Sonntag, September 29, 2002

 
Smá saga af matargerð. Um daginn höfðum við grjónagraut í matinn og bjuggum til rúmlegan skammt með það í huga að nota afganginn í vöfflur eins og Amma Þorbjörg var oft vön að gera með alls kyns afganga. Í fyrsta lagi þá tóku hrísgrónin allt of mikið vatn upp í sig þannig að grauturinn varð nú ekkert svakalegur góður og síðan vissum við auðvitað ekki hvernig best væri að breyta grautnum í vöffludeig, jú smá egg, hveiti, vanilludropa, mjólk og súkkulaðispænir. Niðurstaðan voru vöfflur sem smökkuðust frekar furðulega en þetta var aldeilis skemmtileg tilraunastarfsemi.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?