Mittwoch, Oktober 30, 2002

 
Nu er hann Skjoldur Orri lasinn og buinn ad vera i 3 daga. Ekkert alvarlegt heldur sma hiti og tekur thad thvi ekki einu sinni ad setja i hann stil.

Vid gerum rad fyrir thvi ad hann verdi finn a morgun thvi tha aetla thau maedginin ad skera ut grasker a leikskolanum fyrir halloween hatidina sem haldin verdur a fostudaginn (reyndar ekki beint halloween heldur heitir Raeblilichtliumzug her i bae). Eg vil ekki vera thekktur fyrir lidleskjuhatt og mun thvi baka ponnukokur a la Eyfi og kenna folkinu her hvernig snaeda skal sykurponnukokur.

Nog ad gera. Gutti a audvitad afmaeli eftir rett ruma viku og verdur ad sjalfsogdu haldid afmaelisbod fyrir helstu velunnara Skjaldar i Zuerich. Thann 15. nov verdur sidan ostakvold hja okkur Islendingunum (raclette og fondue) og sidan styttist i ad vid komum heim. Maedginin i byrjun des en eg 2 vikum sidar.

Donnerstag, Oktober 24, 2002

 
Við Elma erum þjófar, það er a.m.k. álit starfsmanns nokkurs á bókasafninu hér í borg. Mál er þannig með vexti að við tókum 2 DVD myndir að láni og svo viku síðar skilaði ég myndunum... eða svo hélt ég. Starfsmennirnir haga hlutum þannig að þeir nenna ekki að taka persónulega við myndum/bókum heldur hreyta í manni skipun þess efnis að skilja dótið bara eftir á borðinu. Maður er frekar skeptískur en hlýðir þó. Hvað gerist síðan, jú við fáum bréf sent heim þess efnis að við skuldum pening því það sé komin sekt á eina spóluna... sem ég skilaði!!

Fórum auðvitað beint upp á bókasafn að útskýra málið og benda á að hver sem er hefði getað tekið diskinn af borðinu og hann áfram skráður á okkur. En um leið og kella heyrði að við mæltum eitthvað annað en hreina Sviss-Þýsku þá dró "tíkin" strax þá ályktun að við værum skv. skilgreiningu óheiðarleg í eðli okkar og sagði hún þetta við yfirmann sinn í gegn um síma beint fyrir framan nefið á okkur. Skilaboðin sem við fengum svo: "Mér var sagt að biðja ykkur um að fara heim og leita betur að DVD disknum!" Halló!! leita að diski sem við skiluðum... "Verið svo vinsamleg að leita betur heima, við sjáum svo hvort ÞIÐ hafið fundið hann". Dónaskapurinn!

Aðrar fréttir. Ég er í viðgerðarliðinu á leikskólanum sem þýðir að ég fæ löskuð leikföng í hendurnar og á að gera mitt besta til þess að koma þeim aftur í gott ástand. Fyrsta verkefnið var að líma hálsinn aftur á Ukulele (auðveldasta hljóðfæri í heimi skv. heimsmetabók Guinness, Matlock lögmaður spilar á Ukulele) hljóðfæri ásamt því að redda nýjum skrúfum og strengjum... ekkert mál fyrir tónlistarmanninn Eyfa og tókst mér meira að segja að stilla hann eftir minni... svaka stuð.

Á morgun förum við hjónin í dagsferð til Germaníu. Áfangastaðurinn þetta skiptið er Singen og takmarkið að verzla einhver ósköp af ódýrum mat, bjór, e.t.v. DVD, afmælisgjöf handa Skildi Orra og fá okkur rómantískan hádegisverð að Þýskum hætti. Bílinn er Opel Aguila og var ákvörðun tekin um að fara á þessum eftir að við skoðuðum Smart-inn og komumst að þeirri niðurstöðu að hann væri einfaldlega hlægilega lítill.

Sonntag, Oktober 20, 2002

 
"Skjöldur, ertu búinn að kúka?".... "Nei!".
"Skjöldur, þarf að skipta um bleiu?"...."Nei".
nokkrum mínútum síðar....
"Skjöldur, viltu fara í rúmið?"...."Nei!".
"Skjöldur, viltu djús, eða vatn?"... "Nei!".

Það er nokkuð greinilegt að pilturinn er á nei-skeiðinu. Stundum svarar hann nei þótt greinilegt sé að svarið "ætti" að vera JÁ, gott dæmi er spurningin um kúkinn. Hann stendur á tám vegna óþæginda, nýbúinn að vera fjólublár í framan af rembingi og þessi fíni ilmur er farinn að finnast um alla íbúðina... Samt er svarið "Nei!".

