Montag, Dezember 12, 2005

 
Fortune dagsins
During the Reagan-Mondale debates:
Q: "Do you feel that a person's age affects his ability to perform as president?"
Reagan: "I refuse to make an issue out of my opponent's youth and inexperience."

Snillingur!


Helstu tíðindi
Stóratburður. Ég er búinn að kaupa jólatré af gerðinni Norðmannsþinur og skreyta það með hvorki meira né minna en 150 ljósum. Þetta er eitthvað annað en í denn þegar pabbi skreytti gerfitréð með einni 20 ljósa og einni 35 ljósa seríu. Honum til varnaðar þá kostuðu seríurnar morð fjár í gamla daga en með tilkomu betri tækni, fjöldaframleiðslu, nýtingu ódýrs vinnuafls (oftast indverjar eða kínverjar) hafa þessar vörur orðið margfalt ódýrari.

Elma og Skjöldur Orri eru himinlifandi enda jákvæð breyting frá því í fyrra þegar það eina sem ég nennti að gera var að setja upp 1stk gyðingaljósastiku.


Mér tókst einnig að fá frábær sæti fyrir okkur á Katie Melua tónleikana. Sitjum í 3ju röð og hlakka ég því mikið til að njóta kvöldsins.


MR krókurinn
Prófið var á áðan og sé ég tvennt sem var að valda erfiðleikum. Fyrra atriðið er að skuldabréfadæmið, sem ég samdi N.b. ekki, var illa orðað og notaði hugtök sem nemendurnir þekktu sennilega ekki eins og "nafnvirði". Eftir betri útskýringar held ég samt að flestum hafi tekist að tækla það.

Síðara atriðið var þegar beðið var um TVÆR framsetningar á diffurkvóta. Flestir týndu sér í að skilgreina diffurleika falla og áttuðu sig ekki á að einfaldlega var nóg að skrifa tvö markgildi sem eru jafngild... allt annað var óþarfi. Betra er að lesa spurningarnar vel og hugleiða hvað verið sé að biðja um áður en maður æðir hugsunarlaust af stað með pennann á lofti.

Sýnist samt að þau hafi almennt staðið sig með miklum sóma.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?