Montag, Oktober 07, 2002

 
Nú er mamma farin, þetta var stutt en engu að síður mikið gaman og er ég ekki í vafa um að Skjöldur Orri hafi líkað heimsóknin sérstaklega vel. Frá þeirri stundu sem pilturinn sá risastóra babú-bílinn er mamma keypti handa gutta fékk hún ca 99% athygli hans, ef hún svo mikið sem skrapp á klósettið heyrðist... "Amma, Amma"

Varðandi kvöldmatinn, þá buðum við að sjálfsögðu upp á Svissneskt Raclette þar sem vertíðin er hafin. Þetta er svo að segja staðlaði gestarétturinn að vetri til hjá okkur hjónunum og hafa nú Pabbi, Eddi frændi og Mamma verið þess heiðurs aðnjótandi að fá þennan ágætis "rétt".
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?