andfælum þarsíðustu nótt. Ég hljóp á fætur, kveikti ljósið og fékk grun minn staðfestann... Skjöldur Orri kominn með ælupest. Þurftum að þrífa allt dótið og skipta um náttföt á drenginn og síðan enn aftur klukkutíma síðar. Þetta er ekkert grín en auðvitað bara liður í því að eiga barn og sem betur fer var þetta bara allt og sumt. Skjöldur var svo hress í gær að hann hefði alveg getað mætt í leikskólann en við foreldrarnir ákváðum þó að hafa hann heima ef hann skyldi æla meira.
Annað, vöknuðum með andfælum þarsíðustu nótt. Ég hljóp á fætur, kveikti ljósið og fékk grun minn staðfestann... Skjöldur Orri kominn með ælupest. Þurftum að þrífa allt dótið og skipta um náttföt á drenginn og síðan enn aftur klukkutíma síðar. Þetta er ekkert grín en auðvitað bara liður í því að eiga barn og sem betur fer var þetta bara allt og sumt. Skjöldur var svo hress í gær að hann hefði alveg getað mætt í leikskólann en við foreldrarnir ákváðum þó að hafa hann heima ef hann skyldi æla meira.