Freitag, November 29, 2002

 
I gaer hlyddi eg a doktorsvornina hennar Tollyar. Thad sem hun hafdi fram ad faera var thetta fina vaxtarlikan fyrir Vatnajokul og odladist eg mikla vitneskju um hvernig jokullinn aetti ad getad hegdad ser naestu 15thusund arin eda svo.

Skjoldur var hitalaus sem thyddi ad vid komumst baedi i partyid sem a eftir fylgdi og var thad engin sma skemmtun. Flatkokur med reyktum laxi, kokur... m.a. 2 a la Elma sem baru natturulega af og svo audvitad islenskt brennivin, svona til thess ad hrella Svissarana.

I gaer var lika stor dagur fyrir mig thvi tha var nakvaemlega 1 manudur buinn af verkefninu. I thvi tilefni kom leidbeinandinn nidur i "Dyflissuna" (Erum i kjallaraholu sem hefur varla glugga og stundum berst diselfnykur i gegnum loftraestinguna til okkar). Vildi hann meta stoduna og var sem betur fer lukkulegur med arangurinn... Meira svona sagdi hann og er thvi malid ad halda vel a spodunum og missa thetta ekki nidur.

Mittwoch, November 27, 2002

 
Nu er Skjoldur Orri lasinn sem thydir natturulega thad ad hann ma ekki fara i leikskolann. Eitthvad virdist snadinn tho eiga erfitt med ad skilja thad ad hann eigi ad vera heima thvi Skjoldur var sidur en svo sattur thegar eg for i morgun an hans.

Eg hins vegar hef thad bara nokkud agaett thvi Elma bakadi thessar ofsagodu jolasmakokur i gaer og hofum vid Oskar, vinnufelagi minn, verid ad gaeda okkur a theim i morgun... Nammi nammi namm.

Alltaf eitthvad ad gerast hja okkur thar sem ad Maradjofullinn er alltaf ad frkv. einhvern oskunda. Eftir barsmidarnar tyndi hann natturulega lyklunum og fekk i kjolfarid lasamann til thess ad skipta um laesingu.... Eitthvad hefur Marokko-ogedinu sennilega sinnast vid lasasmidinn thvi thad er ekki nein laesing a hurdinni hans, bara allt galopid.

Og thad sem verra er, hann er med havaera tonlist halfa nottina og er ad gera alla i nanustu grennd vitlausa.

Montag, November 25, 2002

 
Thad var i nogu ad snuast thessa helgina. Til ad byrja med hringdi Tota i okkur snemma a laugardaginn til thess ad lata okkur vita ad Andri og Gudny vaeru komin til landsins og i tilefni thess vaeri okkur bodid i mat sidar sama kvold. Einnig kom fram i thessu samtali ad Andri hefdi haldid doktorsvorn sina kvoldid adur!

Eg hafdi mikid hlakkad til ad hlyda a vornina en nu var thad sem sagt of seint og eg audvitad ansi svekktur yfir thessu. Vegna thess hve mikid var ad gera tha hafdi su akvordun verid tekin ad bjoda bara folkinu i deildinni, svo sem skiljanlegt.

Skiptir ekki ollu mali. Thad var alveg frabaert ad hitta hjonakornin aftur thott stutt hafi verid og fannst okkur ekki sem thau vaeru i heimsokn her i Sviss heldur frekar sem thau vaeru bara komin aftur "heim". I sarabaetur var okkur bodid i thritugsafmaeli Andra sem verdur sama kvold og vid forum a hladbordid i Perlunni... og thad besta er ad thau bua tharna rett hja.

Laugardagurinn buinn og kominn sunnudagur. A dagskranni var matur hja Daniel og Gabi asamt Matthiasi fyrrv. kollega minum hja SwissCom og fjolsk. hans.

Elma var svo myndarleg ad bua til thessa frabaeru marsipan-sukkuladikoku. Mmmmm hef sjaldan smakkad annad eins salgaeti og greinilega likadi gestgjofunum vid kokuna thvi vid fengum kokudiskinn toman til baka... thau hirtu afganginn. Vid vorum svolitid svekkt ad geta ekki gaett okkur a leifunum thegar heim var komid en letum thad ekki skyggja a annars frabaert kvold.

Samstag, November 23, 2002

 


Tækið sem sýnt er á myndinni hér að ofan kallast á fagmáli "The Pullover Machine". Ég í bjálfaskap mínum las nafnið fyrst á þýsku... Pullover = peysa... ha? Peysu-vélin. Nú fór ég að hugsa og gerist það greinilega ekki allt of oft. Hvers vegna peysuvél, er það vegna þess að maður lítur svo vel út í peysu þegar maður hefur æft sig í þessu tæki.... eða.... er hreyfingin eitthvað svipuð því þegar maður klæðir sig í peysu???

Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem þýðing orða valda misskilningi hjá mér vegna þess að ég vel rangt tungumál. Annað dæmi er þegar Elma lá á fæðingardeildinni. Eins og gengur og gerist á spítölum eru sjúklingar með hnapp til að þrýsta á ef svo skyldi koma að þeir þyrftu á aðstoð að halda. Ég man nú ekki hver ástæðan var en ég ýtti á takkann fyrir Elmu og örstuttu síðar kom í ljós að ekki reyndist þörf á aðstoð.

Hvað er til ráða... ég prufa að ýta aftur á takkann en ekki slökknar á ljósinu, hugsa, hugsa, hugsa. Lít í kringum mig og sé RAUÐAN takka sem stendur NOT á. AHA! not þýðir auðvitað EKKI (sbr engilsaxnesku) svo ég ýti á hann. Heyrðu, fara ekki bara sírenur í gang og eftir nokkur sekúndubrot eru 3 hjúkkur og 1 læknir komin á staðinn. Ástæðan: Not á þýsku þýðir auðvitað NEYÐ!.

Freitag, November 22, 2002

 
Um daginn akvad eg aldrei thessu vant ad profa adstoduna i gymminu. Eins og alltaf er eg med storar aaetlanir um ad verda eins og Schwarzenegger innan 3ja vikna en sidan fellur allt um sjalft sig. Hvad um thad, nu let eg mig hafa thad ad taka dotid og maeta a stadinn.

Ad sjalfsogdu dreif eg mig, i folsku minni, beint a eitt upphitunartaekid, sem eg hafdi aldrei sed adur, er heitir "The elliptical trainer"... sporbaugsthjalfarinn!



Umraett taeki reyndist vera ljota slysagildran. Thetta byrjadi frekar sakleysislega: stilla thyngd, tima og program.. valdi aerobic thar sem thad var thad eina sem eg kannadist vid. Sidan byrjadi ballid, fyrst upphitun og sidan pulad og pulad. A 8. minutu, alveg upp ur thurru, snarstoppadi taekid og eg skall fram a thad. Og ekki nog med thad, vitisvelin for strax aftur i gang, tha i ofuga att og natturulega miklu hradar en eg gat med godu moti radid vid.

Astaedan fyrir thessu klaufaskap var ad eg hafdi ekki gefid gaum ad skipununum sem birtust med reglulegu millibili a skjanum:
"Upphitun"
"Fara 65-70 snuninga/min"
"Laekka hradann i 30-34 snun/min"

og thad besta...
"Vertu vidbuinn ad taeki stodvist"
"Fara aftur a bak"


Thad er ekki nokkur vafi a thvi ad allir i salnum, sem sed hafa til, hafi tharna fengid hina bestu skemmtun.

Donnerstag, November 21, 2002

 
Eg er kominn med nyja kenningu sem hljomar a eftirfarandi hatt: Theim mun oftar sem thu bloggar, theim mun fleiri lesa hann. Nokkud rokrett thvi madur kikir audvitad oftar a thaer sidur sem breytast titt heldur hinar sem madur hefur fyrirfram vitneskju um ad seu liklega eins og sidast.
#(ahorf/dag) = f(#(uppfaerslna/dag))

Nu thegar eg get fylgst adeins med umferdinni a siduna mina hef eg fyllst metnadi ad reyna ad auka hana. Ad sjalfsogdu gaeti eg sent ollum sem eg thekki post og bedid tha um ad kikja a siduna... annar moguleiki vaeri ad setja auglysingu a tilveruna. T.d. med titilinn "Heitar gellur" sem myndi tvimaelalaust hjalpa til.

Malid er ad thad vaeri ekki mjog ithrottamannslegt svo eg aetla bara ad vera duglegur ad uppfaera, reyna ad skjota inn skemmtilegum hugleidingum og sja hvort thad hafi eitthvad ad segja.


ATH! UMMAELI ERU ALLTAF VEL THEGIN!!!!

Mittwoch, November 20, 2002

 
Greinilegt er ad kosningar storflokksins i Rvk. er i nand. Varla er haegt ad skoda mbl.is an thess ad baunad se a manni hinum fjolbreytilegustu slagordum fra smafiskunum sem vilja komast a thing.

"Tollar eru timaskekkja", "Fjolskyldan i forgang", "Stett m. stett" og "A thing fyrir thig" eru agaet daemi sem nota thad sem eg kalla Toyota-adferdina. Su snyst um ad finna stutt slagord sem nota sama upphafsstafinn tvisvar (sbr Toyota, takn um gaedi).

