Montag, September 12, 2005
Fortune dagsins
Sweater, n.: A garment worn by a child when its mother feels chilly.
-- Höf. óþekktur
Eitthvað kannast ég við þetta, það er alveg dæmigert fyrir mömmur að troða börnunum í illa stingandi ullarpeysur þegar þeim sjálfum finnst vera kallt en maður er alveg að stikna úr hita.
Helstu tíðindi
Til hvers að eiga píanó ef maður kann ekkert að spila á það? Það er ekkert vit í að láta þetta standa ósnortið í stofunni og því prentaði ég út 1stk. eintak af "tunglskinssónötu" Beethovens og er langt kominn með fyrstu blaðsíðuna af 3
Dancing in the moonlight
Mikið djöfull er þetta erfitt stykki miðað við hvað hún hljómar létt. En svona er þetta með flest annað í lífinu: maður sér annan framkvæma list og hugsar að þetta virðist nú ekki vera neitt sérstaklega mikið mál, en þegar maður er sjálfur kominn bakvið stýrið er allt annað uppi á teningnum. Ég mun samt berjast eins og rjúpan við staurinn og uppskera ríkulega... vona ég.
Sweater, n.: A garment worn by a child when its mother feels chilly.
-- Höf. óþekktur
Eitthvað kannast ég við þetta, það er alveg dæmigert fyrir mömmur að troða börnunum í illa stingandi ullarpeysur þegar þeim sjálfum finnst vera kallt en maður er alveg að stikna úr hita.
Helstu tíðindi
Til hvers að eiga píanó ef maður kann ekkert að spila á það? Það er ekkert vit í að láta þetta standa ósnortið í stofunni og því prentaði ég út 1stk. eintak af "tunglskinssónötu" Beethovens og er langt kominn með fyrstu blaðsíðuna af 3
Dancing in the moonlight
Mikið djöfull er þetta erfitt stykki miðað við hvað hún hljómar létt. En svona er þetta með flest annað í lífinu: maður sér annan framkvæma list og hugsar að þetta virðist nú ekki vera neitt sérstaklega mikið mál, en þegar maður er sjálfur kominn bakvið stýrið er allt annað uppi á teningnum. Ég mun samt berjast eins og rjúpan við staurinn og uppskera ríkulega... vona ég.