Mittwoch, September 04, 2002
Um daginn keyptum við nýja diskinn með hljómsveitinni Red Hot Chili Peppers sem ber heitið "By the Way". Ólíkt hinum sem ég á (Blood Sugar Sex Magic) þá er sá nýi ansi rólegur en engu að síður þrælgóður, einhvers staðar las ég að hljómsveitarmeðlimir hefðu setið og stúderað lög Beach Boys til þess að ná góðu valdi á þeirri röddun sem strandarstrákarnir höfðu. Á öllu heyrist mér sem þeim hafi tekist það vel og eru röddunin alveg brilliant, eftir 6-7 hlustanir verð ég að segja að lög nr. 5 og 16 höfða best til mín en það er alls ekki auðvelt að gera upp á milli þeirra... eru bara frábær.
Fótboltinn loksins byrjaður aftur. Eftir að Senegalinn Diouf gekk í raðir þeirra Lifrarpollsmanna verð ég að segja að það er vel inni hjá mér, með tvíeykið Owen-Diouf í framlínunni spái ég að þeir muni sigra ófáa leikina og jafnvel enda ofar en ManUn í lok vertíðar. Annað lið sem er athyglisvert er auðvitað Real Madrid sem skartar helstu stjörnum heims eins og Figo, Zidane og nú einnig Ronaldo. Ég er nú ekkert sérstaklega hrifinn af þessu liði, sýnir einfaldlega hvað gerist þegar upphæðirnar sem fara í kaup eru komnar út í öfgar.
Í dag skrapp ég í bæinn að verzla afmælisgjöf handa konunni, jú hún átti að vísu afmæli 4. júli, og já ég mundi eftir því. Keypti á sínum tíma handa henni Swatch "Skin" úr en það reyndist ekki góð gjöf þegar upp var staðið (skífan of stór fyrir únliðinn) svo henni var skilað. Góð ráð dýr.... keypti því alla fyrstu þáttaröðina af "Friends" á DVD og féll það bara mjög vel í kramið. Sjálfur hef ég auðvitað líka gaman af Vinum en langar miklu frekar í "Band of Brothers" þættina, þeir eru hrein snilld.
Fótboltinn loksins byrjaður aftur. Eftir að Senegalinn Diouf gekk í raðir þeirra Lifrarpollsmanna verð ég að segja að það er vel inni hjá mér, með tvíeykið Owen-Diouf í framlínunni spái ég að þeir muni sigra ófáa leikina og jafnvel enda ofar en ManUn í lok vertíðar. Annað lið sem er athyglisvert er auðvitað Real Madrid sem skartar helstu stjörnum heims eins og Figo, Zidane og nú einnig Ronaldo. Ég er nú ekkert sérstaklega hrifinn af þessu liði, sýnir einfaldlega hvað gerist þegar upphæðirnar sem fara í kaup eru komnar út í öfgar.
Í dag skrapp ég í bæinn að verzla afmælisgjöf handa konunni, jú hún átti að vísu afmæli 4. júli, og já ég mundi eftir því. Keypti á sínum tíma handa henni Swatch "Skin" úr en það reyndist ekki góð gjöf þegar upp var staðið (skífan of stór fyrir únliðinn) svo henni var skilað. Góð ráð dýr.... keypti því alla fyrstu þáttaröðina af "Friends" á DVD og féll það bara mjög vel í kramið. Sjálfur hef ég auðvitað líka gaman af Vinum en langar miklu frekar í "Band of Brothers" þættina, þeir eru hrein snilld.