Dienstag, Mai 31, 2005
Science is built up of facts, as a house is with stones.
But a collection of facts is no more a science than a heap of stones is a house.
--Jules Henri Poincare
Helstu tíðindi
Af ýmsum ástæðum hefur mér ekkert tekist að fljúga frá síðustu bloggfærslu sem eru viss vonbrigði. Tók þó smá ground-handling syrpu sem á eftir að nýtast vel í næsta reverse-launchi og tel ég mig vera svo gott sem útskrifaðan nái ég einu til tveimur góðum flugum á eftir. Til gamans má geta þess að Elsa frænka hefur í millitíðinni flogið bæði fram af Kömbunum sem og Akrafjalli og voru það víst ansi tilkomumikil flug.
Reunionið tókst eins og í sögu: stemning góð, veður frábært, matur góður, mikið sungið og mikið dansað. Ég var kominn heim ca 02:00 alveg örmagna af þreytu en ánægður með afraksturinn. Mig grunar að 15 ára verði ekki alveg eins stórt svo það er bara að "bíða" í 10 ár eftir næsta :+)
Búinn að borga í Suzukiskólann og kaupa disk með lögunum sem Skjöldur Orri mun spila í vetur. Mér finnst alveg stórsniðugt að láta börnin heyra lögin oft fyrst því þá þekkja þau efnið og "heyra" tónverkin í hausnum á meðan þau spila. Eins og einhverjir vita er Suzukinámið mjög frábrugðið hefðbundnu tónlistarnámi því foreldrar taka mjög virkan þátt í þessu og ekki er farið að lesa nótur næstum strax heldur fókusinn settur á að nemandinn fái tilfinningu fyrir hljóðfærinu fyrst og fari svo að lesa. Í raun bara svipað því hvernig er með tungumál, fyrst hlustum við á aðra, lærum svo með því að herma eftir og mun seinna förum við út í það að lesa (og skrifa).
Bónusinn er síðan auðvitað sá að ég fæ að læra á píanóið með Skildi svo líta má á þetta sem einhvers konar 2 fyrir 1.
Mittwoch, Mai 25, 2005
Fljúgðu, fljúgðu, fljúgðu hærra...
-- Stuðmenn
Helstu tíðindi
Ég reyndist sem betur fer sannspár varðandi veðrið og keyrðum við í áttina að Selfossi og drösluðumst með Paragliding-búnaðinn upp á Kögunarhólinn. Þið vitið þessi keilulaga hóll sem er hægra megin við veginn hinum megin við innskotsbergið sem við skoðuðum svo kyrfilega í jarðfræðiferðalaginu í 3. bekk í denn.
Þetta er djöfulsins púl með búnað sem er ansi mörg kíló og miklu brattara heldur en ég hafði nokkurn tímann ímyndað mér. Maður hafði það þó af og þegar upp var komið get ég ekki annað sagt en að hræðslan hafi verið þónokkur. Ekki var um annað að ræða en að treysta kennurunum auk þess sem enginn vill vera þekktur fyrir að vera "chicken" svo ég setti upp mitt besta pókerandlit, dreifði úr vængnum og hljóp af stað eins og ég ætti lífið að leysa. Þetta gekk alveg eins og í sögu, ég náði u.þ.b. 10 sek flugi með fullkominni lendingu og var alveg í skýjunum.
Í dag var síðan farið í Hafrafjallið, sem er rétt hjá Grafarholtinu, og þá tók alvaran við. Golan nægði til þess að lyfta mér vel upp og hafði ég góðan tíma til þess að setjast í pokann og taka nokkrar S-beygjur. Íhaaa! Betra verður lífið varla.
Á morgun mun ég taka hlé frá náminu þar sem við hjónin eigum 5 ára brúðkaupsafmæli og væri maður ansi mikil skepna ef námskeiðið yrði sett ofar á listann. Ætli mér yrði ekki sparkað öfugum út :+) Við erum ekki alveg búin að plana kvöldið en a.m.k. er víst að kampavínsflaskan sem M&P gáfu okkur verður opnuð og innihaldið innbyrt í mestu makindum.
Dienstag, Mai 24, 2005
Wrinkles should merely indicate where smiles have been.
