Donnerstag, September 05, 2002

 
TSCHÜSS! Það er fyrsta orðið sem Skjöldur Orri lærði á þýsku. Þetta ásamt öðru(m) germönskum orðum sem pilturinn hefur tekið upp á að sjálfsögðu rætur sínar að rekja til leikskólans þar sem hann unir sér eins vel og hægt væri að óska sér. Við foreldrarnir vorum að sjálfsagðir afar stoltir þegar við heyrðum orðið fyrst af vörum Skjaldar og fengum hann til þess að endurtaka það (ekki er hægt að tala um endurtekningu þar sem við fengum um 20 afbrigði) þar til hann hélt að við værum eitthvað skrýtin.

Allt á fullu í heimboðum um þessar mundir sem er nú ekki amalegt. Annað kvöld förum við í ostaveislu til Kristjáns og Juliana í Baden, það minnti mig á að Ju spilar á píanó og fór ég því í gegn um nóturnar mínar til þess að sjá hvort við gætum spilað eitthvað saman (hún stakk upp á þessu svo ég varð nú a.m.k. að athuga málið). Jú fann flott stykki eftir Franz Dradla en þarf meiri æfingu til þess að komast verkinu skammlaust frá mér, og hvað gerir maður þá, tekur upp fiðluna og.... damn D-strengurinn slitinn. Keypti því einn af synoxa tegund í dag (oliv sem er betri því það er gull í honum kostaði 40 CHF!!! og fátækir námsmenn geta því bara leyft sér Synoxa) og prufaði að spila verkið. Að sjálfsögðu var frammistaða mín til bágborinnar skammar og er þetta eitthvað sem ég þarf að bæta.

Þar á eftir, einhvern tímann á næstu dögum, munum við líklegast fara í hangikjöt og fleiri íslenskar kræsingar til Alla og Söndru sem eru því miður að flytja heim á klakann í næsta mánuði. Svona er lífið.

Að lokum vil ég minna lesendur, ef einhverjir eru, að ummæli eru alltaf vel þegin. Þurfa hvorki að vera fyndin, snjöll né skemmtileg.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?