Mittwoch, November 06, 2002
Nú styttist óðfluga í Daginn sjálfan... jú ég er að meina 2ja ára afmæli snáðans. Í nógu er að snúast, því á föstudaginn þurfum við að koma með köku í leikskólann og síðan fáum við fullt af gestum daginn eftir. Er ekki að búast við öðru en að Skjöldur Orri verði alveg ruglaður af þessari athygli sem hann mun fá.
Einkunnirnar loksins komnar og komu þær bara skemmtilega á óvart. Þetta þýðir að námslánin eru í höfn og get ég einbeitt mér að lokaverkefninu án þess að hafa nokkrar áhyggjur. Verkefnið gengur bara prýðilega, ... eftir þessa 1 og hálfa viku sem er liðin... og hefur það svo sannarlega sitt að segja að Stephan Scholze, þ.e. leiðbeinandinn okkar er alveg pottþéttur gaur. Með allt á hreinu og veit nákvæmlega hvaða tól eru til taks þegar ráðast þarf á vandamálin. Svona eiga leiðbeinendur að vera.
Annars hef ég verið latur að skrifa í blogginn en það er líklega afleiðing þess að ég er frekar þreyttur þegar heim er komið.
Einkunnirnar loksins komnar og komu þær bara skemmtilega á óvart. Þetta þýðir að námslánin eru í höfn og get ég einbeitt mér að lokaverkefninu án þess að hafa nokkrar áhyggjur. Verkefnið gengur bara prýðilega, ... eftir þessa 1 og hálfa viku sem er liðin... og hefur það svo sannarlega sitt að segja að Stephan Scholze, þ.e. leiðbeinandinn okkar er alveg pottþéttur gaur. Með allt á hreinu og veit nákvæmlega hvaða tól eru til taks þegar ráðast þarf á vandamálin. Svona eiga leiðbeinendur að vera.
Annars hef ég verið latur að skrifa í blogginn en það er líklega afleiðing þess að ég er frekar þreyttur þegar heim er komið.