-- Mark Twain
Fallega hugsað svo ég segi ekki meir
Helstu tíðindi
Eftir tæplega eins vikna hlé urðu aðstæður loksins aftur nægilega góðar til þess að hægt væri að halda áfram í paragliding-námskeiðinu. Þetta gekk eins og í sögu og sögðu kennararnir að við værum orðin nógu góð til þess að fara á næsta stig sem er að fara í aflíðandi brekku og æfa flugtök og lendingar. Miðað við veðrið lítur ekki út fyrir annað en að það verði strax eftir vinnu í dag og hlakka ég ekkert smá mikið til. Elsa er með stafræna myndavél svo hver veit nema ég skelli mynd af þessu á síðuna mína.
Helga syssa er á landinu þessa dagana og ætlar að sækja Skjöld Orra úr leikskólanum á eftir og dekra aðeins við hann. Honum mun alveg örugglega ekki finnast það leiðinlegt því hann nánast tilbiður jörðina sem hún gengur á.
Samstag, Mai 21, 2005
Maður uppsker eins og maður sáir
Á vel við þessa dagana því ég er að fara yfir lausnir barna minna.
Helstu tíðindi
Fékk símhringingu frá Suzukitónlistarskólanum í gær og var mér tjáð að drengurinn sé a.ö.l. kominn inn í skólann fyrir næsta misseri í píanónám. Þetta eru einhver þau skemmtilegustu tíðindi sem mér hafa borist í lengri tíma og hefur greinilega margborgað sig að:
- Setja hann á biðlistann strax og við fluttum til landsins sem var haustið 2003.
- Hringja öðru og hvoru í skólann til þess að minna á umsóknina og ítreka áhugann.
Reynslan hefur sýnt að slík tilþrif eru sjaldnast ofmetin og oftar en ekki vænleg til að skila árangri, t.d. eins og sumarið 1995 þegar mig sárvantaði vinnu þá fékk ég exclusive viðtal við B&L þar sem liðið á stúdentamiðluninni var búið að fá nóg af tuðinu í mér. Maður verður samt að passa að vera einstaklega kurteis og reyna að skynja hversu langt sé hægt að ganga án þess að áhrifin verði öfug, þ.e. að maður fari svo í pirrurnar á viðkomandi að hann verður ólíklegur til þess að vilja veita nokkra aðstoð ótilneyddur.
Eina "neikvæða" hliðin á málinu er að nú verðum við að fjárfesta í píanói og borga skólagjöld sem eru langt í frá því að vera ókeypis.
Lítið hefur farið fyrir svifvængjanámskeiðinu síðustu daga vegna of mikils vindhraða. Fékk þó smá nasaþef af dæminu á miðvikudaginn og stóðst upplifunin fyllilega allar mínar væntingar. Samkvæmt veðurspánni á hann að lægja frá og með morgundeginum svo það er bara að bíða þolinmóður...
Dienstag, Mai 17, 2005
A raccoon tangled with a 23,000 volt line today. The results blacked out 1400 homes and,
of course, one raccoon.
-- Steel City News
Helstu tíðindi
Paraglidingnámskeiðið hefst í kvöld með alvarlegum kynningarfundi þar sem útlensku kennararnir munu leggja línurnar og tilgreina hvernig að kúrsinum verður staðið. Að þessu sinni verð ég ekki einn og einmana eins og þegar ég sótti svifdrekanámskeiðið 2000 því að Eddi föðurbróðir og dóttir hans hún Elsa munu einnig mæta sem og Guðríður vinnufélagi minn, gaman gaman.
Á morgun kemur svo væntanlega í ljós hvort að 10 ára MR stúdentsendurfundirnir verði yfir höfuð haldnir í Viðey því eins og fram hefur komið í fréttum hefur veitingareksturinn í Viðeyjastofu verið í uppnámi og er maður með smáhnút í maganum útaf þessu öllu saman. Í besta falli fæ ég þau skilaboð á morgun þegar ég tala við kallinn að allt sé í besta standi og 100% tryggt að við fáum eitthvað að eta þann 28. maí.
Freitag, Mai 13, 2005
A bore is someone who persists in holding his own views after we have enlightened him with ours.
-- Höf. óþekktur
Þetta er oft einmitt gott einkenni ungs fólks sem er að stíga sín fyrstu skref í heimi stjórnmálanna. Það ræðir af miklum sannfæringarþrunga um réttmæti eigin skoðana og í stað þess að hlusta á eða taka tillit til mótbára viðmælenda sinna reynir stjórnmálaspútníkinn, með öllum mætti, að kaffæra og þagga niður í málþolanum með því að hleypa viðkomandi aldrei að. Og þá hafa þeir sigrað.... að eigin mati.
