Dienstag, Dezember 27, 2005

 
Fortune dagsins
Lady Nancy Astor: "Winston, if you were my husband, I'd put poison in your coffee."
Winston Churchill: "Nancy, if you were my wife, I'd drink it."

Alltaf jafnbeittur hann Churchill kallinn.


Helstu tíðindi
Reyndar gömul tíðindi en ég átti alltaf eftir að setja þessa ágætu mynd, sem ég tók með farsímanum mínum, inn á síðuna mína. Mér finnst að fólk sem að leggur svona snilldarlega ætti að taka ökuprófið aftur. Það nær engri átt hvað sumir eru sjálfselskir.


Hnakkinn Posted by Picasa

Eins og sjá má eru þessi tvö stæði sem Hnakkinn lagði undir sig stödd nánæst beint fyrir framan Hagkaup í Skeifunni. Eina leiðin til að toppa þetta er að leggja með svipuðum hætti yfir tvö hjólastólastæði.


Jólagjafir, jólagjafir. Þessi jól voru alveg prýðileg. Fék t.a.m. fínan Strellson jakka frá "gamla settinu", draum gólfarans og bókina við enda hringsins frá Elmu og Star Wars IV til VI frá mágum mínum svo eitthvað sé nefnt. Allt fínar gjafir og mikið étið af hangikjöti.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?