Donnerstag, September 29, 2005

 
Fortune dagsins
Passion is that funny feeling that drives a man to bite a woman's neck because she has beautiful legs.
-- Höf. óþekktur


Helstu tíðindi
Helga syssa er búin að næla sér í vinnu og verða það að teljast helstu tíðindin um þessar mundir. Glæsilegt það og óskum við henni til hamingju!


Syssa litla Posted by Picasa

Að sjálfsögðu er um skráð félag að ræða en þar sem ég má ekki mismuna félögunum okkar, og greinilega væri um mismunun að ræða í ljósi þess að umrætt fyrirtæki hefur fengið til sín öfluga viðbót læt ég mér nægja að upplýsa að framleiðsla á gervi-útlimum koma þar við sögu.

Montag, September 26, 2005

 
Fortune dagsins
Q: You say you're innocent, yet five people swore they saw you steala watch.
A: Your Honor, I can produce 500 people who didn't see me steal it.


Helstu tíðindi
Hulda Katrín var að klukka mig í commentum síðustu færslu. Þetta þýðir að ég verð að segja 5 tilgangslausa hluti um mig....

  1. Ég er pönnukökumeistarinn á mínu heimili.
  2. Ég veit allt of mikið um hernaðarsögu hins vestræna heims.
  3. Ég syng í sturtu þegar ég er virkilega í stuði.
  4. Ég þekki ótalmarga leikara/kvikmyndir og fyrirsætur á nafn.
  5. Ég fer yfirleitt allt of seint að sofa, og finnst gott að sofa fram eftir.

Freitag, September 23, 2005

 
Fortune dagsins
Documentation is like sex:
when it is good, it is very, very good;
and when it is bad, it is better than nothing.
-- Dick Brandon


Helstu tíðindi
Mikið var að það skyldi koma mynd í bíó sem a.m.k. virðist lofa góðu. Ég er að tala um "The 40 year old virgin" að sjálfsögðu og er stefnan sett á eitt af heldri kvikmyndahúsum borgarinnar síðar í kvöld. Fyrst mun ég sinna social/work skyldu minni og mæta í kokteilboð hjá einum samstarfsaðila okkar.

Fyrir ykkur hin sem munu sitja heima í stofu fyrir framan imbann vil ég benda á hina hreint ágætu mynd "Beautiful People" sem sýnd verður á RUV í kvöld. Á heildina litið er hún rétt yfir meðallagi en einn hluti hennar er svo absúrd og frumlegur að það vel borgar sig að sjá hana bara út af honum einum og sér. Þá er ég að sjálfsögðu að benda á syrpuna þar sem útúrdópuð fótboltabulla lendir í heldur til betur skrautlegu ævintýriri. En ég vil ekki spilla gleðinni og segi því ekki meir.

Donnerstag, September 22, 2005

 
22.09.2005Fortune dagsins
Moe: What did you give your wife for Valentine's Day?
Joe: The usual gift -- she ate my heart out.


Helstu tíðindi
Hele familien skrapp í Suzukiskólann í hádeginu á áðan þar sem Elín kennari fór yfir helstu grunnatriði í ásláttartækni með okkur foreldrunum. Þetta var í senn hvort tveggja mjög fræðandi og skemmtilegt. Á meðan sat Skjöldur hinn ljúfasti og teiknaði meistaraverk handa okkur foreldrunum.

Á sunnudaginn munum við síðan kíkja á Ávaxtakörfuna. Gaman gaman


Ávextirnir Posted by Picasa

Montag, September 19, 2005

 
Fortune dagsins
Two friends, an Italian boy and a Jewish boy, come of age at the same time. The Italian boy's father presents him with a brand-new pistol. On the other side of town, at his Bar Mitzvah, the Jewish boy receives a beautiful gold watch. The next day, in school, the two boys are showing each other what they got. It turns out that each boy likes the other's present better, and so they trade.

That night, the Italian boy is at home and his father sees him looking at his new watch.
"Where did you getta thatta watch?" he asks.
The boy explains the trade, and the father blows his top.
"Whatta you? Stupidda boy? Whatsa matta you!"
"Somma day, you maybe gonna getta married. Then maybe somma day you gonna comma home and finda you wife inna bed with another man. Whatta you gonna do then? Looka atta you watch and say, `How longa you gonna be?'"


Helstu tíðindi
Helgin var alveg sorglega ömurleg. Byrjaði á því að fá ælupest á föstudaginn sem varð til þess að ég komst ekki á Sálarball með konunni, var síðan með hita mestallan laugardaginn og enn slappur á föstudaginn.... Er ekki enn búinn að jafna mig og lít út eins og afturúrkreistingur.

Mittwoch, September 14, 2005

 
Fortune dagsins
God bless America
-- Allt of margir forsetar bandaríkjanna

Af hverju þarf alltaf að blanda guði í málið?


Helstu tíðindi
Ég er alveg að sofna og er ástæðan sú að Skjöldur Orri ældi nokkrum sinnum síðustu nótt og tókst auk þess að pissa undir... tvöföld ánægja! Einnig sefur maður alveg sérstaklega illa þegar drengurinn er með gubbupestina því maður hefur á tilfinningunni að ef ekki er brugðist nógu skjótt við muni stráksi drukkna í eigin ælu. Þess vegna stökkvum við hjónin á fætur við minnsta hljóð frá Skildi. Nú er þessu sem betur fer lokið og kemst hann vonandi í Suzuki á morgun.

