Donnerstag, Oktober 24, 2002

 
Við Elma erum þjófar, það er a.m.k. álit starfsmanns nokkurs á bókasafninu hér í borg. Mál er þannig með vexti að við tókum 2 DVD myndir að láni og svo viku síðar skilaði ég myndunum... eða svo hélt ég. Starfsmennirnir haga hlutum þannig að þeir nenna ekki að taka persónulega við myndum/bókum heldur hreyta í manni skipun þess efnis að skilja dótið bara eftir á borðinu. Maður er frekar skeptískur en hlýðir þó. Hvað gerist síðan, jú við fáum bréf sent heim þess efnis að við skuldum pening því það sé komin sekt á eina spóluna... sem ég skilaði!!

Fórum auðvitað beint upp á bókasafn að útskýra málið og benda á að hver sem er hefði getað tekið diskinn af borðinu og hann áfram skráður á okkur. En um leið og kella heyrði að við mæltum eitthvað annað en hreina Sviss-Þýsku þá dró "tíkin" strax þá ályktun að við værum skv. skilgreiningu óheiðarleg í eðli okkar og sagði hún þetta við yfirmann sinn í gegn um síma beint fyrir framan nefið á okkur. Skilaboðin sem við fengum svo: "Mér var sagt að biðja ykkur um að fara heim og leita betur að DVD disknum!" Halló!! leita að diski sem við skiluðum... "Verið svo vinsamleg að leita betur heima, við sjáum svo hvort ÞIÐ hafið fundið hann". Dónaskapurinn!

Aðrar fréttir. Ég er í viðgerðarliðinu á leikskólanum sem þýðir að ég fæ löskuð leikföng í hendurnar og á að gera mitt besta til þess að koma þeim aftur í gott ástand. Fyrsta verkefnið var að líma hálsinn aftur á Ukulele (auðveldasta hljóðfæri í heimi skv. heimsmetabók Guinness, Matlock lögmaður spilar á Ukulele) hljóðfæri ásamt því að redda nýjum skrúfum og strengjum... ekkert mál fyrir tónlistarmanninn Eyfa og tókst mér meira að segja að stilla hann eftir minni... svaka stuð.

Á morgun förum við hjónin í dagsferð til Germaníu. Áfangastaðurinn þetta skiptið er Singen og takmarkið að verzla einhver ósköp af ódýrum mat, bjór, e.t.v. DVD, afmælisgjöf handa Skildi Orra og fá okkur rómantískan hádegisverð að Þýskum hætti. Bílinn er Opel Aguila og var ákvörðun tekin um að fara á þessum eftir að við skoðuðum Smart-inn og komumst að þeirri niðurstöðu að hann væri einfaldlega hlægilega lítill.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?