Mittwoch, September 11, 2002

 
Þegar við vorum hérna sumarið ´98 var veðrið alveg frábært. Einnig var það mjög gott 2000, sumarið 01 var svona bærilegt en þetta árið var það vægast sagt ömurlegt. Ég man eftir kannski 2-3 vikum sem veðrið var mjög gott og aðeins vikuna sem Elma og Skjöldur Orri voru heima á Íslandi varð virkilega heitt. Maður bara rétt vonar að sumarið 2003 verði gott enda vitum við ekki hvort við verðum hér mikið lengur en fram á næsta haust.

Í afmælisgjöf frá Helgu og Nick fengum við þessa fínu Wok pönnu. Hingað til vorum við búin að nota hana einu sinni, þegar við elduðum einhvern kjúklingaréttinn í bókinni sem fylgdi en síðan hefur hún legið í dái. Nú var kominn tími til þess að taka hana upp aftur og fyrir valinu... djúpsteiktur þorskur. Elma bjó til orly-deig og ég steikti síðan bitana á Wokinu, styst er frá því að segja að það myndaðist alveg viðbjóðsleg bræla í eldhúsinu með tilheyrandi reik og sökum þess hve blautur fiskurinn var að innan þá spyttust litlir olíudropar í allar áttir. Nú skil ég hvers vegna alvöru djúpsteikingarpottar, eins og t.d. amma og afi eiga, eru með þykku loki! Annars var þetta bara gott á bragðið því Skjöldur Orri hakkaði í sig fiskmetið... gott fyrir heilann.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?