Mittwoch, Oktober 02, 2002

 
Um daginn lentum við í þeirri ágætu lífsreynslu að vera rænd hér í Zürich. Fólk er varað við því hérna að fingralangir náungar leynist víða og því sé betra að halda utan um budduna og passa upp á lausa muni. Hvað um það, Elma er á leið í tram að skila DVD mynd og hvað gerist.... þegar hún lítur næst í bakpokann er fremsta hólfið galopið og diskurinn auðvitað horfinn. Þegar á bókasafnið var komið þá leit afgreiðslukonan á Elmu eins og forhertan glæpamann þegar hún útskýrði hvað hafði gerst, örugglega ekki nokkur vafi um að þessi útlendingur væri bara þjófur. Niðurstaðan: Þurfum að leggja út 40CHF fyrir diskinum og 10CHF í innskráningargjald. ERGELSI

Sem betur fer er ég líka með góðar fréttir. Mamma kemur í heimsókn á laugardaginn og verður í 1 og hálfan sólarhring, við erum þegar búin að kaupa okkur bíómiða á "Bend it like Beckham" því það er ekki á hverjum degi sem maður fær ókeypis pössun og síðan verður eitthvað voðalega gott í matinn, leyndó sem verður uppljóstrað eftir helgina.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?