Samstag, Mai 21, 2005

 
Fortune dagsins
Maður uppsker eins og maður sáir

Á vel við þessa dagana því ég er að fara yfir lausnir barna minna.


Helstu tíðindi
Fékk símhringingu frá Suzukitónlistarskólanum í gær og var mér tjáð að drengurinn sé a.ö.l. kominn inn í skólann fyrir næsta misseri í píanónám. Þetta eru einhver þau skemmtilegustu tíðindi sem mér hafa borist í lengri tíma og hefur greinilega margborgað sig að:

  1. Setja hann á biðlistann strax og við fluttum til landsins sem var haustið 2003.
  2. Hringja öðru og hvoru í skólann til þess að minna á umsóknina og ítreka áhugann.

Reynslan hefur sýnt að slík tilþrif eru sjaldnast ofmetin og oftar en ekki vænleg til að skila árangri, t.d. eins og sumarið 1995 þegar mig sárvantaði vinnu þá fékk ég exclusive viðtal við B&L þar sem liðið á stúdentamiðluninni var búið að fá nóg af tuðinu í mér. Maður verður samt að passa að vera einstaklega kurteis og reyna að skynja hversu langt sé hægt að ganga án þess að áhrifin verði öfug, þ.e. að maður fari svo í pirrurnar á viðkomandi að hann verður ólíklegur til þess að vilja veita nokkra aðstoð ótilneyddur.

Eina "neikvæða" hliðin á málinu er að nú verðum við að fjárfesta í píanói og borga skólagjöld sem eru langt í frá því að vera ókeypis.


Lítið hefur farið fyrir svifvængjanámskeiðinu síðustu daga vegna of mikils vindhraða. Fékk þó smá nasaþef af dæminu á miðvikudaginn og stóðst upplifunin fyllilega allar mínar væntingar. Samkvæmt veðurspánni á hann að lægja frá og með morgundeginum svo það er bara að bíða þolinmóður...

Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?