Freitag, Dezember 16, 2005

 
Fortune dagsins
No house is childproofed unless the little darlings are in straitjackets.


Helstu tíðindi
Ég er frekar þreytulegur og vankaður í dag. Ástæðan að flugið heim í gær frá Köben seinkaði og í ofanálag þurftu flugmennirnir að sneiða fram hjá stormi. Vélin lenti því rúmlega klukkutíma seinna en áætlað var sem þýddi að Elma og Skjöldur þurftu að bíða ansi ansi lengi. Notaði tímann í vélinni vel við að fara yfir jólaprófin og gekk það ágætlega.

Fundirnir í Stockhólmi voru góðir og sérstaklega gaman var að jólahlaðborðinu þar sem boðið var upp á ferskum rækjum, skelfiski og risakrabbarækjum á ís sem jafnaðist á við besta nammi. Hlaðborðið sjálft var ágætt og toppaði með eftirréttaborðinu. Eplakaka með vanillusósu og sænsk ostakaka með ávaxtasósu...Mmmm fékk nett deja-vu af ostakökunni sem þýðir að ég hlýt að hafa borðað svoleiðis þegar ég bjó í Sverige í denn.

Helgin verður vonandi róleg en ég verð að sjá alfarið um drenginn næstu tvo dagana eða svo því Elma var í lasersjónsaðgerð í morgun. Nú er ég eini gleraugnaglámurinn í fjölskyldunni!
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?