Í gær var okkur boðið í þetta fína 24. árs afmæli til Telmu sem býr ásamt hálfíslenskum eiginmannni sínum hér rétt fyrir utan Zürich. Hún hafði greinilega verið að baka allan föstudaginn því kræsingarnar voru þvílíkar, næstum því 1 kaka á mann auk bjórs, hvítvíns, rauðvíns eins og hægt var í sig að láta... allir voru samt bara rólegir. Í gjöf frá okkur fékk hún nýja Red Hot diskinn enda frábær gripur það.

Á morgun fer ég í klippingu enda tími til kominn. Ég er að velta því fyrir mér að láta lita það rautt en efast um að ég láti verða af því... hef aldrei gerst svo djarfur að setja lit í hárið og er orðinn of gamall til að hefja slíka ævintýramennsku.

Donnerstag, Oktober 17, 2002

 
Sidasta profinu minu...ever....er lokid. Efnid thessu sinni var "Digitale Signalverarbeitung II" sem fjallar um slembibreytur, slembiferli, LMMS, Wiener,trellis, Viterbi, ML-mat, bayes-mat, MAP-mat og svo loks notkun Forney-Faktor blokkmynda i stafraenni merkjafraedi.

hvad um thad, fekk annars vegar themad vigurrum og innfelldi (skilgreiningar, samband vid stakraen, hlidraen merki, takmarkanir o.s.frv.), hins vegar Wiener-sia (sem hefur ekkert med Austurriki ad gera). Aldrei thessu vant var eg einstaklega vel undirbuinn og kunni thvi allar formulur og skilgreiningar utanbokar sem hafdi thad i for med ser ad frammistadan var prydileg. Prof. Loeliger reyndi adeins ad leida mig i gildru en mer tokst sem betur fer ad sneida fram hja henni. Sem sagt allt buid og fekk eg mer bjor ad launum, nja reyndar splaesti kunningi minn sem gerdi hann enn bragdbetri.

Skjoldur Orri er alltaf ad throskast. Nu er hann farinn ad mynda stuttar setningar: "Mami kchomm", "Pabi mahlen" er medal snjallyrda sem gutti framreiddi i gaer. Einnig er pilturinn ordinn hugumstor i leikskolanum. Adalfostran hans, hun Daniela, sagdi Elmu fra thvi ad Skjoldur asamt nokkrum piltum hefdu skyndilega horfid. Uppi vard fotur og fit og eftir nokkra eftirgrennslan fundu thaer guttana a naestu haed fyrir nedan (litlu bornin eru bara a efstu haedinni). Ad sjalfsogdu voru vandraedagemsarnir skammadir og theim sagt ad svona aetti ekki ad gera en haldidi hvad.... Orfaum augnablikum sidar hofdu Skjoldur asamt fylgdarmanni endurtekid leikinn. Svo sem ekkert skrytid thar sem haedin fyrir nedan er natturulega ekkert annad en nyr og betri heimur... thid vitid thetta med grasid hinum megin o.s.frv. Vid foreldrarnir erum ad sjalfsogdu haestanaegd med drenginn. Betra ad vera aevintyragjarn og laerdomsfus heldur enn letingi uti i horni.

Island 3 - Lithaen 0. Aldeilis skemmtileg urslit a medan "Risarnir" Italia tapadi fyrir Galliu... Gallia hvad er nu thad, eg var ad velta thessu fyrir mer a medan eg horfdi a leikinn en fekk litinn botn i malinu fyrr en eg sa Ryan Giggs a vellinum... Aha hlytur ad vera Wales. Frekar fyndid.


Talandi um fyndni tengda fotbolta tha er alveg drephlaegileg grein i baggalutinum, sem var reyndar skrifud i kjolfar skotatapsins og skal hafa thad til hlidsjonar thegar hun er lesin. Thar sem eg sa ekki i fljotu bragdi hvernig madur linkar i einstaka frett laet eg hana bara fylgja her a eftir. Their bidja mig tha bara um ad eyda faerslunni.