Montag, September 12, 2005

 
Fortune dagsins
Sweater, n.: A garment worn by a child when its mother feels chilly.
-- Höf. óþekktur

Eitthvað kannast ég við þetta, það er alveg dæmigert fyrir mömmur að troða börnunum í illa stingandi ullarpeysur þegar þeim sjálfum finnst vera kallt en maður er alveg að stikna úr hita.


Helstu tíðindi
Til hvers að eiga píanó ef maður kann ekkert að spila á það? Það er ekkert vit í að láta þetta standa ósnortið í stofunni og því prentaði ég út 1stk. eintak af "tunglskinssónötu" Beethovens og er langt kominn með fyrstu blaðsíðuna af 3


Dancing in the moonlight Posted by Picasa

Mikið djöfull er þetta erfitt stykki miðað við hvað hún hljómar létt. En svona er þetta með flest annað í lífinu: maður sér annan framkvæma list og hugsar að þetta virðist nú ekki vera neitt sérstaklega mikið mál, en þegar maður er sjálfur kominn bakvið stýrið er allt annað uppi á teningnum. Ég mun samt berjast eins og rjúpan við staurinn og uppskera ríkulega... vona ég.

Mittwoch, September 07, 2005

 
Fortune dagsins
After the game the king and the pawn go in the same box.
-- Italian proverb

Hmm... en ef aðeins ein skák er spiluð og mennirnir síðan grafnir ofan í jörðina eða brenndir. Er þá ekki betra að vera kóngurinn því peðin eru svo fljótt úr leik?


Helstu tíðindi
Hér fyrir neðan má sjá mynd af nýjasta fjölskyldumeðliminum.

Klassiskt Posted by Picasa

Eitt stk. píanó takk fyrir og það svona fallega sígilt og svart á að líta. Sköldur Orri var strax hinn spenntasti og fór fram á að ég kenndi honum að spila a-b-c-d. Það gekk bara vonum framar og verður þess ekki langt að bíða að hann spili fyrir mig Nocturne í E moll op. 72 eftir Chopin og það einhent með bundið fyrir augun. :+)

Montag, September 05, 2005

 
Fortune dagsins
I am not sure what this is, but an 'F' would only dignify it.
-- Höf. óþekktur

Minnir mig á sumar lausnir sem ég hef þurft að fara yfir.


Helstu tíðindi
Í dag er ég: þreyttur, lurkum laminn og með harðsperrur á líklegustu sem og ólíklegustu stöðum. Málið er að um helgina var farið í hópeflisferð austur á Hótel Heklu sem var hvort í senn uppbyggjandi og skemmtileg. Við þreyttum þrautir, kepptum í leikjum, borðuðum æðislega góðan mjólkurkálf... greyið hann, héldum kvöldvöku og enduðum að sjálfsögðu í heita pottinum. Sem sagt langur en skemmtilegur dagur.

Morguninn eftir keyrði hópurinn að Geysi og stóð annars vegar upp úr heimsóknin í Geysisstofu og hins vegar maturinn sem boðið var upp á í hádeginu. Þetta var það albesta nautakjöt sem ég hef nokkurn tímann smakkað, ekki fúlt að fá svoleiðis. Síðan byrjaði balli í fullri alvöru því næst á dagskrá var að skella sér í flúðasiglingu niður Hvítá. Ég verð að játa það að ég var bara svona hæfilega spenntur fyrir ferðinni því ég fór þarna ásamt góðu starfsfólki B&L fyrir ca. 10 árum síðan og í Eystri Jökulsá með föðurfjölskyldunni sumarið 1999, sú upplifun var alveg sérstaklega eftirminnileg því Jökulsáin er hrikaleg.

Þar sem mér finnst ekki verjandi að sleppa úr dagskrá í hóp-eflis-ferð þá ákvað ég að skella mér með og er það nokkuð sem ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa gert. Ferðin byrjaði að vísu í rólegri kantinum en eftir að við höfðum stokkið fram af 4m klettinum héldu okkur engin bönd


Toppurinn Posted by Picasa

og afrekuðum við m.a. að: Hvolfa bátnum, fara upp á hann eins og fleka og ráðast á næsta bát og henda nokkrum út í. Svo að ég vitni í Gunna gold, "Þetta var BARA gaman!"

Donnerstag, September 01, 2005

 
Hetja dagsins
Harpa Hreinsdóttir, kennari "rassálfanna", fyrir að láta ekki buga sig af heimasitjandi fólki í barnseignafríi sem hefur ekkert betra að gera en að gagnrýna aðra.

Sjá færsluna góðu


Helstu tíðindi
Elín sem mun kenna Skildi (og mér) á píanó hringdi í okkur í gærkveldi og kom okkur saman um að fínt væri að hafa tímann kl. 12:30 á fimmtudögum. Þá er það komið á hreint. Því miður kom einnig í ljós að ég hafði fengið vitlausar upplýsingar um hvaða geisladisk ég átti að kaupa til þess að undirbúa nemandann og erum við því komnir aftur á byrjunarreit. Hvað sem því líður þá hlakkar Skjöldur Orri mikið til að byrja og er hinn spenntasti.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?