Freitag, Dezember 30, 2005
Fortune dagsins
This guy runs into his house and yells to his wife, "Kathy, pack up your bags! I just won the California lottery!"
"Honey!", Kathy exclaims, "Shall I pack for warm weather or cold?"
"I don't care," responds the husband. "just so long as you're out of the house by dinner!"
Þessi hefur greinilega gifst til fjár... og gengið vel á féð.
Helstu tíðindi
M&P komu í snæðing til okkar í gær. Á boðstólnum voru nokkur mismunandi paté, hráverkað kjöt, 1999 rioca og annað meðlæti. Á heildina litið mjög góður matur. Eftir matinn mætti síðan Kristján Svissvinur í heimsókn til þess að kveðja okkur, snökt. Það er alltaf gaman að hitta Stjána kallinn, sem er nú orðinn Senior Engineer hjá Alstom, en því miður þýðir það að hann mun líklega ekki flytja heim í bráð :+(
Ég er að verða búinn að læra fyrsta kaflann í tunglskinssónötunni utanbókar og því farinn að svipast eftir öðrum verkum. Mér til mikillar ánægju barst mér tölvupóstur þess efnis að ég hefði fengið jólagjöf frá everynote.com í formi 5$ inneignar. Ég skellti mér því á síðuna og prentaði út eintaki af "Für Elise" sem er einnig eftir meistara Beethoven. Þótt ég sé tiltölulega nýbyrjaður að líta á verkið þá sé ég strax mikinn mun á eðli verkanna.
Tunglskinssónatan
Er mjög hæg og einsleit þar sem vinstri hendin leikur undirliggjandi hljóma á meðan sú hægri sér um mesta vinnuna. Fjórir fyrstu puttarnir leika meira og minna endurtekningar og lillinn sér oftast um "laglínuna" sem þýðir að krafturinn þarf að vera aðeins meiri þar. Á þessu eru nokkrar undantekningar, sérstaklega í lokin þegar vinstri hendin sér um laglínuna en þrátt fyrir það er sú hægri með krúsidúllurnar.
Für Elise
Við fyrstu sýn virðist sem um miklu meiri samleik vinstri og hægri handar sé að ræða. Minnir mig á tvo kolkrabba sem takast á en mynda samt eina heild. Fyrst kemur hægri hendin með inngang og síðan skiptast hendurnar á að halda laginu gangandi, tengjast og mynda samanhangandi keðju. Um leið og önnur hendin slær síðustu nótuna í sínum hlekk slær hin hendin sína fyrstu nótu í næsta hlekk og svo koll af kolli. Þetta stykki hefur þess fyrir utan meiri rythmabreytingar og fjölbreytni en Tunglskinssónatan því síðar verða hraðir hljómar áberandi en ég er ekki enn kominn svo langt til að geta greint það.
This guy runs into his house and yells to his wife, "Kathy, pack up your bags! I just won the California lottery!"
"Honey!", Kathy exclaims, "Shall I pack for warm weather or cold?"
"I don't care," responds the husband. "just so long as you're out of the house by dinner!"
Þessi hefur greinilega gifst til fjár... og gengið vel á féð.
Helstu tíðindi
M&P komu í snæðing til okkar í gær. Á boðstólnum voru nokkur mismunandi paté, hráverkað kjöt, 1999 rioca og annað meðlæti. Á heildina litið mjög góður matur. Eftir matinn mætti síðan Kristján Svissvinur í heimsókn til þess að kveðja okkur, snökt. Það er alltaf gaman að hitta Stjána kallinn, sem er nú orðinn Senior Engineer hjá Alstom, en því miður þýðir það að hann mun líklega ekki flytja heim í bráð :+(
Ég er að verða búinn að læra fyrsta kaflann í tunglskinssónötunni utanbókar og því farinn að svipast eftir öðrum verkum. Mér til mikillar ánægju barst mér tölvupóstur þess efnis að ég hefði fengið jólagjöf frá everynote.com í formi 5$ inneignar. Ég skellti mér því á síðuna og prentaði út eintaki af "Für Elise" sem er einnig eftir meistara Beethoven. Þótt ég sé tiltölulega nýbyrjaður að líta á verkið þá sé ég strax mikinn mun á eðli verkanna.
Tunglskinssónatan
Er mjög hæg og einsleit þar sem vinstri hendin leikur undirliggjandi hljóma á meðan sú hægri sér um mesta vinnuna. Fjórir fyrstu puttarnir leika meira og minna endurtekningar og lillinn sér oftast um "laglínuna" sem þýðir að krafturinn þarf að vera aðeins meiri þar. Á þessu eru nokkrar undantekningar, sérstaklega í lokin þegar vinstri hendin sér um laglínuna en þrátt fyrir það er sú hægri með krúsidúllurnar.
Für Elise
Við fyrstu sýn virðist sem um miklu meiri samleik vinstri og hægri handar sé að ræða. Minnir mig á tvo kolkrabba sem takast á en mynda samt eina heild. Fyrst kemur hægri hendin með inngang og síðan skiptast hendurnar á að halda laginu gangandi, tengjast og mynda samanhangandi keðju. Um leið og önnur hendin slær síðustu nótuna í sínum hlekk slær hin hendin sína fyrstu nótu í næsta hlekk og svo koll af kolli. Þetta stykki hefur þess fyrir utan meiri rythmabreytingar og fjölbreytni en Tunglskinssónatan því síðar verða hraðir hljómar áberandi en ég er ekki enn kominn svo langt til að geta greint það.