Helstu tíðindi
Elma fer í síðasta prófið sitt og ætti að ganga vel miðað við hversu iðin hún hefur verið við kolann, stundum held ég að hún sé lærdómsmaskína því það er hreint út sagt aðdáunarvert hvað hún getur setið við tímunum saman, satt að segja er ég bara svolítið abbó. Hvað um það, svo mikið er víst að við smáfjölskyldan verðum himinlifandi þegar þessari törn er endanlega lokið.
Villi Bjarna mætti í morgunsárið og flutti áhugaverðan fyrirlestur um hvað segja mætti um verðmyndun málverka eftir íslenska listamenn, titillinn kannski ekki nákvæmlega réttur en þetta var mjög athyglisvert. Kom m.a. í ljós að hann á eitt málverk eftir Engilbert langafa sem verður að líta á sem hrós í ljósi þess hversu mikill listunnandi Villi er. Sjálfur á ég þetta fína málverk eftir Engilbert sem ég hef haldið mjög mikið upp á alveg frá því að ég var smástrákur. Mun e.t.v. birta mynd af því hér á síðunni e-n tímann við tækifæri.
Mittwoch, Mai 11, 2005
Helstu tíðindi
Þurfti að skreppa í passamyndatöku því vegabréfið mitt er útrunnið sem er ekki nógu gott þegar fara þarf til Englands. Myndatakan var ágæt en það fyrsta sem flaug í gegn um huga minn þegar ég leit afraksturinn augum var: "Guð hvað ég er orðinn gamall!". Til gamans fylgja hér síðustu tvær passamyndirnar með þeirri nýju og dæmi hver fyrir sig.
1990 | 1994 | 2005 |
Sonntag, Mai 08, 2005
Q. Why is it that many lawyers have broken noses?
A. From chasing parked ambulances.
-- Höf. óþekktur
Árnína og Raggi eiga örugglega eftir að fíla þennan.
Helstu tíðindi
Paraglidin kynningarfundurinn var alveg magnaður og get ég varla beðið eftir að námskeiðið byrji einhvern tímann í kringum 17. maí. Þetta er ekkert annað en hrein snilld, fyrst mun ég æfa upp færnina hér á Íslandi og þá verður ekkert því til fyrirstöðu að skella sér með pokann í skosku hálendin eða germönsku alpana.
Fór austur í Haukadal um helgina að æfa mig með kórnum fyrir tónleikana á sunnudaginn. Í tilefni af englandsförinn kom ljósmyndari um dagana og tók þessa fínu mynd af okkur í kynningarbæklinginn.
Samkórinn
Þar sem myndin var til staðar skelltum henni að sjálfsögðu með í auglýsinguna sem birtist í sunnudagsmogganum og hefur það eflaust gert gæfumuninn því sjaldan hafa svona margir mætt að hlusta á okkur. Skemmst er frá því að segja að þetta heppnaðist bara nokkuð vel, jú að vísu klúðruðu einhverjir hér og aðrir þar en það tilheyrir þegar sungið er svona "live". Auk þess erum við áhugamannakór en ekki pró sem gefur til kynna að smávægileg mistök gætu verið þáttur í dagskránni.
Montag, Mai 02, 2005
"Even if you're on the right track, if you stand still you'll get run over by the next train."
-- Will Rogers
Ætli það sé ekki þetta sem er nú að koma fyrir Ferrari í F1 og Manchester United í knattspyrnuheiminum. Þeir eru ekki að gera neitt rangt, nema þá helst að hafa selt Jaap Stam og Beckham en það er önnur saga, heldur eru andstæðingarnir einfaldlega að gera betur.
Helstu tíðindi
Við feðgarnir skruppum í Vestmanneyjakaffið í gær á meðan Elma sat sveitt heima við próflesturinn. Að venju voru kökurnar gómsætar en mætingin var með lélegra móti, ætli þetta gerist ekki þegar Vestmannaeyingar eru óðum að verða jafnsjaldgæfir og geirfuglinn.
Loksins, loksins eru komnar meiri upplýsingar um "svuntu"námskeiðið sem ég ætla að sækja. Nei þetta er ekki tengt matreiðslu þrátt fyrir að ég sé sælkeri mikill heldur Paragliding sem snýst um að hlaupa fram af fjalli með sviffallhlíf sér til halds og trausts, sjá upplýsingar hér að neðan.
Svuntan er til hægri