Sonntag, Oktober 20, 2002

 
"Skjöldur, ertu búinn að kúka?".... "Nei!".
"Skjöldur, þarf að skipta um bleiu?"...."Nei".
nokkrum mínútum síðar....
"Skjöldur, viltu fara í rúmið?"...."Nei!".
"Skjöldur, viltu djús, eða vatn?"... "Nei!".

Það er nokkuð greinilegt að pilturinn er á nei-skeiðinu. Stundum svarar hann nei þótt greinilegt sé að svarið "ætti" að vera JÁ, gott dæmi er spurningin um kúkinn. Hann stendur á tám vegna óþæginda, nýbúinn að vera fjólublár í framan af rembingi og þessi fíni ilmur er farinn að finnast um alla íbúðina... Samt er svarið "Nei!".

Í gær var okkur boðið í þetta fína 24. árs afmæli til Telmu sem býr ásamt hálfíslenskum eiginmannni sínum hér rétt fyrir utan Zürich. Hún hafði greinilega verið að baka allan föstudaginn því kræsingarnar voru þvílíkar, næstum því 1 kaka á mann auk bjórs, hvítvíns, rauðvíns eins og hægt var í sig að láta... allir voru samt bara rólegir. Í gjöf frá okkur fékk hún nýja Red Hot diskinn enda frábær gripur það.

Á morgun fer ég í klippingu enda tími til kominn. Ég er að velta því fyrir mér að láta lita það rautt en efast um að ég láti verða af því... hef aldrei gerst svo djarfur að setja lit í hárið og er orðinn of gamall til að hefja slíka ævintýramennsku.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?