Mittwoch, Mai 25, 2005
Fortune dagsins
Fljúgðu, fljúgðu, fljúgðu hærra...
-- Stuðmenn
Helstu tíðindi
Ég reyndist sem betur fer sannspár varðandi veðrið og keyrðum við í áttina að Selfossi og drösluðumst með Paragliding-búnaðinn upp á Kögunarhólinn. Þið vitið þessi keilulaga hóll sem er hægra megin við veginn hinum megin við innskotsbergið sem við skoðuðum svo kyrfilega í jarðfræðiferðalaginu í 3. bekk í denn.
Þetta er djöfulsins púl með búnað sem er ansi mörg kíló og miklu brattara heldur en ég hafði nokkurn tímann ímyndað mér. Maður hafði það þó af og þegar upp var komið get ég ekki annað sagt en að hræðslan hafi verið þónokkur. Ekki var um annað að ræða en að treysta kennurunum auk þess sem enginn vill vera þekktur fyrir að vera "chicken" svo ég setti upp mitt besta pókerandlit, dreifði úr vængnum og hljóp af stað eins og ég ætti lífið að leysa. Þetta gekk alveg eins og í sögu, ég náði u.þ.b. 10 sek flugi með fullkominni lendingu og var alveg í skýjunum.
Í dag var síðan farið í Hafrafjallið, sem er rétt hjá Grafarholtinu, og þá tók alvaran við. Golan nægði til þess að lyfta mér vel upp og hafði ég góðan tíma til þess að setjast í pokann og taka nokkrar S-beygjur. Íhaaa! Betra verður lífið varla.
Á morgun mun ég taka hlé frá náminu þar sem við hjónin eigum 5 ára brúðkaupsafmæli og væri maður ansi mikil skepna ef námskeiðið yrði sett ofar á listann. Ætli mér yrði ekki sparkað öfugum út :+) Við erum ekki alveg búin að plana kvöldið en a.m.k. er víst að kampavínsflaskan sem M&P gáfu okkur verður opnuð og innihaldið innbyrt í mestu makindum.
Fljúgðu, fljúgðu, fljúgðu hærra...
-- Stuðmenn
Helstu tíðindi
Ég reyndist sem betur fer sannspár varðandi veðrið og keyrðum við í áttina að Selfossi og drösluðumst með Paragliding-búnaðinn upp á Kögunarhólinn. Þið vitið þessi keilulaga hóll sem er hægra megin við veginn hinum megin við innskotsbergið sem við skoðuðum svo kyrfilega í jarðfræðiferðalaginu í 3. bekk í denn.
Þetta er djöfulsins púl með búnað sem er ansi mörg kíló og miklu brattara heldur en ég hafði nokkurn tímann ímyndað mér. Maður hafði það þó af og þegar upp var komið get ég ekki annað sagt en að hræðslan hafi verið þónokkur. Ekki var um annað að ræða en að treysta kennurunum auk þess sem enginn vill vera þekktur fyrir að vera "chicken" svo ég setti upp mitt besta pókerandlit, dreifði úr vængnum og hljóp af stað eins og ég ætti lífið að leysa. Þetta gekk alveg eins og í sögu, ég náði u.þ.b. 10 sek flugi með fullkominni lendingu og var alveg í skýjunum.
Í dag var síðan farið í Hafrafjallið, sem er rétt hjá Grafarholtinu, og þá tók alvaran við. Golan nægði til þess að lyfta mér vel upp og hafði ég góðan tíma til þess að setjast í pokann og taka nokkrar S-beygjur. Íhaaa! Betra verður lífið varla.
Á morgun mun ég taka hlé frá náminu þar sem við hjónin eigum 5 ára brúðkaupsafmæli og væri maður ansi mikil skepna ef námskeiðið yrði sett ofar á listann. Ætli mér yrði ekki sparkað öfugum út :+) Við erum ekki alveg búin að plana kvöldið en a.m.k. er víst að kampavínsflaskan sem M&P gáfu okkur verður opnuð og innihaldið innbyrt í mestu makindum.