"Knattspyrnustjarnan og Íslandsvinurinn Eidur Gudjohnsen er hæstánægður með heimsókn sína til landsins. Telur hann mjög mikilvægt að fá smá frí frá alvöru knattspyrnu í byrjun hausts og spila smá með landsliðinu.
“Það var alveg geðveikt að hitta gömlu félagana aftur,” sagði Eidur í spjalli við Baggalút yfir bjór. “Helgin var líka ógeðslega skemmtileg, við fórum á Nasa bæði kvöldin og djömmuðum feitt. Ég er alveg timbraður ennþá!”
En hvað fannst honum um leikinn? “Ha? Jaaá... Jújú, það var alveg fínt sko. Áttum náttúrulega aldrei séns, svo við vorum ekkert að reyna. En þetta var alveg gaman sko,” sagði Eidur að lokum"

Freitag, Oktober 11, 2002

 
Talandi um Daó formann, lesið þá þessa grein sem Már Örlygsson skrifaði.

Montag, Oktober 07, 2002

 
Nú er mamma farin, þetta var stutt en engu að síður mikið gaman og er ég ekki í vafa um að Skjöldur Orri hafi líkað heimsóknin sérstaklega vel. Frá þeirri stundu sem pilturinn sá risastóra babú-bílinn er mamma keypti handa gutta fékk hún ca 99% athygli hans, ef hún svo mikið sem skrapp á klósettið heyrðist... "Amma, Amma"

Varðandi kvöldmatinn, þá buðum við að sjálfsögðu upp á Svissneskt Raclette þar sem vertíðin er hafin. Þetta er svo að segja staðlaði gestarétturinn að vetri til hjá okkur hjónunum og hafa nú Pabbi, Eddi frændi og Mamma verið þess heiðurs aðnjótandi að fá þennan ágætis "rétt".

Samstag, Oktober 05, 2002

 
Mamma kom með nýju stafrænu myndavélina sem hún keypti í fríhöfninni. Til að vígja gripinn, sem getur m.a. tekið vídeómyndir ákváðum við að kvikmynda Skjöld Orra aðeins og setja inn á netið. Afraksturinn er þessi:
Skjöldur að fela sig
Skjöldur að púsla

Donnerstag, Oktober 03, 2002

 
Styttist í að mamma komi í heimsókn. Í tilefni þess hef ég verið að kenna Skildi að segja Amma á meðan ég sýni honum mynd af mömmu og held ég bara að stráksi sé farinn að tengja. T.d. sagði ég við hann í dag: "Skjöldur, hver er að koma í heimsókn?"... bjóst svo sem ekki við neinu vitrænu svari en hann svaraði um hæl "ammma". Sko stráksa

Meðal annarra orða sem Skjöldur Orri ræður við er:
ísl: Kaka, Mamma, Amma, Pabbi, djús, halló, nei, meir
þýsk: ball, tschüss, mehr, mami

Nú er ég búinn að læra heima í allt of langan tíma, fyrst sumarfrí og síðan próftímabil sem spannar tæpan mánuð. Öllu má nú ofgera og sagði ég við skólafélaga mína að þetta væri meira ruglskipulagið, þeir tóku þá bara andköfum og fannst þetta vera allt of stutt. Svissarar eru klikk.

Hvað um það, ég hlusta gjarnan á tónlist á meðan ég les þótt rannsóknir segi að það sé ekki mjög gott og nú er ég búinn að fá ógeð á þeim fáu diskum sem við eigum. Skrapp því í bæinn og keypti Dido diskinn "No Angel" sem var því miður einn af diskunum sem hurfu á Spáni og hafði ég saknað hans mikið.

Mittwoch, Oktober 02, 2002

 
Um daginn lentum við í þeirri ágætu lífsreynslu að vera rænd hér í Zürich. Fólk er varað við því hérna að fingralangir náungar leynist víða og því sé betra að halda utan um budduna og passa upp á lausa muni. Hvað um það, Elma er á leið í tram að skila DVD mynd og hvað gerist.... þegar hún lítur næst í bakpokann er fremsta hólfið galopið og diskurinn auðvitað horfinn. Þegar á bókasafnið var komið þá leit afgreiðslukonan á Elmu eins og forhertan glæpamann þegar hún útskýrði hvað hafði gerst, örugglega ekki nokkur vafi um að þessi útlendingur væri bara þjófur. Niðurstaðan: Þurfum að leggja út 40CHF fyrir diskinum og 10CHF í innskráningargjald. ERGELSI

Sem betur fer er ég líka með góðar fréttir. Mamma kemur í heimsókn á laugardaginn og verður í 1 og hálfan sólarhring, við erum þegar búin að kaupa okkur bíómiða á "Bend it like Beckham" því það er ekki á hverjum degi sem maður fær ókeypis pössun og síðan verður eitthvað voðalega gott í matinn, leyndó sem verður uppljóstrað eftir helgina.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?