Samstag, November 23, 2002
Tækið sem sýnt er á myndinni hér að ofan kallast á fagmáli "The Pullover Machine". Ég í bjálfaskap mínum las nafnið fyrst á þýsku... Pullover = peysa... ha? Peysu-vélin. Nú fór ég að hugsa og gerist það greinilega ekki allt of oft. Hvers vegna peysuvél, er það vegna þess að maður lítur svo vel út í peysu þegar maður hefur æft sig í þessu tæki.... eða.... er hreyfingin eitthvað svipuð því þegar maður klæðir sig í peysu???
Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem þýðing orða valda misskilningi hjá mér vegna þess að ég vel rangt tungumál. Annað dæmi er þegar Elma lá á fæðingardeildinni. Eins og gengur og gerist á spítölum eru sjúklingar með hnapp til að þrýsta á ef svo skyldi koma að þeir þyrftu á aðstoð að halda. Ég man nú ekki hver ástæðan var en ég ýtti á takkann fyrir Elmu og örstuttu síðar kom í ljós að ekki reyndist þörf á aðstoð.
Hvað er til ráða... ég prufa að ýta aftur á takkann en ekki slökknar á ljósinu, hugsa, hugsa, hugsa. Lít í kringum mig og sé RAUÐAN takka sem stendur NOT á. AHA! not þýðir auðvitað EKKI (sbr engilsaxnesku) svo ég ýti á hann. Heyrðu, fara ekki bara sírenur í gang og eftir nokkur sekúndubrot eru 3 hjúkkur og 1 læknir komin á staðinn. Ástæðan: Not á þýsku þýðir auðvitað NEYÐ!.