Montag, September 05, 2005

 
Fortune dagsins
I am not sure what this is, but an 'F' would only dignify it.
-- Höf. óþekktur

Minnir mig á sumar lausnir sem ég hef þurft að fara yfir.


Helstu tíðindi
Í dag er ég: þreyttur, lurkum laminn og með harðsperrur á líklegustu sem og ólíklegustu stöðum. Málið er að um helgina var farið í hópeflisferð austur á Hótel Heklu sem var hvort í senn uppbyggjandi og skemmtileg. Við þreyttum þrautir, kepptum í leikjum, borðuðum æðislega góðan mjólkurkálf... greyið hann, héldum kvöldvöku og enduðum að sjálfsögðu í heita pottinum. Sem sagt langur en skemmtilegur dagur.

Morguninn eftir keyrði hópurinn að Geysi og stóð annars vegar upp úr heimsóknin í Geysisstofu og hins vegar maturinn sem boðið var upp á í hádeginu. Þetta var það albesta nautakjöt sem ég hef nokkurn tímann smakkað, ekki fúlt að fá svoleiðis. Síðan byrjaði balli í fullri alvöru því næst á dagskrá var að skella sér í flúðasiglingu niður Hvítá. Ég verð að játa það að ég var bara svona hæfilega spenntur fyrir ferðinni því ég fór þarna ásamt góðu starfsfólki B&L fyrir ca. 10 árum síðan og í Eystri Jökulsá með föðurfjölskyldunni sumarið 1999, sú upplifun var alveg sérstaklega eftirminnileg því Jökulsáin er hrikaleg.

Þar sem mér finnst ekki verjandi að sleppa úr dagskrá í hóp-eflis-ferð þá ákvað ég að skella mér með og er það nokkuð sem ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa gert. Ferðin byrjaði að vísu í rólegri kantinum en eftir að við höfðum stokkið fram af 4m klettinum héldu okkur engin bönd


Toppurinn Posted by Picasa

og afrekuðum við m.a. að: Hvolfa bátnum, fara upp á hann eins og fleka og ráðast á næsta bát og henda nokkrum út í. Svo að ég vitni í Gunna gold, "Þetta var BARA gaman!"
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?