SUS fostbraedurnir eru ekki eins vandlatir thegar um slagord er ad raeda: "Laegri skatta" (hver vill thad svo sem ekki... klent) og "Ungan og kraftmiklan mann a thing" (einum of langt en nokkud hrifandi). Their telja sig sennilega nogu orugga i skjoli fyrri SUS starfa til thess ad velta thessum malum vel fyrir sig.

Risarnir, hins vegar, virdast ekki nenna ad setja borda a moggann. Eins gott, thvi hvernig myndi t.d. "Rikid, thad er eg" hafa ahrif a atkvaedafjolda Daos.

Minn madur i thessu thingsaetakapphlaupi er tvimaelalaust Petur Blondal sem sagdist ekki myndi eyda miklum fjarhaedum i kosningabarattuna. Thetta finnst mer nokkud djarft thar sem hann er ekki einn af Stor-Loxunum. Thad kemur vaentanlega i ljos hvort hann haldist inni a thingi en mer thaetti leitt ad sja a eftir honum.

Dienstag, November 19, 2002

 
Eins og allir foreldrar kannast vid, tha eru thad thessi litlu throskaskref barna sinna sem madur gledst hvad mest yfir. Sem daemi ma nefna, fyrsta brosid, fyrstu tilraun til ordamyndunar og svo ma lengi telja.

A heimasidu Arnars Haukssonar er ansi skemmtileg myndasyrpa af sliku skrefi, th.e. ad velta ser af maganum yfir a bakid. Gaman hefdi verid ad eiga slika syrpu sjalfur en mer finnst thessi frekar flott, eiginlega skolabokardaemi ef svo ma segja.

Montag, November 18, 2002

 
Heitustu heimasiduna thessa dagana a eflaust Orbit enda adeins urvalsfolk sem a thar i hlut (sma arodur fyrir pabba og Nonna "rika" hlytur ad vera leyfilegur).

Sidasta nyjungin a sidunni kemur lika thadan. Ef grannt er skodad ma a vinstri spassiu greina orsmaan linuritahnapp. Smellid a hann og tha sjaidi... ad eg er ad njosna um ykkur.
 
Frettir af maranum, hann er enn a lifi en frekar krambuleradur. Ad minu mati aetti hann ekki ad vera mjog hissa thvi likur saekir likan o.s.frv.

Helgin var bara roleg thvi Skjoldur Orri var lasinn.

Mittwoch, November 13, 2002

 
Loggan bankadi upp a hja okkur i fyrradag. Thegar eg leit i gegn um gaegjugatid og sa svartstakkana var mer natturulega svolitid brugdid. Thad er nu ekkert grin ad lenda i svissnesku loggunni, hvad tha thegar madur er utlendingur.

Hvad... Loggan?!... skyldi hun aetla ad gera tolvuna okkar upptaeka i theim tilgangi ad leita eftir barnaklami. Nei komst nu ad thvi ad thad vaeri frekar oliklegt svo eg herti upp hugann og hleypti theim inn.

Thad sem a eftir fylgdi atti helst heima i spennumynd. Erindi theirra var ad fa frekari vitneskju um Marokko vininn minn hann Temanni. Sa hafdi vist verid illa barinn sidastlidinn fimmtudag og ekkert sest til hans sidan.

Eftir 5 minutna spjall kolludu verdir laganna a brunabil og nyttu ser stigann til thess ad komast inn i ibudina og ganga ur skugga um ad ekki vaeru likamsleifar af Marokkosku kyni ad rotna inni i ibudinni.

svona er lifid.

Mittwoch, November 06, 2002

 
Nú styttist óðfluga í Daginn sjálfan... jú ég er að meina 2ja ára afmæli snáðans. Í nógu er að snúast, því á föstudaginn þurfum við að koma með köku í leikskólann og síðan fáum við fullt af gestum daginn eftir. Er ekki að búast við öðru en að Skjöldur Orri verði alveg ruglaður af þessari athygli sem hann mun fá.

Einkunnirnar loksins komnar og komu þær bara skemmtilega á óvart. Þetta þýðir að námslánin eru í höfn og get ég einbeitt mér að lokaverkefninu án þess að hafa nokkrar áhyggjur. Verkefnið gengur bara prýðilega, ... eftir þessa 1 og hálfa viku sem er liðin... og hefur það svo sannarlega sitt að segja að Stephan Scholze, þ.e. leiðbeinandinn okkar er alveg pottþéttur gaur. Með allt á hreinu og veit nákvæmlega hvaða tól eru til taks þegar ráðast þarf á vandamálin. Svona eiga leiðbeinendur að vera.

Annars hef ég verið latur að skrifa í blogginn en það er líklega afleiðing þess að ég er frekar þreyttur þegar heim er komið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?