Donnerstag, Oktober 03, 2002
Styttist í að mamma komi í heimsókn. Í tilefni þess hef ég verið að kenna Skildi að segja Amma á meðan ég sýni honum mynd af mömmu og held ég bara að stráksi sé farinn að tengja. T.d. sagði ég við hann í dag: "Skjöldur, hver er að koma í heimsókn?"... bjóst svo sem ekki við neinu vitrænu svari en hann svaraði um hæl "ammma". Sko stráksa
Meðal annarra orða sem Skjöldur Orri ræður við er:
ísl: Kaka, Mamma, Amma, Pabbi, djús, halló, nei, meir
þýsk: ball, tschüss, mehr, mami
Nú er ég búinn að læra heima í allt of langan tíma, fyrst sumarfrí og síðan próftímabil sem spannar tæpan mánuð. Öllu má nú ofgera og sagði ég við skólafélaga mína að þetta væri meira ruglskipulagið, þeir tóku þá bara andköfum og fannst þetta vera allt of stutt. Svissarar eru klikk.
Hvað um það, ég hlusta gjarnan á tónlist á meðan ég les þótt rannsóknir segi að það sé ekki mjög gott og nú er ég búinn að fá ógeð á þeim fáu diskum sem við eigum. Skrapp því í bæinn og keypti Dido diskinn "No Angel" sem var því miður einn af diskunum sem hurfu á Spáni og hafði ég saknað hans mikið.
Meðal annarra orða sem Skjöldur Orri ræður við er:
ísl: Kaka, Mamma, Amma, Pabbi, djús, halló, nei, meir
þýsk: ball, tschüss, mehr, mami
Nú er ég búinn að læra heima í allt of langan tíma, fyrst sumarfrí og síðan próftímabil sem spannar tæpan mánuð. Öllu má nú ofgera og sagði ég við skólafélaga mína að þetta væri meira ruglskipulagið, þeir tóku þá bara andköfum og fannst þetta vera allt of stutt. Svissarar eru klikk.
Hvað um það, ég hlusta gjarnan á tónlist á meðan ég les þótt rannsóknir segi að það sé ekki mjög gott og nú er ég búinn að fá ógeð á þeim fáu diskum sem við eigum. Skrapp því í bæinn og keypti Dido diskinn "No Angel" sem var því miður einn af diskunum sem hurfu á Spáni og hafði ég saknað hans mikið.