Donnerstag, Oktober 17, 2002

 
Sidasta profinu minu...ever....er lokid. Efnid thessu sinni var "Digitale Signalverarbeitung II" sem fjallar um slembibreytur, slembiferli, LMMS, Wiener,trellis, Viterbi, ML-mat, bayes-mat, MAP-mat og svo loks notkun Forney-Faktor blokkmynda i stafraenni merkjafraedi.

hvad um thad, fekk annars vegar themad vigurrum og innfelldi (skilgreiningar, samband vid stakraen, hlidraen merki, takmarkanir o.s.frv.), hins vegar Wiener-sia (sem hefur ekkert med Austurriki ad gera). Aldrei thessu vant var eg einstaklega vel undirbuinn og kunni thvi allar formulur og skilgreiningar utanbokar sem hafdi thad i for med ser ad frammistadan var prydileg. Prof. Loeliger reyndi adeins ad leida mig i gildru en mer tokst sem betur fer ad sneida fram hja henni. Sem sagt allt buid og fekk eg mer bjor ad launum, nja reyndar splaesti kunningi minn sem gerdi hann enn bragdbetri.

Skjoldur Orri er alltaf ad throskast. Nu er hann farinn ad mynda stuttar setningar: "Mami kchomm", "Pabi mahlen" er medal snjallyrda sem gutti framreiddi i gaer. Einnig er pilturinn ordinn hugumstor i leikskolanum. Adalfostran hans, hun Daniela, sagdi Elmu fra thvi ad Skjoldur asamt nokkrum piltum hefdu skyndilega horfid. Uppi vard fotur og fit og eftir nokkra eftirgrennslan fundu thaer guttana a naestu haed fyrir nedan (litlu bornin eru bara a efstu haedinni). Ad sjalfsogdu voru vandraedagemsarnir skammadir og theim sagt ad svona aetti ekki ad gera en haldidi hvad.... Orfaum augnablikum sidar hofdu Skjoldur asamt fylgdarmanni endurtekid leikinn. Svo sem ekkert skrytid thar sem haedin fyrir nedan er natturulega ekkert annad en nyr og betri heimur... thid vitid thetta med grasid hinum megin o.s.frv. Vid foreldrarnir erum ad sjalfsogdu haestanaegd med drenginn. Betra ad vera aevintyragjarn og laerdomsfus heldur enn letingi uti i horni.

Island 3 - Lithaen 0. Aldeilis skemmtileg urslit a medan "Risarnir" Italia tapadi fyrir Galliu... Gallia hvad er nu thad, eg var ad velta thessu fyrir mer a medan eg horfdi a leikinn en fekk litinn botn i malinu fyrr en eg sa Ryan Giggs a vellinum... Aha hlytur ad vera Wales. Frekar fyndid.


Talandi um fyndni tengda fotbolta tha er alveg drephlaegileg grein i baggalutinum, sem var reyndar skrifud i kjolfar skotatapsins og skal hafa thad til hlidsjonar thegar hun er lesin. Thar sem eg sa ekki i fljotu bragdi hvernig madur linkar i einstaka frett laet eg hana bara fylgja her a eftir. Their bidja mig tha bara um ad eyda faerslunni.

"Knattspyrnustjarnan og Íslandsvinurinn Eidur Gudjohnsen er hæstánægður með heimsókn sína til landsins. Telur hann mjög mikilvægt að fá smá frí frá alvöru knattspyrnu í byrjun hausts og spila smá með landsliðinu.
“Það var alveg geðveikt að hitta gömlu félagana aftur,” sagði Eidur í spjalli við Baggalút yfir bjór. “Helgin var líka ógeðslega skemmtileg, við fórum á Nasa bæði kvöldin og djömmuðum feitt. Ég er alveg timbraður ennþá!”
En hvað fannst honum um leikinn? “Ha? Jaaá... Jújú, það var alveg fínt sko. Áttum náttúrulega aldrei séns, svo við vorum ekkert að reyna. En þetta var alveg gaman sko,” sagði Eidur að lokum"
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?